„Veigar Áki steig heldur betur upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 18:31 Veigar Áki [til vinstri] átti góðan leik gegn Keflavík. Vísir/Vilhelm Farið var yfir stöðu KR-liðsins í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Staða liðsins er vægast sagt svört og fallið blasið við. Samt sem áður náði liðið í sigur gegn Keflavík og átti Veigar Áki Hlynsson sinn þátt í því. KR vann lífsnauðsynlegan sigur á Keflavík í 18. umferð Subway-deildar karla. KR þarf hins vegar kraftaverk ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni. Ásamt því að þurfa vinna Stjörnuna, Tindastól, Njarðvík og ÍR þá þarf KR að treysta á að Stjarnan tapi þeim fjórum leikjum sem það á eftir. „Það er mikilvægt að hafa góðan heimakjarna þegar svona er undir og Veigar Áki steig heldur betur upp í fjarveru Þorvalds Orra Árnasonar,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi að þessu sinni, og beindi orðum sínum til KR-ingsins Matthías Orra Sigurðarson. „Alveg magnaður, búinn að vera mjög góður í síðustu 3-4 leikjum eða í raun síðan eftir áramót þannig séð, eins og það hafi losnað aðeins um hann. Virðist líða betur inn á vellinum, áræðnari á körfuna, virðist hafa meiri trú á sjálfum sér, búinn að skjóta boltanum vel og ekki tapa honum mikið heldur. Búinn að laga þessa tvo galla sem maður hefur nefnt áður. Er búinn að vera algjörlega magnaður og KR-ingar geta verið mjög ánægðir með hans frammistöðu síðustu leiki.“ „Frábær varnarlega. Í þessum leik sá maður að Eric Ayala fannst óþægilegt að vera með boltann í höndunm þegar Veigar Áki var að dekka hann,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hreyfanlegur á löppunum, góðan líkamlegan styrk – sérstaklega í efri líkamanum og góðar hendur líka. Kemst vel inn í sendingarlínur og ætti virkilega flottan dag,“ skaut Hörður inn í. Tölfræði Veigars Áka gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Hann velur sér skot rétt, eitthvað sem menn gætu tekið til fyrirmyndar. Þó að hann sé með furðulegt skot þá er það orðið skilvirkara en það var. Það er jákvætt líka, að hann sé að ná framförum þar,“ sagði Sævar áður en Matthías Orri átti síðasta orðið. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Veigar Áki steig heldur betur upp Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
KR vann lífsnauðsynlegan sigur á Keflavík í 18. umferð Subway-deildar karla. KR þarf hins vegar kraftaverk ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni. Ásamt því að þurfa vinna Stjörnuna, Tindastól, Njarðvík og ÍR þá þarf KR að treysta á að Stjarnan tapi þeim fjórum leikjum sem það á eftir. „Það er mikilvægt að hafa góðan heimakjarna þegar svona er undir og Veigar Áki steig heldur betur upp í fjarveru Þorvalds Orra Árnasonar,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi að þessu sinni, og beindi orðum sínum til KR-ingsins Matthías Orra Sigurðarson. „Alveg magnaður, búinn að vera mjög góður í síðustu 3-4 leikjum eða í raun síðan eftir áramót þannig séð, eins og það hafi losnað aðeins um hann. Virðist líða betur inn á vellinum, áræðnari á körfuna, virðist hafa meiri trú á sjálfum sér, búinn að skjóta boltanum vel og ekki tapa honum mikið heldur. Búinn að laga þessa tvo galla sem maður hefur nefnt áður. Er búinn að vera algjörlega magnaður og KR-ingar geta verið mjög ánægðir með hans frammistöðu síðustu leiki.“ „Frábær varnarlega. Í þessum leik sá maður að Eric Ayala fannst óþægilegt að vera með boltann í höndunm þegar Veigar Áki var að dekka hann,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hreyfanlegur á löppunum, góðan líkamlegan styrk – sérstaklega í efri líkamanum og góðar hendur líka. Kemst vel inn í sendingarlínur og ætti virkilega flottan dag,“ skaut Hörður inn í. Tölfræði Veigars Áka gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Hann velur sér skot rétt, eitthvað sem menn gætu tekið til fyrirmyndar. Þó að hann sé með furðulegt skot þá er það orðið skilvirkara en það var. Það er jákvætt líka, að hann sé að ná framförum þar,“ sagði Sævar áður en Matthías Orri átti síðasta orðið. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Veigar Áki steig heldur betur upp
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira