Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. febrúar 2023 22:00 Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra. Vísir/Einar Bandarísk stjórnvöld telja ljóst að Kínverjar íhugi nú að veita Rússum beinan stuðning í innrásarstríði þeirra í Úkraínu í formi vopna. Sérfræðingur í alþjóðamálum telur að slíkur stuðningur yrði Kínverjum afar dýrkeyptur. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að stjórnvöld landsins hefði upplýsingar um að Kínverjar hygðust senda Rússum vopn og skotfæri sem nýst gætu í innrásinni í Úkraínu. Það yrði í fyrsta sinn sem Kínverjar gengju svo langt í stuðningi sínum við innrásarstríð Rússa, en Blinken varaði Kínverja við „alvarlegum afleiðingum“ ef af slíkum stuðningi yrði. Í samtali við fréttastofu segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum, að orð Blinkens og mögulegar fyrirætlanir Kínverja tengdust langvarandi spennu milli ríkjanna tveggja. „Þetta tengist allt harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína, sem hefur verið að þróast í skrefum en nokkuð stöðugt síðustu fimmtán ár eða svo,“ segir Albert. „Bandalag Rússa og Kínverja hefur skýrst og orðið nánara eftir innrásina. Samkeppni Kína og Bandaríkjanna, með Rússa aðeins til hliðar, snýst um undirtök í alþjóðakerfinu, til lengri og skemmri tíma,“ segir Albert. Um sé að ræða samkeppni ríkjanna á mörgum sviðum. Hinu pólitíska, efnahagslega og tæknilega. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur varað Kínverja við alvarlegum afleiðingum þess að veita Rússum beinan hernaðarlegan stuðning í Úkraínu.Johannes Simon/Getty Hagsmunir Kínverja miklir Hvað varðar fyrirætlanir Kínverja með mögulegum beinum hernaðarlegum stuðningi við Rússa, segist Albert telja ólíklegt að af honum verði. Áhyggjur Bandaríkjamanna séu þó væntanlega ekki úr lausu lofti gripnar. „Það er augljóst að Kína styður Rússland mjög eindregið. Þeir fordæma ekki innrásina og styðja greinilega að Rússar komi út úr þessu með einhvern ávinning. Þeir sætta sig líklega við að Rússar fengju hluta af Úkraínu, taka skýrt fram að koma verði til móts við sjónarmið Rússa og áhyggjur í þessu máli. Þetta er auðvitað mjög ákveðinn og mikill stuðningur,“ segir Albert. Áhyggjur Bandaríkjanna snúist greinilega um að Kínverjar ætli sér að styðja Rússa í stríðsrekstri sínum með beinum hætti. Albert bendir hins vegar á að slíkur stuðningur gæti reynst Kínverjum dýrkeyptur. „Það eru kínversk fyrirtæki og bankar sem hafa hagsmuni af því að vera ekki að styggja Bandaríkin mikið, enda eru þau enn langöflugasta stórveldið í alþjóðlegum efnahagsmálum og geta gert kínverskum fyrirtækjum mikla skráveifu,“ segir Albert. Þannig megi gera ráð fyrir að þær alvarlegu afleiðingar sem Blinken varar Kínverja við séu allra helst af efnahagslegum toga. „Það er svona það sem er hendi næst, og vonandi erum við ekki að tala um neina harðnandi samkeppni ríkjanna tveggja að öðru leyti.“ Eðlilegir bandamenn Albert bendir á að ekki liggi ljóst fyrir að Kínverjar ætli sér að veita Rússum hernaðarlegan stuðning með þessum hætti, en því hafa kínversk stjórnvöld hafnað. „En Bandaríkjamenn grunar það greinilega og ég er viss um að þeir hafa eitthvað fyrir sér í því. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekki svona út í loftið. En ég tel frekar ólíklegt að þeir auki stuðning við Rússa með þessum hætti, vegna þessarar áhættu,“ segir Albert. Pólitískur stuðningur Kínverja við Rússa skipti engu að síður máli, þó ekki verði af beinum hernaðarlegum stuðningi, og sé til þess fallinn að halda Rússum sem bandamönnum í samkeppninni við Bandaríkin. „Kínverjar og Rússar eru í raun alveg eðlilegir bandamenn. Þetta eru bæði einræðisríki með sameiginleg gildi, sameiginlega sýn á tilveruna í mörgum atriðum og hafa bæði átt mjög erfitt með að sætta sig við sterka stöðu Bandaríkjanna í heiminum og alþjóðakerfinu. Kínverjar munu ekki hætta stuðningi við Rússa en hvort þeir fari í hernaðarlegan stuðning, það er önnur saga,“ segir Albert. