Sunna Karen og Viðar hafa verið saman í rúmlega tvö ár en þau kynntust við störf á vettvangi sem blaðamenn á Seyðisfirði í desember 2020.
Sunna Karen starfaði um árabil á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar með viðkomu hjá Fréttablaðinu hvar hún ritstýrði fréttavef miðilsins. Viðar spilaði um árabil knattspyrnu í efstu deild með Fram og fleiri félögum. Hann hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu með hléum en einnig sinnt störfum í auglýsingabransanum.
Um er að ræða fyrsta barn þeirra saman en Viðar á fyrir einn son.
Sunna Karen Sigurþórsdóttir hlaut blaðamannaverðlaun ársins í fyrra fyrir umfjöllun um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sunna Karen hóf umfjöllun um málið sem fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni og hefur fylgt því eftir í störfum sínum hjá RÚV.