Kafari náði mögnuðum myndum af þéttri loðnutorfu við Hjalteyri Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2023 22:22 Kafari yfir loðnutorfunni við Hjalteyri í byrjun vikunnar. Erlendur Bogason Kafari sem var að tína skeljar á hafsbotni í Eyjafirði í byrjun vikunnar upplifði það að þétt loðnutorfa var skyndilega farin að synda í kringum hann. Sérstaka athygli vekur að loðnan var óhrygnd, sem styrkir vísbendingar um breytt hegðunarmynstur og að hún hrygni í auknum mæli við Norðurland. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá magnaðar myndir sem Erlendur Bogason kafari tók síðastliðinn sunnudag. Síðdegis þann dag var hann ásamt fleirum að kafa eftir skeljum við Hjalteyri. Erlendur Bogason kafari rekur köfunarfyrirtækið Strýtuna í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Erlendur lýsir því að hann hafi verið nánast uppi í fjöru þegar loðnutorfan birtist og synti hún alveg upp við yfirborð. Í fyrstu taldi hann að þetta væru eingöngu hængar, sem hann segir þekkjast á því að vera dekkri og stærri en hrygnan, en einnig á stærri raufarugga. Fljótlega tók Erlendur eftir því að þarna var einnig ljósari kvenloðna. Á kafla myndbandsins sést hún neðar og vinstra megin meðan hængarnir halda hópinn hægra megin en þekkt er að kynin séu aðskilin í torfu. Hængar, sem eru dekkri, sjást ofar og hægra megin. Hrygnur, sem eru ljósari, sjást neðar og vinstra megin. Erlendur Bogason Í fræðunum er mönnum kennt að loðnan hrygni einkum við Suður- og Suðvesturland síðla vetrar og drepist svo að mestu. Lengi hefur þó verið vitað að hún hrygnir einnig fyrir norðan og það seinna en loðnan fyrir sunnan. Hrygningarloðna norðanlands hefur þó verið talin óveruleg. Í frétt Stöðvar 2 í marsmánuði árið 2020 kom fram að fiskifræðingar teldu sig sjá vísbendingar um breytt atferli loðnunnar og aukna hrygningu fyrir norðan. Loðnutorfan í Eyjafirði var afar þétt.Erlendur Bogason Erlendur Bogason kafari segist einnig hafa haft spurnir af loðnu víðar fyrir Norðurlandi, bæði utar í Eyjafirði, í Þistilfirði og í Húnaflóa, en þessi mikli þéttleiki hennar við Hjalteyri vakti einnig athygli hans. Miðað við myndirnar af loðnutorfunni verður þess kannski ekki langt að bíða að menn sjái loðnuflotann að veiðum á miðjum Eyjafirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um vísbendingar um breytt atferli loðnunnar í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum: Fyrir tveimur árum kafaði Erlendur niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði, sem sjá mátti í þessari frétt: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hörgársveit Vísindi Tengdar fréttir Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. 5. júlí 2022 23:31 Kafaði niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði Íslenskur kafari kvikmyndaði loðnutorfu í síðasta mánuði með því að kafa sjálfur niður í torfuna. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi áður verið gert í heiminum. Kafarinn lýsir þessu sem ævintýri. 8. apríl 2021 23:40 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá magnaðar myndir sem Erlendur Bogason kafari tók síðastliðinn sunnudag. Síðdegis þann dag var hann ásamt fleirum að kafa eftir skeljum við Hjalteyri. Erlendur Bogason kafari rekur köfunarfyrirtækið Strýtuna í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Erlendur lýsir því að hann hafi verið nánast uppi í fjöru þegar loðnutorfan birtist og synti hún alveg upp við yfirborð. Í fyrstu taldi hann að þetta væru eingöngu hængar, sem hann segir þekkjast á því að vera dekkri og stærri en hrygnan, en einnig á stærri raufarugga. Fljótlega tók Erlendur eftir því að þarna var einnig ljósari kvenloðna. Á kafla myndbandsins sést hún neðar og vinstra megin meðan hængarnir halda hópinn hægra megin en þekkt er að kynin séu aðskilin í torfu. Hængar, sem eru dekkri, sjást ofar og hægra megin. Hrygnur, sem eru ljósari, sjást neðar og vinstra megin. Erlendur Bogason Í fræðunum er mönnum kennt að loðnan hrygni einkum við Suður- og Suðvesturland síðla vetrar og drepist svo að mestu. Lengi hefur þó verið vitað að hún hrygnir einnig fyrir norðan og það seinna en loðnan fyrir sunnan. Hrygningarloðna norðanlands hefur þó verið talin óveruleg. Í frétt Stöðvar 2 í marsmánuði árið 2020 kom fram að fiskifræðingar teldu sig sjá vísbendingar um breytt atferli loðnunnar og aukna hrygningu fyrir norðan. Loðnutorfan í Eyjafirði var afar þétt.Erlendur Bogason Erlendur Bogason kafari segist einnig hafa haft spurnir af loðnu víðar fyrir Norðurlandi, bæði utar í Eyjafirði, í Þistilfirði og í Húnaflóa, en þessi mikli þéttleiki hennar við Hjalteyri vakti einnig athygli hans. Miðað við myndirnar af loðnutorfunni verður þess kannski ekki langt að bíða að menn sjái loðnuflotann að veiðum á miðjum Eyjafirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um vísbendingar um breytt atferli loðnunnar í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum: Fyrir tveimur árum kafaði Erlendur niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði, sem sjá mátti í þessari frétt:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hörgársveit Vísindi Tengdar fréttir Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. 5. júlí 2022 23:31 Kafaði niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði Íslenskur kafari kvikmyndaði loðnutorfu í síðasta mánuði með því að kafa sjálfur niður í torfuna. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi áður verið gert í heiminum. Kafarinn lýsir þessu sem ævintýri. 8. apríl 2021 23:40 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. 5. júlí 2022 23:31
Kafaði niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði Íslenskur kafari kvikmyndaði loðnutorfu í síðasta mánuði með því að kafa sjálfur niður í torfuna. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi áður verið gert í heiminum. Kafarinn lýsir þessu sem ævintýri. 8. apríl 2021 23:40
Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25
Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33