Lengra fæðingarorlof - allra hagur! Hólmfríður Árnadóttir og Linda Björk Pálmadóttir skrifa 31. mars 2023 13:30 Það er áhyggjuefni ótal foreldra að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Svo þungt hvílir þetta á mörgum foreldrum að fæðingarorlofið verður gjarnan undirlagt áhyggjum af því hvað tekur við að því loknu. Dagforeldrar eru alls ekki alltaf í boði og þá tekur við púsluspil milli foreldra, ættingja og stundum vina með tilheyrandi skipulagi og jafnvel skutli. Sumir foreldrar hafa jafnvel neyðst til að dreifa orlofstöku yfir lengri tíma með tilheyrandi lækkun á greiðslum og skerðingu á ráðstöfunartekjum. Það er algjörlega óásættanlegt í íslensku nútímasamfélagi að of margir foreldrar þurfi að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til þess að geta komist aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausnin er að lengja fæðingarorlof enn frekar. Þó aðeins séu rúm tvö ár síðan fæðingarorlof var lengt úr níu mánuðum í 12 teljum við afar mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð og að fæðingarorlofið verði lengt í tvö ár í áföngum. Það er nefnilega næsta víst að sú aðgerð muni eyða út óvissuþættinum sem verður til við lok fæðingarorlofs og brúa bilið frá fæðingarorlofi yfir í leikskóla. Með því að tvöfalda tímabil núverandi laga yrði réttur barnafjölskyldna tryggður og foreldrar, fengið svigrúm til að haga orlofstöku eftir þörfum fjölskyldunnar. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar og mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem ráða ekki við að mæta þörfum fjölskyldna að fæðingarorlofi loknu eins og staðan er í dag. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sé að því að hlúa að starfsemi leikskóla fyrir tveggja til sex ára börn og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi þeirra og starfsfólks. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að allir foreldrar vilja ekki vera í svo löngu fæðingarorlofi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að hér er einungis verið að tala um rétt foreldra en ekki skyldu og kjósi einhverjir að fara í styttra orlof yrði það engin fyrirstaða. Annað sem er afar mikilvægt þegar kemur að fæðingarorlofi eru greiðslur fæðingarorlofssjóðs en tryggja verður að lágmarksgreiðslur sjóðsins verði ekki undir lágmarkslaunum. Á landsfundi VG helgina 17.-19.mars síðastliðinn var samþykkt sú ályktun að leggja áherslu á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Það þyrfti þó að tryggja áfram að fæðingarorlofið dreifðist jafnt á milli beggja foreldra til að það stuðli að kynjajafnrétti. Jafnframt var kveðið á um að stjórn hreyfingar VG sé falið að að halda málþing með áherslu á fæðingarorlofsmál. Við fögnum ályktun VG og vonumst til að farið verði í útfærslu á henni fljótt og vel, bæði hvað varðar lengingu fæðingarorlofs, þó við sjálfar viljum ganga lengra og stefna á tvöföldun núverandi orlofs, og eins hvað varðar fyrirhugað málþing þar sem áhugasöm, leikin og lærð, fjalla um og vinna að hugmyndum að útfærslu á fæðingarorlofsmálum. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á SuðurnesjumLinda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Fæðingarorlof Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefni ótal foreldra að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Svo þungt hvílir þetta á mörgum foreldrum að fæðingarorlofið verður gjarnan undirlagt áhyggjum af því hvað tekur við að því loknu. Dagforeldrar eru alls ekki alltaf í boði og þá tekur við púsluspil milli foreldra, ættingja og stundum vina með tilheyrandi skipulagi og jafnvel skutli. Sumir foreldrar hafa jafnvel neyðst til að dreifa orlofstöku yfir lengri tíma með tilheyrandi lækkun á greiðslum og skerðingu á ráðstöfunartekjum. Það er algjörlega óásættanlegt í íslensku nútímasamfélagi að of margir foreldrar þurfi að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til þess að geta komist aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausnin er að lengja fæðingarorlof enn frekar. Þó aðeins séu rúm tvö ár síðan fæðingarorlof var lengt úr níu mánuðum í 12 teljum við afar mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð og að fæðingarorlofið verði lengt í tvö ár í áföngum. Það er nefnilega næsta víst að sú aðgerð muni eyða út óvissuþættinum sem verður til við lok fæðingarorlofs og brúa bilið frá fæðingarorlofi yfir í leikskóla. Með því að tvöfalda tímabil núverandi laga yrði réttur barnafjölskyldna tryggður og foreldrar, fengið svigrúm til að haga orlofstöku eftir þörfum fjölskyldunnar. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar og mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem ráða ekki við að mæta þörfum fjölskyldna að fæðingarorlofi loknu eins og staðan er í dag. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sé að því að hlúa að starfsemi leikskóla fyrir tveggja til sex ára börn og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi þeirra og starfsfólks. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að allir foreldrar vilja ekki vera í svo löngu fæðingarorlofi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að hér er einungis verið að tala um rétt foreldra en ekki skyldu og kjósi einhverjir að fara í styttra orlof yrði það engin fyrirstaða. Annað sem er afar mikilvægt þegar kemur að fæðingarorlofi eru greiðslur fæðingarorlofssjóðs en tryggja verður að lágmarksgreiðslur sjóðsins verði ekki undir lágmarkslaunum. Á landsfundi VG helgina 17.-19.mars síðastliðinn var samþykkt sú ályktun að leggja áherslu á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Það þyrfti þó að tryggja áfram að fæðingarorlofið dreifðist jafnt á milli beggja foreldra til að það stuðli að kynjajafnrétti. Jafnframt var kveðið á um að stjórn hreyfingar VG sé falið að að halda málþing með áherslu á fæðingarorlofsmál. Við fögnum ályktun VG og vonumst til að farið verði í útfærslu á henni fljótt og vel, bæði hvað varðar lengingu fæðingarorlofs, þó við sjálfar viljum ganga lengra og stefna á tvöföldun núverandi orlofs, og eins hvað varðar fyrirhugað málþing þar sem áhugasöm, leikin og lærð, fjalla um og vinna að hugmyndum að útfærslu á fæðingarorlofsmálum. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á SuðurnesjumLinda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun