Hvað með umsækjendur, Bjarni Ben? Derek T. Allen skrifar 31. mars 2023 09:30 Í gær á Alþingi Íslendinga var vantrauststillögu á dómsmálaráðherra hafnað af meirihluta Alþingis. Umræðan um vinnubrögð ráðherrans hefur verið sérlega hituð undanfarið og að miklu leyti hefur gleymst að hafa í huga hagsmuni umsækjanda um ríkisborgararétt til Alþingis. Þetta er það eina sem ég get sammælst fjármálaráðherra Bjarna Benediktssyni um. Úr ræðustól gaf hann til kynna að flestir umsækjendur mættu bíða eftir niðurstöðu vegna þess að þau væru komin með atvinnuleyfi eða annars konar dvalarleyfi á milli handa. Þetta er útúrsnúningur og sem einn af þeim 136 sem sótti um (og hlaut) ríkisborgararétt í þeirri umferð þykir mér það afar mikilvægt að koma nokkrum hlutum á hreint. Eins og nokkrir ítrekuðu upp í pontu bendi ég einnig á það að um lögbrot er að ræða. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvernig aðstæður hvers umsækjanda voru á þeim tíma sem sótt var um. Dómsmálaráðherra kom í veg fyrir afhendingu gagna frá Útlendingastofnun til Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins og hindraði þingið í að sinna hlutverki sínu. Hæstvirtur ráðherra braut gegn 51. gr. þingskaparlaga og hindraði þannig störf þingsins. Ef honum líkar ekki tiltekin ákvæði laganna er það gott og gilt, en það kallar á lagabreytingu frekar en að fara eftir eigin túlkun sem stenst enga skoðun. Einnig vil ég varpa ljósi á hversu mikið liggur á lausu lofti á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Allt veltur á þessari ákvörðun. Atvinnumöguleikar, fjölskyldulífið, og framtíðin öll ráðast af því hvort þingið telji þig verðskulda ríkisborgararétt. Þó að einstaklingur sé kominn með dvalarleyfi af einhverju tagi er það ekki þessi gullni miði sem fjármálaráðherra virðist halda að það sé, enda geta forsendur dvalar á landinu breyst skyldi maður útskrifast úr námi, slíta hjúskap, missa vinnuna, o.s.frv. Ég var sjálfur á leiðinni út úr minni vinnu og fékk loksins ríkisborgararétt í hendur u.þ.b. þremur vikum áður en ég hefði átt að sækja um nýtt dvalarleyfi (og vonandi fá það veitt) eða yfirgefa landið. Ekki var hægt að bíða í mínu tilviki og ég get auðveldlega ímyndað mér að önnur voru í miklu verri stöðu, þar sem ég nýt þeirra forréttinda að koma frá lýðræðislegu landi. (Dómsmálaráðuneytið veit þetta nú þegar þar sem upplýsingar um mig og aðra umsækjendur láku til þeirra frá Útlendingastofnun). Vissulega voru sumir umsækjendur afslappaðir, en það að maður dvelji ekki ólöglega í landinu þýðir ekki að lífið sé bara hress ekkert stress. Þessi fullyrðing sýnir hversu fáfróður meirihluti okkar þings er um raunveruleika þessara umsækjanda. Það að fjármálaráðherra skuli þykjast láta sig innflytjendur varða með þessum hætti er næstum eins skammarlegt og framkoma dómsmálaráðherra í þessu máli. „Hvað með umsækjendur?