Vildi vera fyrst til að birta myndir af syni sínum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. mars 2023 12:01 Rihanna ræðir opinskátt um móðurhlutverkið í nýjasta tímariti breska Vogue. Edward Berthelot/Getty Images Ofurstjarnan, tónlistarkonan og tískumógúllinn Rihanna prýðir forsíðu breska Vogue tímaritsins í mars mánuði ásamt fjölskyldu sinni. Í samtali við Vogue ræðir hún opinskátt um móðurhlutverkið og segir allt annað í lífinu ómerkilegt í samanburði við það. Allt annað líf Rihanna eignaðist sitt fyrsta barn með rapparanum A$AP Rocky í fyrra en þau eiga enn eftir að tilkynna nafn barnsins. Nú er hún aftur ólétt en hún afhjúpaði það bæði eftirminnilega og sögulega í hálfleiksatriði sínu á Ofurskálinni fyrir nokkrum vikum. Rihanna afhjúpaði stórglæsilega óléttubumbu á Ofurskálinni í febrúar.Focus on Sport/Getty Images „Þú manst ekki eftir lífinu fyrir fæðingu, þú í alvöru reynir að muna eftir því en tilfinningarnar, það sem þú þráir, hlutirnir sem þér finnst skemmtilegir, þú tengir ekki við það lengur. Þú leyfir þér ekki að fara þangað, því það skiptir ekki máli,“ segir Rihanna við Vogue. Hún segir fæðinguna hafa verið fallega þrátt fyrir að hún hafi á sama tíma verið erfið. Fyrstu dagarnir hafi verið klikkaðir og lítið hafi verið um svefn. View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) „Drullið ykkur í burtu“ Rihanna, A$AP og litli drengurinn þeirra fóru í myndatöku fyrir Vogue en á meðan henni stóð áttuðu þau sig á því að lausaljósmyndari (e. paparazzi) lá í leyni að taka myndir af barninu. „Við sem foreldrar eigum að fá að ákveða hvenær og hvernig við gerum það,“ segir Rihanna, sem hafði þá aldrei birt myndir af barninu sínu. „Gerið það sem þið viljið við mig en hann hefur ekkert að segja um þetta. Við höfðum náð að vernda hann hingað til og fólk hefur ekki leyfi til að birta eða selja myndir af barninu mínu. Drullið ykkur í burtu.“ View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) Hún segist strax hafa áttað sig á því að myndirnar myndu fljótt birtast og hún yrði að vera fyrri til. Því ákvað hún strax að senda nokkrar krúttlegar myndir á vingjarnlegan bloggara og gerði sér lítið fyrir og stofnaði TikTok síðu þar sem hún birti myndband af syni sínum. Ekki leið langur tími þar til myndbandið var komið með yfir 20 milljón áhorf. @rihanna hacked original sound - Rihanna Erfitt að toppa sig Aðdáendur Rihönnu hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist frá henni. Síðasta plata sem hún gaf út var platan Anti árið 2016 en hún sendi þó frá sér lagið Lift Me Up í október í fyrra í tengslum við kvikmyndina Black Panther: Wakanda Forever. Lagið er tilnefnt til Óskarsverðlauna í ár og segist Rihanna stöðugt vinna að tónlist þrátt fyrir að gefa hana ekki út. Hún segir plötuna Anti hafa verið hennar stórkostlegasta verk hingað til og því sé erfitt að toppa sig. „Ég set þessa pressu á sjálfa mig. Að ef efnið er ekki betra en það sem ég hef gert hingað til þá sé það ekki þess virði.“ Þó vilji hún breyta því hugarfari. „Það er ekki rétta leiðin til að hugsa um tónlist því tónlist er rými til sköpunar og þú getur skapað hvað sem er. Það þarf bara að vera eitthvað sem veitir vellíðan.“ A$AP Rocky og Rihanna eiga von á öðru barni.Getty/Victor Boyko Ný tónlist væntanleg Rihanna hefur því ákveðið að ögra fullkomnunaráráttunni og kýla meira á það. „Mig langar að gefa út plötu á þessu ári. Mig langar að hafa gaman og skapa tónlist og tónlistarmyndbönd.“ Þess ber að geta að blaðamaður Vogue tekur fram að þegar viðtalið átti sér stað hafi Rihanna ekki vitað að hún væri ólétt af öðru barni. Óþreyjufullir aðdáendur geta þó huggað sig við þá staðreynd að Rihanna stefnir sannarlega á að gefa út meiri tónlist á komandi tímum. Tónlist Tíska og hönnun Barnalán Menning Tengdar fréttir Rihanna frumsýnir loks soninn Stórsöngkonan Rihanna hefur birt myndband af syni hennar og rapparanum A$AP Rocky á samfélagsmiðlum. Þetta er í fyrsta sinn sem sonur þeirra, sem verður sjö mánaða gamall á morgun, birtist á samfélagsmiðlum 18. desember 2022 09:29 Rihanna fékk ekki greitt fyrir hálfleiksatriðið á Ofurskálinni Þrátt fyrir að stórbrotið hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni hafi verið það næstmest áhorfða frá upphafi, fékk Rihanna ekki krónu fyrir það, ekki frekar en flytjendur fyrri ára. 14. febrúar 2023 11:15 Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Rihanna og A$AP eiga von á öðru barni Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. 13. febrúar 2023 07:44 Fyrsta lagið frá Rihönnu í sex ár Fyrsta lag söngkonunnar Rihönnu síðan árið 2016 heiðrar leikarann Chadwick Boseman, sem lést árið 2020 úr ristilkrabbameini. Lagið ber heitið Lift Me Up og er það fyrsta sem hún gefur sjálf út í sex ár. 28. október 2022 14:01 Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. 25. september 2022 23:01 Drengur A$AP- og Rihönnuson kominn í heiminn Stórsöngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eignuðust son í síðustu viku. Um er að ræða fyrsta barn parsins, sem aðdáendur þeirra um víða veröld hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. 19. maí 2022 18:50 Rihanna birtir nýja óléttumynd á Instagram Tónlistarkonan og milljarðamæringurinn Rihanna deildi fallegri bumbumynd á Instagram í gær. Síðustu mánuði hefur verið hávær orðrómur um það að tónlistarkonan ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky en sá orðrómur var staðfestur nú í vikunni. 3. febrúar 2022 17:31 Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni Söngkonan og milljarðamæringurinn Rihanna á von á sínu fyrsta barni. Hún sýndi kúluna í fyrsta skipti um helgina í Harlem ásamt kærasta sínum A$AP Rocky. 31. janúar 2022 15:55 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Allt annað líf Rihanna eignaðist sitt fyrsta barn með rapparanum A$AP Rocky í fyrra en þau eiga enn eftir að tilkynna nafn barnsins. Nú er hún aftur ólétt en hún afhjúpaði það bæði eftirminnilega og sögulega í hálfleiksatriði sínu á Ofurskálinni fyrir nokkrum vikum. Rihanna afhjúpaði stórglæsilega óléttubumbu á Ofurskálinni í febrúar.Focus on Sport/Getty Images „Þú manst ekki eftir lífinu fyrir fæðingu, þú í alvöru reynir að muna eftir því en tilfinningarnar, það sem þú þráir, hlutirnir sem þér finnst skemmtilegir, þú tengir ekki við það lengur. Þú leyfir þér ekki að fara þangað, því það skiptir ekki máli,“ segir Rihanna við Vogue. Hún segir fæðinguna hafa verið fallega þrátt fyrir að hún hafi á sama tíma verið erfið. Fyrstu dagarnir hafi verið klikkaðir og lítið hafi verið um svefn. View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) „Drullið ykkur í burtu“ Rihanna, A$AP og litli drengurinn þeirra fóru í myndatöku fyrir Vogue en á meðan henni stóð áttuðu þau sig á því að lausaljósmyndari (e. paparazzi) lá í leyni að taka myndir af barninu. „Við sem foreldrar eigum að fá að ákveða hvenær og hvernig við gerum það,“ segir Rihanna, sem hafði þá aldrei birt myndir af barninu sínu. „Gerið það sem þið viljið við mig en hann hefur ekkert að segja um þetta. Við höfðum náð að vernda hann hingað til og fólk hefur ekki leyfi til að birta eða selja myndir af barninu mínu. Drullið ykkur í burtu.“ View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) Hún segist strax hafa áttað sig á því að myndirnar myndu fljótt birtast og hún yrði að vera fyrri til. Því ákvað hún strax að senda nokkrar krúttlegar myndir á vingjarnlegan bloggara og gerði sér lítið fyrir og stofnaði TikTok síðu þar sem hún birti myndband af syni sínum. Ekki leið langur tími þar til myndbandið var komið með yfir 20 milljón áhorf. @rihanna hacked original sound - Rihanna Erfitt að toppa sig Aðdáendur Rihönnu hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist frá henni. Síðasta plata sem hún gaf út var platan Anti árið 2016 en hún sendi þó frá sér lagið Lift Me Up í október í fyrra í tengslum við kvikmyndina Black Panther: Wakanda Forever. Lagið er tilnefnt til Óskarsverðlauna í ár og segist Rihanna stöðugt vinna að tónlist þrátt fyrir að gefa hana ekki út. Hún segir plötuna Anti hafa verið hennar stórkostlegasta verk hingað til og því sé erfitt að toppa sig. „Ég set þessa pressu á sjálfa mig. Að ef efnið er ekki betra en það sem ég hef gert hingað til þá sé það ekki þess virði.“ Þó vilji hún breyta því hugarfari. „Það er ekki rétta leiðin til að hugsa um tónlist því tónlist er rými til sköpunar og þú getur skapað hvað sem er. Það þarf bara að vera eitthvað sem veitir vellíðan.“ A$AP Rocky og Rihanna eiga von á öðru barni.Getty/Victor Boyko Ný tónlist væntanleg Rihanna hefur því ákveðið að ögra fullkomnunaráráttunni og kýla meira á það. „Mig langar að gefa út plötu á þessu ári. Mig langar að hafa gaman og skapa tónlist og tónlistarmyndbönd.“ Þess ber að geta að blaðamaður Vogue tekur fram að þegar viðtalið átti sér stað hafi Rihanna ekki vitað að hún væri ólétt af öðru barni. Óþreyjufullir aðdáendur geta þó huggað sig við þá staðreynd að Rihanna stefnir sannarlega á að gefa út meiri tónlist á komandi tímum.
Tónlist Tíska og hönnun Barnalán Menning Tengdar fréttir Rihanna frumsýnir loks soninn Stórsöngkonan Rihanna hefur birt myndband af syni hennar og rapparanum A$AP Rocky á samfélagsmiðlum. Þetta er í fyrsta sinn sem sonur þeirra, sem verður sjö mánaða gamall á morgun, birtist á samfélagsmiðlum 18. desember 2022 09:29 Rihanna fékk ekki greitt fyrir hálfleiksatriðið á Ofurskálinni Þrátt fyrir að stórbrotið hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni hafi verið það næstmest áhorfða frá upphafi, fékk Rihanna ekki krónu fyrir það, ekki frekar en flytjendur fyrri ára. 14. febrúar 2023 11:15 Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Rihanna og A$AP eiga von á öðru barni Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. 13. febrúar 2023 07:44 Fyrsta lagið frá Rihönnu í sex ár Fyrsta lag söngkonunnar Rihönnu síðan árið 2016 heiðrar leikarann Chadwick Boseman, sem lést árið 2020 úr ristilkrabbameini. Lagið ber heitið Lift Me Up og er það fyrsta sem hún gefur sjálf út í sex ár. 28. október 2022 14:01 Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. 25. september 2022 23:01 Drengur A$AP- og Rihönnuson kominn í heiminn Stórsöngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eignuðust son í síðustu viku. Um er að ræða fyrsta barn parsins, sem aðdáendur þeirra um víða veröld hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. 19. maí 2022 18:50 Rihanna birtir nýja óléttumynd á Instagram Tónlistarkonan og milljarðamæringurinn Rihanna deildi fallegri bumbumynd á Instagram í gær. Síðustu mánuði hefur verið hávær orðrómur um það að tónlistarkonan ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky en sá orðrómur var staðfestur nú í vikunni. 3. febrúar 2022 17:31 Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni Söngkonan og milljarðamæringurinn Rihanna á von á sínu fyrsta barni. Hún sýndi kúluna í fyrsta skipti um helgina í Harlem ásamt kærasta sínum A$AP Rocky. 31. janúar 2022 15:55 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Rihanna frumsýnir loks soninn Stórsöngkonan Rihanna hefur birt myndband af syni hennar og rapparanum A$AP Rocky á samfélagsmiðlum. Þetta er í fyrsta sinn sem sonur þeirra, sem verður sjö mánaða gamall á morgun, birtist á samfélagsmiðlum 18. desember 2022 09:29
Rihanna fékk ekki greitt fyrir hálfleiksatriðið á Ofurskálinni Þrátt fyrir að stórbrotið hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni hafi verið það næstmest áhorfða frá upphafi, fékk Rihanna ekki krónu fyrir það, ekki frekar en flytjendur fyrri ára. 14. febrúar 2023 11:15
Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59
Rihanna og A$AP eiga von á öðru barni Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. 13. febrúar 2023 07:44
Fyrsta lagið frá Rihönnu í sex ár Fyrsta lag söngkonunnar Rihönnu síðan árið 2016 heiðrar leikarann Chadwick Boseman, sem lést árið 2020 úr ristilkrabbameini. Lagið ber heitið Lift Me Up og er það fyrsta sem hún gefur sjálf út í sex ár. 28. október 2022 14:01
Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. 25. september 2022 23:01
Drengur A$AP- og Rihönnuson kominn í heiminn Stórsöngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eignuðust son í síðustu viku. Um er að ræða fyrsta barn parsins, sem aðdáendur þeirra um víða veröld hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. 19. maí 2022 18:50
Rihanna birtir nýja óléttumynd á Instagram Tónlistarkonan og milljarðamæringurinn Rihanna deildi fallegri bumbumynd á Instagram í gær. Síðustu mánuði hefur verið hávær orðrómur um það að tónlistarkonan ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky en sá orðrómur var staðfestur nú í vikunni. 3. febrúar 2022 17:31
Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni Söngkonan og milljarðamæringurinn Rihanna á von á sínu fyrsta barni. Hún sýndi kúluna í fyrsta skipti um helgina í Harlem ásamt kærasta sínum A$AP Rocky. 31. janúar 2022 15:55