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Kína Úkraína Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að stjórnvöld landsins hefði upplýsingar um að Kínverjar hygðust senda Rússum vopn og skotfæri sem nýst gætu í innrásinni í Úkraínu. Það yrði í fyrsta sinn sem Kínverjar gengju svo langt í stuðningi sínum við innrásarstríð Rússa, en Blinken varaði Kínverja við „alvarlegum afleiðingum“ ef af slíkum stuðningi yrði. Í samtali við fréttastofu segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum, að orð Blinkens og mögulegar fyrirætlanir Kínverja tengdust langvarandi spennu milli ríkjanna tveggja. „Þetta tengist allt harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína, sem hefur verið að þróast í skrefum en nokkuð stöðugt síðustu fimmtán ár eða svo,“ segir Albert. „Bandalag Rússa og Kínverja hefur skýrst og orðið nánara eftir innrásina. Samkeppni Kína og Bandaríkjanna, með Rússa aðeins til hliðar, snýst um undirtök í alþjóðakerfinu, til lengri og skemmri tíma,“ segir Albert. Um sé að ræða samkeppni ríkjanna á mörgum sviðum. Hinu pólitíska, efnahagslega og tæknilega. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur varað Kínverja við alvarlegum afleiðingum þess að veita Rússum beinan hernaðarlegan stuðning í Úkraínu.Johannes Simon/Getty Hagsmunir Kínverja miklir Hvað varðar fyrirætlanir Kínverja með mögulegum beinum hernaðarlegum stuðningi við Rússa, segist Albert telja ólíklegt að af honum verði. Áhyggjur Bandaríkjamanna séu þó væntanlega ekki úr lausu lofti gripnar. „Það er augljóst að Kína styður Rússland mjög eindregið. Þeir fordæma ekki innrásina og styðja greinilega að Rússar komi út úr þessu með einhvern ávinning. Þeir sætta sig líklega við að Rússar fengju hluta af Úkraínu, taka skýrt fram að koma verði til móts við sjónarmið Rússa og áhyggjur í þessu máli. Þetta er auðvitað mjög ákveðinn og mikill stuðningur,“ segir Albert. Áhyggjur Bandaríkjanna snúist greinilega um að Kínverjar ætli sér að styðja Rússa í stríðsrekstri sínum með beinum hætti. Albert bendir hins vegar á að slíkur stuðningur gæti reynst Kínverjum dýrkeyptur. „Það eru kínversk fyrirtæki og bankar sem hafa hagsmuni af því að vera ekki að styggja Bandaríkin mikið, enda eru þau enn langöflugasta stórveldið í alþjóðlegum efnahagsmálum og geta gert kínverskum fyrirtækjum mikla skráveifu,“ segir Albert. Þannig megi gera ráð fyrir að þær alvarlegu afleiðingar sem Blinken varar Kínverja við séu allra helst af efnahagslegum toga. „Það er svona það sem er hendi næst, og vonandi erum við ekki að tala um neina harðnandi samkeppni ríkjanna tveggja að öðru leyti.“ Eðlilegir bandamenn Albert bendir á að ekki liggi ljóst fyrir að Kínverjar ætli sér að veita Rússum hernaðarlegan stuðning með þessum hætti, en því hafa kínversk stjórnvöld hafnað. „En Bandaríkjamenn grunar það greinilega og ég er viss um að þeir hafa eitthvað fyrir sér í því. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekki svona út í loftið. En ég tel frekar ólíklegt að þeir auki stuðning við Rússa með þessum hætti, vegna þessarar áhættu,“ segir Albert. Pólitískur stuðningur Kínverja við Rússa skipti engu að síður máli, þó ekki verði af beinum hernaðarlegum stuðningi, og sé til þess fallinn að halda Rússum sem bandamönnum í samkeppninni við Bandaríkin. „Kínverjar og Rússar eru í raun alveg eðlilegir bandamenn. Þetta eru bæði einræðisríki með sameiginleg gildi, sameiginlega sýn á tilveruna í mörgum atriðum og hafa bæði átt mjög erfitt með að sætta sig við sterka stöðu Bandaríkjanna í heiminum og alþjóðakerfinu. Kínverjar munu ekki hætta stuðningi við Rússa en hvort þeir fari í hernaðarlegan stuðning, það er önnur saga,“ segir Albert.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Kína Úkraína Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira