Forgangsröðum í þágu menntunar Hólmfríður Árnadóttir og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifa 23. mars 2023 09:31 Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar. Þar er tekið undir ályktun frá ársþingi Kennararsamband Íslands sem segir of fáa kennara útskrifast á ári hverju og mikið álag sé vegna þessa og einnig takmarkað aðgengi að sérfræðiþjónustu. Erfiðar starfsaðstæður valda langtímaveikindum kennara og annars starfsfólks, þá sé starfsmannavelta ör og þróun í kennsluháttum verður vegna þessa hægari en ella. Þessir þættir hafa jafnframt neikvæð áhrif á vellíðan og gæði námsumhverfis barna. Það er óforsvaranlegt að nemendur, kennarar og annað starfsfólk sitji uppi með svarta pétur þegar kemur að viðhaldi, nýbyggingum, þróun starfsumhverfis og starfsemi skóla, sérstaklega þegar meiri hluti hennar er skyldunám. Innan íslenska skólakerfisins eru fjölmargir eldhugar sem hafa leitt framþróun í skólastarfi en því miður eru of mörg sem heltast úr lestinni og fjöldinn allur af kennaramenntuðum einstaklingum starfa ekki við kennslu. Ríki og sveitarfélög verða að beita sér fyrir því að jafna aðstöðumun og gera starfsaðstæður betri með því að hlúa enn frekar að fjölbreyttum fagstéttum skólanna, bæði með auknum stuðningi við kennaranám og fjármagni til reksturs og framkvæmda. Grunn- og leikskólar eru á forræði sveitarfélaganna en lagarammi þeirra er settur af ríki. Geta sveitarfélaganna til að mæta þeim kröfum sem bæði ríki og samfélagið setur er því æði misjöfn og börn víða um land sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að aðgengi að sérfræðiþjónustu eða aðstöðu innan skólanna. Jöfnunarsjóður er mikilvægt tæki til jöfnunar og þess að tryggja jafnræði barna um allt land og skapa þeim námsumhverfi við hæfi en hann er ekki nóg. Þörf er á að endurskoða úthlutanir Jöfnunarsjóðs svo hann uppfylli hlutverk sitt betur að þessu leyti en um leið veita auka fjármagni til framkvæmda og flýta fyrir því að þær eigi sér stað. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, verða að leita leiða til að jafna þennan aðstöðumun því þrátt fyrir öflugt starfsfólk skólanna mun núverandi ástand ekki ganga til lengdar. Þá telur landsfundur fjárhagsstöðu háskólanna á Íslandi vera mikið áhyggjuefni. Háskólar á Íslandi njóta mun minni fjárveitinga á hvern nemanda en háskólar á Norðurlöndum þrátt fyrir að lengi hafi það verið yfirlýst stefna stjórnvalda að efla rekstur þeirra. Eins og staðan er nú eru fjárveitingar ónógar, hvort sem er til rannsókna eða kennslu. Um leið og við fögnum stórauknum stuðningi á síðustu árum við opinbera rannsókna- og nýsköpunarsjóði þá má ekki gleyma að háskólarnir eru undirstaða þekkingarsamfélagsins sem við lifum í. Rekstrarhluta háskólanna verður að tryggja og hann verður ekki leystur með auknum álögum á nemendur. Við tökum því undir áhyggjur stúdenta og háskólanna allra og ítrekum mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi óháð búsetu, efnahag og öðrum þáttum þegar kemur að námi fyrir öll. Við hyllum skólana okkar á tyllidögum, og stærum okkur af því að vera menntaþjóð. Það er því ekki boðlegt að setja skólamál ítrekað aftast í röðina, bæði í þjóðfélagsumræðu og þegar kemur að fjármagni. Við hvetjum því stjórnvöld til að hlusta á viðvaranir og áhyggjur Kennarasambands Íslands, háskólanna og stúdenta og forgangsraða fjármagni í þágu menntunar og fólksins í landinu. Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kennari og félagi í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar. Þar er tekið undir ályktun frá ársþingi Kennararsamband Íslands sem segir of fáa kennara útskrifast á ári hverju og mikið álag sé vegna þessa og einnig takmarkað aðgengi að sérfræðiþjónustu. Erfiðar starfsaðstæður valda langtímaveikindum kennara og annars starfsfólks, þá sé starfsmannavelta ör og þróun í kennsluháttum verður vegna þessa hægari en ella. Þessir þættir hafa jafnframt neikvæð áhrif á vellíðan og gæði námsumhverfis barna. Það er óforsvaranlegt að nemendur, kennarar og annað starfsfólk sitji uppi með svarta pétur þegar kemur að viðhaldi, nýbyggingum, þróun starfsumhverfis og starfsemi skóla, sérstaklega þegar meiri hluti hennar er skyldunám. Innan íslenska skólakerfisins eru fjölmargir eldhugar sem hafa leitt framþróun í skólastarfi en því miður eru of mörg sem heltast úr lestinni og fjöldinn allur af kennaramenntuðum einstaklingum starfa ekki við kennslu. Ríki og sveitarfélög verða að beita sér fyrir því að jafna aðstöðumun og gera starfsaðstæður betri með því að hlúa enn frekar að fjölbreyttum fagstéttum skólanna, bæði með auknum stuðningi við kennaranám og fjármagni til reksturs og framkvæmda. Grunn- og leikskólar eru á forræði sveitarfélaganna en lagarammi þeirra er settur af ríki. Geta sveitarfélaganna til að mæta þeim kröfum sem bæði ríki og samfélagið setur er því æði misjöfn og börn víða um land sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að aðgengi að sérfræðiþjónustu eða aðstöðu innan skólanna. Jöfnunarsjóður er mikilvægt tæki til jöfnunar og þess að tryggja jafnræði barna um allt land og skapa þeim námsumhverfi við hæfi en hann er ekki nóg. Þörf er á að endurskoða úthlutanir Jöfnunarsjóðs svo hann uppfylli hlutverk sitt betur að þessu leyti en um leið veita auka fjármagni til framkvæmda og flýta fyrir því að þær eigi sér stað. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, verða að leita leiða til að jafna þennan aðstöðumun því þrátt fyrir öflugt starfsfólk skólanna mun núverandi ástand ekki ganga til lengdar. Þá telur landsfundur fjárhagsstöðu háskólanna á Íslandi vera mikið áhyggjuefni. Háskólar á Íslandi njóta mun minni fjárveitinga á hvern nemanda en háskólar á Norðurlöndum þrátt fyrir að lengi hafi það verið yfirlýst stefna stjórnvalda að efla rekstur þeirra. Eins og staðan er nú eru fjárveitingar ónógar, hvort sem er til rannsókna eða kennslu. Um leið og við fögnum stórauknum stuðningi á síðustu árum við opinbera rannsókna- og nýsköpunarsjóði þá má ekki gleyma að háskólarnir eru undirstaða þekkingarsamfélagsins sem við lifum í. Rekstrarhluta háskólanna verður að tryggja og hann verður ekki leystur með auknum álögum á nemendur. Við tökum því undir áhyggjur stúdenta og háskólanna allra og ítrekum mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi óháð búsetu, efnahag og öðrum þáttum þegar kemur að námi fyrir öll. Við hyllum skólana okkar á tyllidögum, og stærum okkur af því að vera menntaþjóð. Það er því ekki boðlegt að setja skólamál ítrekað aftast í röðina, bæði í þjóðfélagsumræðu og þegar kemur að fjármagni. Við hvetjum því stjórnvöld til að hlusta á viðvaranir og áhyggjur Kennarasambands Íslands, háskólanna og stúdenta og forgangsraða fjármagni í þágu menntunar og fólksins í landinu. Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kennari og félagi í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun