Biðja um launahækkun korter í egglos Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 21:00 Af hverju er almennur vinnutími frá 9-5? Hvað er það sem stýrði því að atvinnulífið þróaðist á þann veg? Sögubækur segja okkur að karlmenn voru lengi vel þeir sem voru úti á vinnumarkaðnum og kvenmenn sáu um heimilishald og börnin á meðan. En vissir þú að hormónahringur karla er 24 klukkustundir þar sem testósterón magnið er mest á morgnana og minnkar þegar líða tekur á daginn. Þetta þýðir að flestir karlmenn eru með mestu framleiðni í vinnu á morgnana en svo hægir á þeim seinni partinn. Þannig er líkamsklukkan þeirra í takt við atvinnulífið eins og það er í dag. Á meðan er hormónahringur kvenna tíðahringurinn sem er að jafnaði 28 dagar, ekki klukkustundir heldur dagar, þar sem þær fara í gegnum fjögur sveiflukennd tímabil á tíðahringnum. Sumar konur finna lítið fyrir þessum sveiflum og dafna vel í 9-5 vinnu en aðrar ekki. Þær sem hafa vilja og áhuga á að vera í starfi sem gerir ráð fyrir 9-5 vinnutíma en finna vel fyrir sveiflunum geta fundið fyrir vanlíðan, örþreytu og endað jafnvel í kulnun ef þær eru ekki meðvitaðar um einkenni hvers tímabils þar sem orkan er ekki stöðug frá degi til dags Ungar athafnakonur (UAK) vildu kafa dýpra í efnið og stóðu fyrir viðburði með yfirskriftinni Stýra hormónar starfsferlinum? Markmiðið var að fræða og opna á umræðuna, vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að eigin líðan og heilsu og skoða hvernig málefnið snertir starfsferilinn. Um 150 félagskonur mættu og var áhuginn mikill fyrir viðburðinum. Það sem meðal annars kom fram var hversu mikilvægt það er að þekkja tímabilin fjögur í tíðarhringnum, skilja hvenær hvert tímabil er og lifa í takt við það. Tíðarhringurinn getur haft áhrif á sjálfstraust, orku, kynhvöt, svefn, hreyfingu og svo margt annað. Ein af hverjum tíu konum þjást af endómetríósu sem einkennist m.a. af sársaukafullum og löngum blæðingum, síþreytu og einbeitingaskorti. Vitundarvakning hefur orðið um sjúkdóminn en það hefur reynst konum erfitt að fá hann viðurkenndan, greindan sem og meðhöndlaðan. Það getur haft gríðarleg áhrif á starfsferil þeirra kvenna sem og almenn lífsgæði. Einnig má nefna að nýlegar rannsóknir sýna mögulega tenginu á milli breytingarskeiðsins og kulnunar. Það má því velta því fyrir sér hvort konur séu að fá ranga greiningu með kulnun eða vefjagigt og eru að detta út af vinnumarkaðnum á röngum forsendum þar sem einkenni breytingaskeiðsins svipa mikið til kulnunareinkenna. Það gefur því auga leið að hormónar stýra starfsferlinum, að minnsta kosti fyrir konur og er það mikilvægt að við sýnum okkur sjálfsmildi þegar við þurfum á því að halda og nýtum okkur tímann þegar allt er í blóma rétt fyrir og á meðan á egglosi stendur til að taka krefjandi samtöl eins og launaviðtal. Ábyrgðin er þó ekki síst hjá atvinnulífinu í heild að vera sveigjanlegt því við eigum jú auðvitað öll rétt á sömu tækifærum og virðingu. Markmið UAK er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu og leitast UAK við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hvor aðra. Því fylgir ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að sams konar markmiðum á hinum ýmsum sviðum. Höfundur er í stjórn UAK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Af hverju er almennur vinnutími frá 9-5? Hvað er það sem stýrði því að atvinnulífið þróaðist á þann veg? Sögubækur segja okkur að karlmenn voru lengi vel þeir sem voru úti á vinnumarkaðnum og kvenmenn sáu um heimilishald og börnin á meðan. En vissir þú að hormónahringur karla er 24 klukkustundir þar sem testósterón magnið er mest á morgnana og minnkar þegar líða tekur á daginn. Þetta þýðir að flestir karlmenn eru með mestu framleiðni í vinnu á morgnana en svo hægir á þeim seinni partinn. Þannig er líkamsklukkan þeirra í takt við atvinnulífið eins og það er í dag. Á meðan er hormónahringur kvenna tíðahringurinn sem er að jafnaði 28 dagar, ekki klukkustundir heldur dagar, þar sem þær fara í gegnum fjögur sveiflukennd tímabil á tíðahringnum. Sumar konur finna lítið fyrir þessum sveiflum og dafna vel í 9-5 vinnu en aðrar ekki. Þær sem hafa vilja og áhuga á að vera í starfi sem gerir ráð fyrir 9-5 vinnutíma en finna vel fyrir sveiflunum geta fundið fyrir vanlíðan, örþreytu og endað jafnvel í kulnun ef þær eru ekki meðvitaðar um einkenni hvers tímabils þar sem orkan er ekki stöðug frá degi til dags Ungar athafnakonur (UAK) vildu kafa dýpra í efnið og stóðu fyrir viðburði með yfirskriftinni Stýra hormónar starfsferlinum? Markmiðið var að fræða og opna á umræðuna, vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að eigin líðan og heilsu og skoða hvernig málefnið snertir starfsferilinn. Um 150 félagskonur mættu og var áhuginn mikill fyrir viðburðinum. Það sem meðal annars kom fram var hversu mikilvægt það er að þekkja tímabilin fjögur í tíðarhringnum, skilja hvenær hvert tímabil er og lifa í takt við það. Tíðarhringurinn getur haft áhrif á sjálfstraust, orku, kynhvöt, svefn, hreyfingu og svo margt annað. Ein af hverjum tíu konum þjást af endómetríósu sem einkennist m.a. af sársaukafullum og löngum blæðingum, síþreytu og einbeitingaskorti. Vitundarvakning hefur orðið um sjúkdóminn en það hefur reynst konum erfitt að fá hann viðurkenndan, greindan sem og meðhöndlaðan. Það getur haft gríðarleg áhrif á starfsferil þeirra kvenna sem og almenn lífsgæði. Einnig má nefna að nýlegar rannsóknir sýna mögulega tenginu á milli breytingarskeiðsins og kulnunar. Það má því velta því fyrir sér hvort konur séu að fá ranga greiningu með kulnun eða vefjagigt og eru að detta út af vinnumarkaðnum á röngum forsendum þar sem einkenni breytingaskeiðsins svipa mikið til kulnunareinkenna. Það gefur því auga leið að hormónar stýra starfsferlinum, að minnsta kosti fyrir konur og er það mikilvægt að við sýnum okkur sjálfsmildi þegar við þurfum á því að halda og nýtum okkur tímann þegar allt er í blóma rétt fyrir og á meðan á egglosi stendur til að taka krefjandi samtöl eins og launaviðtal. Ábyrgðin er þó ekki síst hjá atvinnulífinu í heild að vera sveigjanlegt því við eigum jú auðvitað öll rétt á sömu tækifærum og virðingu. Markmið UAK er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu og leitast UAK við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hvor aðra. Því fylgir ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að sams konar markmiðum á hinum ýmsum sviðum. Höfundur er í stjórn UAK.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun