Greint var frá því þann 17. mars síðastliðinn að ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og kærasta hans Ann Lesley Smith væru trúlofuð. Stefndu þau að því að ganga í það heilaga í sumar. Murdoch er 92 ára gamall en Smith 66 ára. Þau höfðu verið saman í sjö mánuði þegar trúlofunin var tilkynnt.
Nú greinir fréttastofa Sky hins vegar frá því að Murdoch sé búinn slíta trúlofuninni. Mun hann hafa gert það þar sem honum leið óþægilega með evangelískar skoðanir Smith.
Murdoch hefur fjórum sinnum verið giftur og skilið jafn oft. Lengst af var hann með Anna Maria Torv en þau voru gift frá 1967 til 1999, heil 32 ár. Með henni eignaðist hann þrjú af börnum sínum sex.