“ spyr hann vitandi að honum var sama um okkur þangað til það hentaði honum. Okkar þingfulltrúar hafa tekið skýra afstöðu, þess vegna skal ég líka. Sem umsækjandi harma þessa taktík fjármálaráðherra og fordæmi þau skilaboð sem þingið hefur sent til mín og allra annarra umsækjanda að boðlegt sé að brjóta á okkur. Höfundur er bara einhver útlendingur sem veit ekkert hvað hann er að tala um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Derek T. Allen Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í gær á Alþingi Íslendinga var vantrauststillögu á dómsmálaráðherra hafnað af meirihluta Alþingis. Umræðan um vinnubrögð ráðherrans hefur verið sérlega hituð undanfarið og að miklu leyti hefur gleymst að hafa í huga hagsmuni umsækjanda um ríkisborgararétt til Alþingis. Þetta er það eina sem ég get sammælst fjármálaráðherra Bjarna Benediktssyni um. Úr ræðustól gaf hann til kynna að flestir umsækjendur mættu bíða eftir niðurstöðu vegna þess að þau væru komin með atvinnuleyfi eða annars konar dvalarleyfi á milli handa. Þetta er útúrsnúningur og sem einn af þeim 136 sem sótti um (og hlaut) ríkisborgararétt í þeirri umferð þykir mér það afar mikilvægt að koma nokkrum hlutum á hreint. Eins og nokkrir ítrekuðu upp í pontu bendi ég einnig á það að um lögbrot er að ræða. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvernig aðstæður hvers umsækjanda voru á þeim tíma sem sótt var um. Dómsmálaráðherra kom í veg fyrir afhendingu gagna frá Útlendingastofnun til Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins og hindraði þingið í að sinna hlutverki sínu. Hæstvirtur ráðherra braut gegn 51. gr. þingskaparlaga og hindraði þannig störf þingsins. Ef honum líkar ekki tiltekin ákvæði laganna er það gott og gilt, en það kallar á lagabreytingu frekar en að fara eftir eigin túlkun sem stenst enga skoðun. Einnig vil ég varpa ljósi á hversu mikið liggur á lausu lofti á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Allt veltur á þessari ákvörðun. Atvinnumöguleikar, fjölskyldulífið, og framtíðin öll ráðast af því hvort þingið telji þig verðskulda ríkisborgararétt. Þó að einstaklingur sé kominn með dvalarleyfi af einhverju tagi er það ekki þessi gullni miði sem fjármálaráðherra virðist halda að það sé, enda geta forsendur dvalar á landinu breyst skyldi maður útskrifast úr námi, slíta hjúskap, missa vinnuna, o.s.frv. Ég var sjálfur á leiðinni út úr minni vinnu og fékk loksins ríkisborgararétt í hendur u.þ.b. þremur vikum áður en ég hefði átt að sækja um nýtt dvalarleyfi (og vonandi fá það veitt) eða yfirgefa landið. Ekki var hægt að bíða í mínu tilviki og ég get auðveldlega ímyndað mér að önnur voru í miklu verri stöðu, þar sem ég nýt þeirra forréttinda að koma frá lýðræðislegu landi. (Dómsmálaráðuneytið veit þetta nú þegar þar sem upplýsingar um mig og aðra umsækjendur láku til þeirra frá Útlendingastofnun). Vissulega voru sumir umsækjendur afslappaðir, en það að maður dvelji ekki ólöglega í landinu þýðir ekki að lífið sé bara hress ekkert stress. Þessi fullyrðing sýnir hversu fáfróður meirihluti okkar þings er um raunveruleika þessara umsækjanda. Það að fjármálaráðherra skuli þykjast láta sig innflytjendur varða með þessum hætti er næstum eins skammarlegt og framkoma dómsmálaráðherra í þessu máli. „Hvað með umsækjendur?“ spyr hann vitandi að honum var sama um okkur þangað til það hentaði honum. Okkar þingfulltrúar hafa tekið skýra afstöðu, þess vegna skal ég líka. Sem umsækjandi harma þessa taktík fjármálaráðherra og fordæmi þau skilaboð sem þingið hefur sent til mín og allra annarra umsækjanda að boðlegt sé að brjóta á okkur. Höfundur er bara einhver útlendingur sem veit ekkert hvað hann er að tala um.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun