Opnar sig um skilnaðinn: „Hef alltaf haldið með honum og mun gera það að eilífu“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. mars 2023 12:15 Tom Brady and Gisele Bundchen sóttu um skilnað á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. Getty/Matt Winkelmeyer Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen opnar sig um skilnaðinn við NFL stjörnuna Tom Brady í nýju forsíðuviðtali tímaritsins Vanity Fair. Þar segir hún sögusagnir um að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að leggja ruðningsskóna ekki á hilluna, eins og hann hafði sagst ætla að gera, vera mikla einföldun. „Það sem hefur verið sagt er aðeins eitt púsl í risastóru púsluspili. Þetta er ekki svart eða hvítt,“ segir Bündchen í viðtalinu. Bündchen og Brady kynntust þegar hún var 26 ára og hann 29 ára. Þá dreymdi þau um að eignast fjölskyldu og verja lífinu saman. Þau eignuðust börnin Benjamin og Vivian, en Brady á soninn Jack úr fyrra sambandi. „Með tímanum áttuðum við okkur á því að við vildum í raun ólíka hluti og þá þurftum við að taka ákvörðun.“ View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Sögusagnirnar um ástæðu skilnaðarins mikil einföldun á flóknu máli Það gekk ýmislegt á hjá parinu á síðasta ári. Í upphafi árs tilkynnti Brady að hann væri hættur í ruðning. Í mars tilkynnti hann svo að hann væri hættur við að hætta. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir þess efnis að mikið ósætti væri á milli Brady og Bündchen. Þau hefðu verið búin að taka ákvörðun um að hann skyldi leggja skóna á hilluna og einbeita sér að fjölskyldunni. Það hafi því ekki fallið vel í kramið þegar hann skipti skyndilega um skoðun. Hjónin sóttu um skilnað í október á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. „Stundum þroskast maður saman og stundum þroskast maður í sundur.“ „Það þýðir samt ekki að maður elski ekki manneskjuna. Það þýðir bara að til þess að þú getir lifað þínu besta lífi þarftu að vera með manneskju sem er tilbúin að hitta þig á miðri leið. Þetta er dans og þetta snýst um jafnvægi,“ segir Bündchen. Hún segir það þó mikla einföldun að halda því fram að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að hætta við að hætta. Það sé eitt það „brenglaðasta sem hún hefur nokkurn tímann heyrt“. View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Mun halda með honum að eilífu „Ég vil að hann nái árangri og ég vil að allir draumar hans rætist. Það er það sem ég virkilega vil, frá mínum dýpstu hjartarótum,“ segir hún. Bündchen segist hafa trúað á ævintýri alveg frá því að hún var lítil stúlka. Hún hafði séð lífið fyrir sér á ákveðinn hátt og því hafi það verið ákveðin sorg að horfa á eftir þeim draumum sem hún átti um líf þeirra saman. Líkir hún þeirri lífsreynslu að fara í gegnum skilnað við það að deyja og endurfæðast. „Ég hef alltaf haldið með honum og ég mun gera það að eilífu. Ef það er ein manneskja sem ég óska allrar hamingju í heiminum, þá er það hann, trúið mér.“ Ástin og lífið Hollywood NFL Tengdar fréttir Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33 Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00 „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Það sem hefur verið sagt er aðeins eitt púsl í risastóru púsluspili. Þetta er ekki svart eða hvítt,“ segir Bündchen í viðtalinu. Bündchen og Brady kynntust þegar hún var 26 ára og hann 29 ára. Þá dreymdi þau um að eignast fjölskyldu og verja lífinu saman. Þau eignuðust börnin Benjamin og Vivian, en Brady á soninn Jack úr fyrra sambandi. „Með tímanum áttuðum við okkur á því að við vildum í raun ólíka hluti og þá þurftum við að taka ákvörðun.“ View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Sögusagnirnar um ástæðu skilnaðarins mikil einföldun á flóknu máli Það gekk ýmislegt á hjá parinu á síðasta ári. Í upphafi árs tilkynnti Brady að hann væri hættur í ruðning. Í mars tilkynnti hann svo að hann væri hættur við að hætta. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir þess efnis að mikið ósætti væri á milli Brady og Bündchen. Þau hefðu verið búin að taka ákvörðun um að hann skyldi leggja skóna á hilluna og einbeita sér að fjölskyldunni. Það hafi því ekki fallið vel í kramið þegar hann skipti skyndilega um skoðun. Hjónin sóttu um skilnað í október á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. „Stundum þroskast maður saman og stundum þroskast maður í sundur.“ „Það þýðir samt ekki að maður elski ekki manneskjuna. Það þýðir bara að til þess að þú getir lifað þínu besta lífi þarftu að vera með manneskju sem er tilbúin að hitta þig á miðri leið. Þetta er dans og þetta snýst um jafnvægi,“ segir Bündchen. Hún segir það þó mikla einföldun að halda því fram að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að hætta við að hætta. Það sé eitt það „brenglaðasta sem hún hefur nokkurn tímann heyrt“. View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Mun halda með honum að eilífu „Ég vil að hann nái árangri og ég vil að allir draumar hans rætist. Það er það sem ég virkilega vil, frá mínum dýpstu hjartarótum,“ segir hún. Bündchen segist hafa trúað á ævintýri alveg frá því að hún var lítil stúlka. Hún hafði séð lífið fyrir sér á ákveðinn hátt og því hafi það verið ákveðin sorg að horfa á eftir þeim draumum sem hún átti um líf þeirra saman. Líkir hún þeirri lífsreynslu að fara í gegnum skilnað við það að deyja og endurfæðast. „Ég hef alltaf haldið með honum og ég mun gera það að eilífu. Ef það er ein manneskja sem ég óska allrar hamingju í heiminum, þá er það hann, trúið mér.“
Ástin og lífið Hollywood NFL Tengdar fréttir Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33 Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00 „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33
Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00
„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“