Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2023 12:30 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, og Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans funduðu í Tókíó í morgun. AP/Kiyoshi Ota Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, og Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, hittust í morgun og er það í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna gera það í tólf ár. Í aðdraganda fundarins samþykktu ráðamenn í báðum ríkjum að taka skref til að binda enda á langvarandi deilur þeirra. Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Langdrægri eldflaug var til að mynda skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun og þá hafa japönsk og kínversk herskip mæst á umdeildu hafsvæði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Japanir og Suður-Kóreumenn hafa lengi eldað grátt silfur saman vegna hernámi Japana á Kóreuskaganum frá 1910 til 1945 og vegna ódæða japanskra hermanna þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ríkin hafa einnig deilt um eyjur sem bæði Japanir og Kóreumenn gera tilkall til. Hæstiréttur Suður-Kóreu komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að japönsk fyrirtæki ættu að greiða skaðabætur til Suður-Kóreu. Í kjölfarið beittu Japanir Suður-Kóreu viðskiptaþvingunum og hafa töluverðar deilur staðið yfir síðan þá. Nú virðist sem finna eigi lausnir á þessum deilum en er þeir hittust í morgun sagði Kishida að fundur hans og Yoon markaði nýtt tímabil reglulegra heimsókna milli ráðamanna ríkjanna. Þá sagði hann að þeir hefðu komist að samkomulagi um að hefja varnarsamstarf og koma á laggirnar viðræðum milli Japans og Kóreu annars vegar og Kína hins vegar. Í frétt AP segir að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi komið að því að leita lausna á deilum Japans og Suður-Kóreu og undirbúa fundinn í dag. Yonhap fréttaveitan, sem er starfrækt í Suður-Kóreu, segir að yfirvöld þar í landi hafi dregið til baka kvörtun þeirra til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna viðskiptaþvingana Japan, þar sem yfirvöld í Japan hafi heitið því að fella þvinganirnar, sem sneru meðal annars að hálfleiðurum og díóðum sem mikilvæg eru í framleiðslu skjáa, úr gildi. Yoon sagði á fundinum í morgun að Japan og Suður-Kórea deildu sömu lýðræðislegu gildum og að þrátt fyrir vandamál í sambandi ríkjanna væru Japanir og Suður-Kóreumenn félagar sem yrðu að vinna saman varðandi öryggi, efnahagsmál og annað. Hann sagði að kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu ógnuðu friði og stöðugleika í Asíu og í heiminum öllum. Japan og Suður-Kórea þyrftu að vinna náið saman gegn þeirri ógn. Yonhap segir Yoon og Kishida einnig hafa gert samkomulag um að deila leynilegum hernaðarupplýsingum milli ríkja en slíkt samkomulag var sett á ís fyrir nokkrum árum, vegna áðurnefndra deilna. Japanir stefna á töluverða hernaðaruppbyggingu og umfangsmikil vopnakaup á næstu árum. Í frétt Reuters kemur þó fram að yfirvöld þar hafi lent á ákveðnum tálmum sem snú að stærstu fyrirtækjum landsins. Forsvarsmenn þeirra eru ekki viljugir til að fjárfesta í hergagnaframleiðslu og á það við fyrirtæki eins og Toshiba, Mitsubishi og Daikkin Industries. Þessi fyrirtæki hafa lengi framleitt vopn fyrir herafla Japans en segja lítinn hagnað í því. Þess vegna er lítill vilji til að auka framleiðslu til muna og sérstaklega með tilliti til þess að eftir að uppbyggingunni lýkur gætu nýjar verksmiðjur staðið tómar um árabil. Þar að auki óttast forsvarsmenn fyrirtækjanna að aukin hergagnaframleiðsla myndi koma niður á ímynd þeirra. Ráðamenn í Evrópu eiga við svipaðan vanda að stríða. Japan Suður-Kórea Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Sjá meira
Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Langdrægri eldflaug var til að mynda skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun og þá hafa japönsk og kínversk herskip mæst á umdeildu hafsvæði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Japanir og Suður-Kóreumenn hafa lengi eldað grátt silfur saman vegna hernámi Japana á Kóreuskaganum frá 1910 til 1945 og vegna ódæða japanskra hermanna þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ríkin hafa einnig deilt um eyjur sem bæði Japanir og Kóreumenn gera tilkall til. Hæstiréttur Suður-Kóreu komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að japönsk fyrirtæki ættu að greiða skaðabætur til Suður-Kóreu. Í kjölfarið beittu Japanir Suður-Kóreu viðskiptaþvingunum og hafa töluverðar deilur staðið yfir síðan þá. Nú virðist sem finna eigi lausnir á þessum deilum en er þeir hittust í morgun sagði Kishida að fundur hans og Yoon markaði nýtt tímabil reglulegra heimsókna milli ráðamanna ríkjanna. Þá sagði hann að þeir hefðu komist að samkomulagi um að hefja varnarsamstarf og koma á laggirnar viðræðum milli Japans og Kóreu annars vegar og Kína hins vegar. Í frétt AP segir að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi komið að því að leita lausna á deilum Japans og Suður-Kóreu og undirbúa fundinn í dag. Yonhap fréttaveitan, sem er starfrækt í Suður-Kóreu, segir að yfirvöld þar í landi hafi dregið til baka kvörtun þeirra til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna viðskiptaþvingana Japan, þar sem yfirvöld í Japan hafi heitið því að fella þvinganirnar, sem sneru meðal annars að hálfleiðurum og díóðum sem mikilvæg eru í framleiðslu skjáa, úr gildi. Yoon sagði á fundinum í morgun að Japan og Suður-Kórea deildu sömu lýðræðislegu gildum og að þrátt fyrir vandamál í sambandi ríkjanna væru Japanir og Suður-Kóreumenn félagar sem yrðu að vinna saman varðandi öryggi, efnahagsmál og annað. Hann sagði að kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu ógnuðu friði og stöðugleika í Asíu og í heiminum öllum. Japan og Suður-Kórea þyrftu að vinna náið saman gegn þeirri ógn. Yonhap segir Yoon og Kishida einnig hafa gert samkomulag um að deila leynilegum hernaðarupplýsingum milli ríkja en slíkt samkomulag var sett á ís fyrir nokkrum árum, vegna áðurnefndra deilna. Japanir stefna á töluverða hernaðaruppbyggingu og umfangsmikil vopnakaup á næstu árum. Í frétt Reuters kemur þó fram að yfirvöld þar hafi lent á ákveðnum tálmum sem snú að stærstu fyrirtækjum landsins. Forsvarsmenn þeirra eru ekki viljugir til að fjárfesta í hergagnaframleiðslu og á það við fyrirtæki eins og Toshiba, Mitsubishi og Daikkin Industries. Þessi fyrirtæki hafa lengi framleitt vopn fyrir herafla Japans en segja lítinn hagnað í því. Þess vegna er lítill vilji til að auka framleiðslu til muna og sérstaklega með tilliti til þess að eftir að uppbyggingunni lýkur gætu nýjar verksmiðjur staðið tómar um árabil. Þar að auki óttast forsvarsmenn fyrirtækjanna að aukin hergagnaframleiðsla myndi koma niður á ímynd þeirra. Ráðamenn í Evrópu eiga við svipaðan vanda að stríða.
Japan Suður-Kórea Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Sjá meira