Reddick fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum í morgun. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu en dægurmiðillinn TMZ hefur eftir heimildarmönnum sínum innan lögreglunnar á svæðinu að fyrstu vísbendingar bendi til þess af leikarinn hafi látist af náttúrulegum orsökum.
Hann lék lögregluforingjann Cedric Daniels í öllum sextíu þáttum The Wire árunum 2002 til 2009. Þættirnir eru af mörgum taldir einir þeir bestu í sjónvarpssögunni.
Þá var hann einnig þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndaflokknum um hörkutólið John Wick. Þegar hann lést hafði hann verið á fullu við að kynna fjórðu kvikmyndina í flokknum, sem lendir í kvikmyndahúsum á næstunni.