Tökum gagnadrifnar ákvarðanir þegar kemur að fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og stofnunum Eva Karen Þórðardóttir skrifar 31. mars 2023 07:31 Því ber ætíð að fagna þegar fyrirtæki og stofnanir leggja aukna áherslu á fræðslumál starfsmanna. Síðustu ár hafa fræðslumál fengið meira vægi og hafa mun fleiri fyrirtæki og stofnanir séð hversu mikilvægt er að starfsfólk fái reglubundna fræðslu og þjálfun. Hvort sem það er til að bæta starfstengda hæfniþætti, persónulega hæfniþættir eða, eins og mikið er lagt áherslu á núna, stafræna hæfniþætti. Oft er hafist handa með þvi að festa kaup á fræðslukerfi og fræðslupakka sem eru stútfullir af frábæru fræðsluefni og einnig er farið í að skoða hvaða fræðsla og þjálfun þarf að vera skylda fyrir starfsfólk og hvaða fræðsla er meira nice to have. En margir hverjir reka sig á það eftir að allt er loksins komið í gang að starfsfólk er ekki að nýta sér fræðsluna að því marki sem óskað er eftir og þegar enn lengra en liðið eru jafnvel ekki til svör við því hvort þessi fjárfesting sé í raun að skila fyrirtækinu eða stofnuninni aukinni hæfni starfsfólks eða hvort einhver lærdómur hafi í raun átt sér stað. Ef fyrirtæki og stofnanir geta verið með frábært efni og flott kennslukerfi, en of mörg fyrirtæki standa frammi fyrir þvi að starfsfólk er ekki að nýta sér þá fræðslu sem boðið er upp á, spyr maður sig, af hverju er starfsfólkið ekki að nýta sér þessa fræðslu og þjálfun? Margt getur spilað þar inn í, t.d. tímaskortur, er fræðsluefnið viðeigandi, er fræðsluefnið aðgengilegt, er búið að gera ráð fyrir tíma innan fyrirtækis eða stofnanna til að stunda fræðslu og þjálfun svo að starfsfólki finnist það ekki vera að stelast á vinnutíma, eins og ég hef gjarnan heyrt. Samkvæmt skýrslu sem var kynnt fyrir mér á ráðstefnu í Noregi síðasta haust frá World Economic Forum hefur verið gerð úttekt á hvað er helst að standa í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og var niðurstaðan ekki þessir þættir sem taldir eru hér að framan heldur er það sem stendur mest í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum, áhugi og virkni í því að sækja sér fræðslu og þjálfun. Að setja mikilvægi fræðslu og þjálfunar framar í röðina í daglegu amstri. Þá spyr ég mig, á hverju erum við að klikka ? Gæti einn möguleikin verið að við erum að gleyma að við erum jafn ólík og við erum mörg og að við þurfum mismunandi áherslur í fræðslu og við lærum á mismunandi hátt? Getur verið að við erum að leggja sama efnið fyrir alla og jafnvel skylda fólk í að fara úr sinni vinnu og fara á námskeið hvort sem það vill eða þarf að eigin mati? Ég hef lært það í gegnum mitt fræðslugreiningarstarf síðustu árin að við þurfum að gæta okkar að byrja á réttum enda, GREINUM, skoðum og áætlum hvað við viljum fá út úr fræðslunni. Mælum og tökum gagnadrifnar ákvarðanir varðandi fræðslu. Skoðum hvað við viljum og þurfum að fá út úr fræðslunni fyrir okkar fólk. Tökum mælingar á því hvernig stendur okkar fólk í dag áður en lagt er af stað og tökum ákvarðanir strax í byrjun hvernig ætlum við að mæla árangur og hvernig ætlum við að skapa rými fyrir fólkið okkar að taka þá fræðslu og þjálfun sem það þarf. Við þurfum að hætta að hugsa fræðslu sem one size fits all og horfa til einstaklingsmiðaðrar fræðslu og þjálfunar ef við ætlum að ná árangri og ef við ætlum að ná að virkja fólkið okkar til að stunda markvissa þjálfun og fræðslu. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Því ber ætíð að fagna þegar fyrirtæki og stofnanir leggja aukna áherslu á fræðslumál starfsmanna. Síðustu ár hafa fræðslumál fengið meira vægi og hafa mun fleiri fyrirtæki og stofnanir séð hversu mikilvægt er að starfsfólk fái reglubundna fræðslu og þjálfun. Hvort sem það er til að bæta starfstengda hæfniþætti, persónulega hæfniþættir eða, eins og mikið er lagt áherslu á núna, stafræna hæfniþætti. Oft er hafist handa með þvi að festa kaup á fræðslukerfi og fræðslupakka sem eru stútfullir af frábæru fræðsluefni og einnig er farið í að skoða hvaða fræðsla og þjálfun þarf að vera skylda fyrir starfsfólk og hvaða fræðsla er meira nice to have. En margir hverjir reka sig á það eftir að allt er loksins komið í gang að starfsfólk er ekki að nýta sér fræðsluna að því marki sem óskað er eftir og þegar enn lengra en liðið eru jafnvel ekki til svör við því hvort þessi fjárfesting sé í raun að skila fyrirtækinu eða stofnuninni aukinni hæfni starfsfólks eða hvort einhver lærdómur hafi í raun átt sér stað. Ef fyrirtæki og stofnanir geta verið með frábært efni og flott kennslukerfi, en of mörg fyrirtæki standa frammi fyrir þvi að starfsfólk er ekki að nýta sér þá fræðslu sem boðið er upp á, spyr maður sig, af hverju er starfsfólkið ekki að nýta sér þessa fræðslu og þjálfun? Margt getur spilað þar inn í, t.d. tímaskortur, er fræðsluefnið viðeigandi, er fræðsluefnið aðgengilegt, er búið að gera ráð fyrir tíma innan fyrirtækis eða stofnanna til að stunda fræðslu og þjálfun svo að starfsfólki finnist það ekki vera að stelast á vinnutíma, eins og ég hef gjarnan heyrt. Samkvæmt skýrslu sem var kynnt fyrir mér á ráðstefnu í Noregi síðasta haust frá World Economic Forum hefur verið gerð úttekt á hvað er helst að standa í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og var niðurstaðan ekki þessir þættir sem taldir eru hér að framan heldur er það sem stendur mest í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum, áhugi og virkni í því að sækja sér fræðslu og þjálfun. Að setja mikilvægi fræðslu og þjálfunar framar í röðina í daglegu amstri. Þá spyr ég mig, á hverju erum við að klikka ? Gæti einn möguleikin verið að við erum að gleyma að við erum jafn ólík og við erum mörg og að við þurfum mismunandi áherslur í fræðslu og við lærum á mismunandi hátt? Getur verið að við erum að leggja sama efnið fyrir alla og jafnvel skylda fólk í að fara úr sinni vinnu og fara á námskeið hvort sem það vill eða þarf að eigin mati? Ég hef lært það í gegnum mitt fræðslugreiningarstarf síðustu árin að við þurfum að gæta okkar að byrja á réttum enda, GREINUM, skoðum og áætlum hvað við viljum fá út úr fræðslunni. Mælum og tökum gagnadrifnar ákvarðanir varðandi fræðslu. Skoðum hvað við viljum og þurfum að fá út úr fræðslunni fyrir okkar fólk. Tökum mælingar á því hvernig stendur okkar fólk í dag áður en lagt er af stað og tökum ákvarðanir strax í byrjun hvernig ætlum við að mæla árangur og hvernig ætlum við að skapa rými fyrir fólkið okkar að taka þá fræðslu og þjálfun sem það þarf. Við þurfum að hætta að hugsa fræðslu sem one size fits all og horfa til einstaklingsmiðaðrar fræðslu og þjálfunar ef við ætlum að ná árangri og ef við ætlum að ná að virkja fólkið okkar til að stunda markvissa þjálfun og fræðslu. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar