Skiljum við hvað er í húfi? Viktor Vigfússon skrifar 28. febrúar 2023 10:00 Árið er 2023 og getum við ekki öll verið sammála um að þrátt fyrir að ýmislegt megi bæta í íslensku samfélagi þá standa okkar grunngildi og þjóðfélagsskipan traustum fótum? Frelsi einstaklinga, sjálfsákvörðunarréttur okkar sem þjóðar og virðing fyrir landhelgi. Er þetta ekki allt komið til að vera? Við tökum þátt í samstarfi og gerum samninga við aðrar þjóðir og bandalög. Lögsaga okkar er virt og við vinnum með öðrum þjóðum að því að bæta heiminn og lífsskilyrði. Eru lýðræði, frelsi og landamæri ekki í raun orðin náttúrulögmál? A.m.k. í Evrópu? Getum við ekki treyst því að þorra þeirra fjármuna sem við leggjum í sameiginlega sjóði verði ávallt varið í heilbrigðis- og menntamál, innviði og annað sem bætir samfélag okkar? Að við getum þannig haldið áfram að einbeita okkur að þróun skilvirks og réttláts samfélags? Fyrir réttu ári hófst blóðug innrás stærsta lands Evrópu og jarðar, Rússlands, í næst stærsta land Evrópu, Úkraínu (stærst þeirra landa sem eru alfarið innan Evrópu). Í raun hófst innrásin árið 2014 þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Innrásin er svívirðilegt brot á alþjóðasamningum þar sem Rússar réðust inn í sjálfstætt lýðræðisríki og Rússlandi stóð engin ógn af Úkraínu. Íbúar Úkraínu hafa nú í heilt ár varið tilverurétt og framtíð sína af eindæma hugrekki með aðstoð Bandaríkjanna, flestra Evrópuþjóða og fleiri landa. En hvers vegna veitum við Úkraínu aðstoð? Vonandi sjáum við öll mannúðina í því að hjálpa íbúum Úkraínu að verja ekki bara þau grunngildi sem við höfum gengið að vísum, heldur líf sitt og framtíð. Þótt það eitt og sér ætti að duga til að standa þétt að baki Úkraínu og gera enn betur þegar kemur að hernaðarlegri og efnahagslegri aðstoð, þá er meira í húfi. Þróun Evrópu og heimsins í átt að aukinni velmegun, samvinnu og öryggi er nefnilega ekki náttúrulögmál. Lýðræði er dýrmætt og brothætt. Það kemur ekki af sjálfu sér eins og vorið, heldur er málstaður sem þarf að verja. Við höfum séð leikreglum lýðræðis ögrað í Bandaríkjunum og uppgang einræðisafla innan Evrópu. Fyrir rúmu ári síðan voru margir sérfræðingar á því að ef Rússar létu verða af innrás í Úkraínu myndi Zelensky flýja og landið fljótt falla Rússum í skaut. Ef slíkt hefði gerst, hver væri þá trú okkar á styrk lýðræðis? Værum við þá kannski í dag að horfa á vaxandi styrk einræðisríkja og útbreiðslu þeirrar kúgunar sem þau einkennir? Við eigum varnarbaráttu Úkraínu mikið að þakka. Það var eitt sinn sem sjóðir ríkja voru fyrst og fremst nýttir til hernaðarútgjalda, ýmist við varnir eða landvinninga. Þrátt fyrir allt tal um vopnakapphlaup og vopnaiðnað, þá er staðreyndin sú að þróunin frá seinni heimstyrjöld og þau grunngildi sem sátt hefur náðst um í heiminum hafa fram að þessu leitt til síminnkandi vægis hernaðar í þjóðarútgjöldum. Sátt um leikreglur og gagnkvæm virðing þjóða fyrir landamærum hefur gert okkur kleift að nýta auðlindir til uppbyggingar og samhjálpar í stað stríðsreksturs og eyðileggingar. Ljóst má vera að Evrópa hefur gerst of værukær þegar kemur að varnarmálum og væntanlega mun hin svívirðilega innrás Rússa leiða til aukinnar hlutdeildar varnarmála í útgjöldum ríkja um langan tíma. Það sem hins vegar er í húfi er hvort takist að verja þau grunngildi og þá meginskipan heimsmála sem hefur ríkt frá lokum heimstyrjaldanna. Á því grundvallast geta jarðarbúa til að vinna saman að framförum í friðsælum heimi. Þess vegna má Rússland ekki komast upp með að eyða Úkraínu. Þess vegna verður Úkraína að vinna sigur og endurheimta landsvæði sín. Þess vegna verða Rússar að horfast í augu við þá eyðileggingu, ólýsandi illsku og glæpi gegn mannkyni sem Pútín og hans samverkamenn hafa gerst sekir um. Skiljum við öll hvað er í húfi? Ekki bara fyrir börn Úkraínu, heldur líka fyrir okkar börn og Ísland. Eða getur verið að við séum líka værukær? Kannski ættum við að opna betur augun og átta okkur á að við getum gert meira, hvort sem er með orðum eða athöfnum. Þegar eitthvað bjátar á erum við yfirleitt fljót að beina spjótum okkar að stjórnmálamönnum og kalla eftir aðgerðum. Stundum gleymum við hins vegar að líta í eigin barm og skoða hvað við sjálf, hvert og eitt okkar, getum gert. Látum við sem höfum svigrúm, fé af hendi rakna til varna Úkraínu og neyðaraðstoðar, mætum við á eða efnum til samstöðufunda, látum við rödd okkar heyrast þannig að eftir sé tekið? Íslensk stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum í stuðningi við Úkraínu og tekið skýra afstöðu. Samstaða stjórnvalda í Evrópu hefur verið þétt og ekki síst leidd af sterkum kvenleiðtogum, eins og forsætisráðherrum Finnlands og Eistlands og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands hafa sömuleiðis báðar talað tæpitungulaust og sýnt stuðning við Úkraínu í verki. Það er vel og vonandi að þær aðrir leiðtogar fái skynjað með óyggjandi hætti stuðning íslensku þjóðarinnar við frelsun Úkraínu. Nýtum það frelsi sem við njótum og látum öll rödd okkar hljóma til stuðnings Úkraínu. Mætum á samstöðufundi, tjáum okkur á samfélagsmiðlum og öðrum fjölmiðlum, flöggum litum Úkraínu, styðjum við flóttamenn, styðjum við varnarsveitir Úkraínu sem berjast fyrir lífi og frelsi fjölskyldna sinna, sem berjast fyrir frjálsum heimi. Skiljum við hvað er í húfi? Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2023 og getum við ekki öll verið sammála um að þrátt fyrir að ýmislegt megi bæta í íslensku samfélagi þá standa okkar grunngildi og þjóðfélagsskipan traustum fótum? Frelsi einstaklinga, sjálfsákvörðunarréttur okkar sem þjóðar og virðing fyrir landhelgi. Er þetta ekki allt komið til að vera? Við tökum þátt í samstarfi og gerum samninga við aðrar þjóðir og bandalög. Lögsaga okkar er virt og við vinnum með öðrum þjóðum að því að bæta heiminn og lífsskilyrði. Eru lýðræði, frelsi og landamæri ekki í raun orðin náttúrulögmál? A.m.k. í Evrópu? Getum við ekki treyst því að þorra þeirra fjármuna sem við leggjum í sameiginlega sjóði verði ávallt varið í heilbrigðis- og menntamál, innviði og annað sem bætir samfélag okkar? Að við getum þannig haldið áfram að einbeita okkur að þróun skilvirks og réttláts samfélags? Fyrir réttu ári hófst blóðug innrás stærsta lands Evrópu og jarðar, Rússlands, í næst stærsta land Evrópu, Úkraínu (stærst þeirra landa sem eru alfarið innan Evrópu). Í raun hófst innrásin árið 2014 þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Innrásin er svívirðilegt brot á alþjóðasamningum þar sem Rússar réðust inn í sjálfstætt lýðræðisríki og Rússlandi stóð engin ógn af Úkraínu. Íbúar Úkraínu hafa nú í heilt ár varið tilverurétt og framtíð sína af eindæma hugrekki með aðstoð Bandaríkjanna, flestra Evrópuþjóða og fleiri landa. En hvers vegna veitum við Úkraínu aðstoð? Vonandi sjáum við öll mannúðina í því að hjálpa íbúum Úkraínu að verja ekki bara þau grunngildi sem við höfum gengið að vísum, heldur líf sitt og framtíð. Þótt það eitt og sér ætti að duga til að standa þétt að baki Úkraínu og gera enn betur þegar kemur að hernaðarlegri og efnahagslegri aðstoð, þá er meira í húfi. Þróun