Í færslu á Instagram síðu Arnars segist hann vera þakklátur fyrir Hólmfríði og dóttur sína. Arnar fagnar í dag 32 ára afmæli en dóttir hans þriggja daga afmæli.
Arnar starfaði áður hjá Kjarnanum en miðillinn sameinaðist Stundinni fyrr á árinu undir nýju nafni, Heimildin.
Hólmfríður starfar ekki einungis sem fréttamaður heldur einnig við dagskrárgerð. Til að mynda gerði hún hlaðvarpsþættina Fjallið ræður um aurskriðuna sem féll á Seyðisfirði í desember árið 2020.