Lengra fæðingarorlof - allra hagur! Hólmfríður Árnadóttir og Linda Björk Pálmadóttir skrifa 31. mars 2023 13:30 Það er áhyggjuefni ótal foreldra að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Svo þungt hvílir þetta á mörgum foreldrum að fæðingarorlofið verður gjarnan undirlagt áhyggjum af því hvað tekur við að því loknu. Dagforeldrar eru alls ekki alltaf í boði og þá tekur við púsluspil milli foreldra, ættingja og stundum vina með tilheyrandi skipulagi og jafnvel skutli. Sumir foreldrar hafa jafnvel neyðst til að dreifa orlofstöku yfir lengri tíma með tilheyrandi lækkun á greiðslum og skerðingu á ráðstöfunartekjum. Það er algjörlega óásættanlegt í íslensku nútímasamfélagi að of margir foreldrar þurfi að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til þess að geta komist aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausnin er að lengja fæðingarorlof enn frekar. Þó aðeins séu rúm tvö ár síðan fæðingarorlof var lengt úr níu mánuðum í 12 teljum við afar mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð og að fæðingarorlofið verði lengt í tvö ár í áföngum. Það er nefnilega næsta víst að sú aðgerð muni eyða út óvissuþættinum sem verður til við lok fæðingarorlofs og brúa bilið frá fæðingarorlofi yfir í leikskóla. Með því að tvöfalda tímabil núverandi laga yrði réttur barnafjölskyldna tryggður og foreldrar, fengið svigrúm til að haga orlofstöku eftir þörfum fjölskyldunnar. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar og mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem ráða ekki við að mæta þörfum fjölskyldna að fæðingarorlofi loknu eins og staðan er í dag. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sé að því að hlúa að starfsemi leikskóla fyrir tveggja til sex ára börn og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi þeirra og starfsfólks. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að allir foreldrar vilja ekki vera í svo löngu fæðingarorlofi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að hér er einungis verið að tala um rétt foreldra en ekki skyldu og kjósi einhverjir að fara í styttra orlof yrði það engin fyrirstaða. Annað sem er afar mikilvægt þegar kemur að fæðingarorlofi eru greiðslur fæðingarorlofssjóðs en tryggja verður að lágmarksgreiðslur sjóðsins verði ekki undir lágmarkslaunum. Á landsfundi VG helgina 17.-19.mars síðastliðinn var samþykkt sú ályktun að leggja áherslu á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Það þyrfti þó að tryggja áfram að fæðingarorlofið dreifðist jafnt á milli beggja foreldra til að það stuðli að kynjajafnrétti. Jafnframt var kveðið á um að stjórn hreyfingar VG sé falið að að halda málþing með áherslu á fæðingarorlofsmál. Við fögnum ályktun VG og vonumst til að farið verði í útfærslu á henni fljótt og vel, bæði hvað varðar lengingu fæðingarorlofs, þó við sjálfar viljum ganga lengra og stefna á tvöföldun núverandi orlofs, og eins hvað varðar fyrirhugað málþing þar sem áhugasöm, leikin og lærð, fjalla um og vinna að hugmyndum að útfærslu á fæðingarorlofsmálum. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á SuðurnesjumLinda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Fæðingarorlof Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefni ótal foreldra að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Svo þungt hvílir þetta á mörgum foreldrum að fæðingarorlofið verður gjarnan undirlagt áhyggjum af því hvað tekur við að því loknu. Dagforeldrar eru alls ekki alltaf í boði og þá tekur við púsluspil milli foreldra, ættingja og stundum vina með tilheyrandi skipulagi og jafnvel skutli. Sumir foreldrar hafa jafnvel neyðst til að dreifa orlofstöku yfir lengri tíma með tilheyrandi lækkun á greiðslum og skerðingu á ráðstöfunartekjum. Það er algjörlega óásættanlegt í íslensku nútímasamfélagi að of margir foreldrar þurfi að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til þess að geta komist aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausnin er að lengja fæðingarorlof enn frekar. Þó aðeins séu rúm tvö ár síðan fæðingarorlof var lengt úr níu mánuðum í 12 teljum við afar mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð og að fæðingarorlofið verði lengt í tvö ár í áföngum. Það er nefnilega næsta víst að sú aðgerð muni eyða út óvissuþættinum sem verður til við lok fæðingarorlofs og brúa bilið frá fæðingarorlofi yfir í leikskóla. Með því að tvöfalda tímabil núverandi laga yrði réttur barnafjölskyldna tryggður og foreldrar, fengið svigrúm til að haga orlofstöku eftir þörfum fjölskyldunnar. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar og mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem ráða ekki við að mæta þörfum fjölskyldna að fæðingarorlofi loknu eins og staðan er í dag. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sé að því að hlúa að starfsemi leikskóla fyrir tveggja til sex ára börn og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi þeirra og starfsfólks. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að allir foreldrar vilja ekki vera í svo löngu fæðingarorlofi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að hér er einungis verið að tala um rétt foreldra en ekki skyldu og kjósi einhverjir að fara í styttra orlof yrði það engin fyrirstaða. Annað sem er afar mikilvægt þegar kemur að fæðingarorlofi eru greiðslur fæðingarorlofssjóðs en tryggja verður að lágmarksgreiðslur sjóðsins verði ekki undir lágmarkslaunum. Á landsfundi VG helgina 17.-19.mars síðastliðinn var samþykkt sú ályktun að leggja áherslu á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Það þyrfti þó að tryggja áfram að fæðingarorlofið dreifðist jafnt á milli beggja foreldra til að það stuðli að kynjajafnrétti. Jafnframt var kveðið á um að stjórn hreyfingar VG sé falið að að halda málþing með áherslu á fæðingarorlofsmál. Við fögnum ályktun VG og vonumst til að farið verði í útfærslu á henni fljótt og vel, bæði hvað varðar lengingu fæðingarorlofs, þó við sjálfar viljum ganga lengra og stefna á tvöföldun núverandi orlofs, og eins hvað varðar fyrirhugað málþing þar sem áhugasöm, leikin og lærð, fjalla um og vinna að hugmyndum að útfærslu á fæðingarorlofsmálum. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á SuðurnesjumLinda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun