Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 12:00 David O'Connell var gerður aðstoðarbiskup í Los Angeles-erkibiskupsdæmi árið 2015. Hann fannst látinn af völdum skotsárs á laugardag. AP/Julio Cortez Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. David O'Connell var 69 ára gamall, fæddur á Írlandi, og var prestur í 45 ár. Frans páfi skipaði hann einn aðstoðarbiskupa Los Angeles-erkibiskupsdæmis, þess stærsta í Bandaríkjunum, árið 2015. Hann helgaði sig sérstaklega baráttu gegn glæpagengjum og er sagður hafa tekið þátt í að róa öldurnar á milli íbúa í Los Angeles og lögreglu eftir að fjórir hvítir lögregluþjónar voru sýknaðir af ákæru um að ganga í skrokk á Rodney King árið 1992. Sýknan leiddi til mikill uppþota í borginni. Biskupinn fannst látinn af völdum skotsárs í úthverfi um þrjátíu kílómetra austur af miðborg Los Angeles um klukkan 13:00 á laugardag. AP-fréttastofan segir að lögregla vilja hvorki segja hvernig eða hvar lík hans fannst. Fréttarit erkibiskupsdæmisins fullyrti þó að O'Connell hefði fundist látinn á heimili sínu, að sögn Washington Post. Lögregla hefur heldur ekki sagt hvort að hún telji að O'Connell hafi verið skotmark árásarinnar eða hvort að trú hans hafi tengst henni á einhvern hátt. Tveir gyðingar voru nýlega skotnir og særðir vegna trúar þeirra í Los Angeles. José H. Gomez, erkibiskup Los Angeles, lýsti O'Connell sem friðarstilli sem fann til með fátækum og innflytjendum. Eric Garcetti, fyrrvearndi borgarstjóri Los Angeles, sagði O'Connell vin sinn til margra ára. „Borgin hefur misst einn af fallegustu englum sínum,“ tísti Garcetti í gær. Bandaríkin Erlend sakamál Trúmál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
David O'Connell var 69 ára gamall, fæddur á Írlandi, og var prestur í 45 ár. Frans páfi skipaði hann einn aðstoðarbiskupa Los Angeles-erkibiskupsdæmis, þess stærsta í Bandaríkjunum, árið 2015. Hann helgaði sig sérstaklega baráttu gegn glæpagengjum og er sagður hafa tekið þátt í að róa öldurnar á milli íbúa í Los Angeles og lögreglu eftir að fjórir hvítir lögregluþjónar voru sýknaðir af ákæru um að ganga í skrokk á Rodney King árið 1992. Sýknan leiddi til mikill uppþota í borginni. Biskupinn fannst látinn af völdum skotsárs í úthverfi um þrjátíu kílómetra austur af miðborg Los Angeles um klukkan 13:00 á laugardag. AP-fréttastofan segir að lögregla vilja hvorki segja hvernig eða hvar lík hans fannst. Fréttarit erkibiskupsdæmisins fullyrti þó að O'Connell hefði fundist látinn á heimili sínu, að sögn Washington Post. Lögregla hefur heldur ekki sagt hvort að hún telji að O'Connell hafi verið skotmark árásarinnar eða hvort að trú hans hafi tengst henni á einhvern hátt. Tveir gyðingar voru nýlega skotnir og særðir vegna trúar þeirra í Los Angeles. José H. Gomez, erkibiskup Los Angeles, lýsti O'Connell sem friðarstilli sem fann til með fátækum og innflytjendum. Eric Garcetti, fyrrvearndi borgarstjóri Los Angeles, sagði O'Connell vin sinn til margra ára. „Borgin hefur misst einn af fallegustu englum sínum,“ tísti Garcetti í gær.
Bandaríkin Erlend sakamál Trúmál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira