Íslenski boltinn

Lett­neskt lið vill bikar­meistarann Loga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Logi Tómasson í leik með Víking.
Logi Tómasson í leik með Víking. Vísir/Diego

Víkingurinn Logi Tómasson er eftirsóttur maður en Riga frá Lettlandi gerði á dögunum tilboð í drenginn. Bikarmeistarar Víkings afþökkuðu pent.

Frá þessu er greint á Fótbolti.net. Samkvæmt heimildum miðilsins þótti tilboð lettneska liðsins einfaldlega of lágt. Riga endaði í öðru sæti lettnesku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, fjórum stigum á eftir toppliði Valmiera FC.

Ef Logi myndi ganga til liðs við Riga yrði hann annar Íslendingurinn í sögunni til að leika með liðinu en Axel Óskar Andrésson, varnarmaður Örebro í Svíþjóð, lék með félaginu árið 2021.

Hinn 22 ára gamli Logi var á síðasta tímabili fastamaður í liði Víkings. Alls spilaði hann 30 leiki í deild og bikar fyrir félagið sem varð bikarmeistari þriðja skiptið í röð.

Víkingar misstu Kristal Mána Ingason á miðju síðasta tímabili og seldu nýverið miðjumanninn Júlíus Magnússon. Það virðist sem félagið ætli sér ekki að missa fleiri leikmenn að svo stöddu nema virkilega gott tilboð berist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×