Evrópu og heimsins í átt að aukinni velmegun, samvinnu og öryggi er nefnilega ekki náttúrulögmál. Lýðræði er dýrmætt og brothætt. Það kemur ekki af sjálfu sér eins og vorið, heldur er málstaður sem þarf að verja. Við höfum séð leikreglum lýðræðis ögrað í Bandaríkjunum og uppgang einræðisafla innan Evrópu. Fyrir rúmu ári síðan voru margir sérfræðingar á því að ef Rússar létu verða af innrás í Úkraínu myndi Zelensky flýja og landið fljótt falla Rússum í skaut. Ef slíkt hefði gerst, hver væri þá trú okkar á styrk lýðræðis? Værum við þá kannski í dag að horfa á vaxandi styrk einræðisríkja og útbreiðslu þeirrar kúgunar sem þau einkennir? Við eigum varnarbaráttu Úkraínu mikið að þakka. Það var eitt sinn sem sjóðir ríkja voru fyrst og fremst nýttir til hernaðarútgjalda, ýmist við varnir eða landvinninga. Þrátt fyrir allt tal um vopnakapphlaup og vopnaiðnað, þá er staðreyndin sú að þróunin frá seinni heimstyrjöld og þau grunngildi sem sátt hefur náðst um í heiminum hafa fram að þessu leitt til síminnkandi vægis hernaðar í þjóðarútgjöldum. Sátt um leikreglur og gagnkvæm virðing þjóða fyrir landamærum hefur gert okkur kleift að nýta auðlindir til uppbyggingar og samhjálpar í stað stríðsreksturs og eyðileggingar. Ljóst má vera að Evrópa hefur gerst of værukær þegar kemur að varnarmálum og væntanlega mun hin svívirðilega innrás Rússa leiða til aukinnar hlutdeildar varnarmála í útgjöldum ríkja um langan tíma. Það sem hins vegar er í húfi er hvort takist að verja þau grunngildi og þá meginskipan heimsmála sem hefur ríkt frá lokum heimstyrjaldanna. Á því grundvallast geta jarðarbúa til að vinna saman að framförum í friðsælum heimi. Þess vegna má Rússland ekki komast upp með að eyða Úkraínu. Þess vegna verður Úkraína að vinna sigur og endurheimta landsvæði sín. Þess vegna verða Rússar að horfast í augu við þá eyðileggingu, ólýsandi illsku og glæpi gegn mannkyni sem Pútín og hans samverkamenn hafa gerst sekir um. Skiljum við öll hvað er í húfi? Ekki bara fyrir börn Úkraínu, heldur líka fyrir okkar börn og Ísland. Eða getur verið að við séum líka værukær? Kannski ættum við að opna betur augun og átta okkur á að við getum gert meira, hvort sem er með orðum eða athöfnum. Þegar eitthvað bjátar á erum við yfirleitt fljót að beina spjótum okkar að stjórnmálamönnum og kalla eftir aðgerðum. Stundum gleymum við hins vegar að líta í eigin barm og skoða hvað við sjálf, hvert og eitt okkar, getum gert. Látum við sem höfum svigrúm, fé af hendi rakna til varna Úkraínu og neyðaraðstoðar, mætum við á eða efnum til samstöðufunda, látum við rödd okkar heyrast þannig að eftir sé tekið? Íslensk stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum í stuðningi við Úkraínu og tekið skýra afstöðu. Samstaða stjórnvalda í Evrópu hefur verið þétt og ekki síst leidd af sterkum kvenleiðtogum, eins og forsætisráðherrum Finnlands og Eistlands og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands hafa sömuleiðis báðar talað tæpitungulaust og sýnt stuðning við Úkraínu í verki. Það er vel og vonandi að þær aðrir leiðtogar fái skynjað með óyggjandi hætti stuðning íslensku þjóðarinnar við frelsun Úkraínu. Nýtum það frelsi sem við njótum og látum öll rödd okkar hljóma til stuðnings Úkraínu. Mætum á samstöðufundi, tjáum okkur á samfélagsmiðlum og öðrum fjölmiðlum, flöggum litum Úkraínu, styðjum við flóttamenn, styðjum við varnarsveitir Úkraínu sem berjast fyrir lífi og frelsi fjölskyldna sinna, sem berjast fyrir frjálsum heimi. Skiljum við hvað er í húfi? Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar