Ekki á dagskrá að afnema stimpilklukku fyrir grunnskólakennara borgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2023 08:48 Sjálfstæðismenn segja að kennarar hafi lengi kallað eftir breytingunni. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkurborgar hefur vísað frá tillögum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins að unnið verði að því að afnema notkun stimpilklukku fyrir kennara sem starfa í grunnskólum borgarinnar. Sjálfstæðismenn og fulltrúi Flokks fólksins lögðu fram sambærilegar tillögur á síðasta ári og lögðu þar til að ráðist yrði í breytinguna í samráði við Kennarafélag Reykjavíkur. Með breytingunni yrði komið „til móts við sjálfstæði kennara í störfum og sveigjanlegan vinnutíma,“ líkt og sagði í rökstuðningi Sjálfstæðismanna. Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna - Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar – ákváðu að vísa tillögunni frá á fundi borgarráðs í gær og segja í bókun að „erfitt væri að hætta einhliða að halda utan um vinnustundir starfsfólks“. Var þar sérstaklega vísað í umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar. Áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi Meirihlutinn segir að mið sé tekið af ákvæðum gildandi kjarasamninga og ákvæðum vinnutímatilskipunnar Evrópusambandsins, sem innleidd hafi verið hérlendis í gegnum lög og kjarasamningsákvæði. Tilskipunin hafi verið túlkuð þannig að hún feli i sér skyldu fyrir vinnuveitendur í EES-ríkjum til að setja upp hlutlægt, áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi sem skráir vinnutíma starfsmanna. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm „Almennt er litið á utanumhald um vinnutíma sem ákveðið réttindatól starfsfólks, en ekki einungis eftirlitstól vinnuveitanda, enda mikilvægt að haldið sé utan um unna vinnu með skýrum og gegnsæjum hætti. Loks er mikilvægt að jafnræðis sé gætt meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar en skráning vinnutíma er ekki bundin við kennara þar sem allt starfsfólk Reykjavíkurborgar skráir vinnustundir sínar,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Hafa lengi kallað eftir breytingunni Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði segja að kennarar hafi lengi kallað eftir þeirri breytingu að hætt verði að nota stimpilklukku. „Betur hefði farið á því að óska umsagnar Kennarafélags Reykjavíkur áður en tillagan kæmi til afgreiðslu,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Í áðurnefndri umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar er meðal annars rætt um kosti viðveruskráningar – bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur. Setur slík skráning skýran ramma utan um daglegan vinnutíma, hjálpar til við upprifjun, er utanumhald um viðveru og gefur mynd af álagi. Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Sjálfstæðismenn og fulltrúi Flokks fólksins lögðu fram sambærilegar tillögur á síðasta ári og lögðu þar til að ráðist yrði í breytinguna í samráði við Kennarafélag Reykjavíkur. Með breytingunni yrði komið „til móts við sjálfstæði kennara í störfum og sveigjanlegan vinnutíma,“ líkt og sagði í rökstuðningi Sjálfstæðismanna. Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna - Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar – ákváðu að vísa tillögunni frá á fundi borgarráðs í gær og segja í bókun að „erfitt væri að hætta einhliða að halda utan um vinnustundir starfsfólks“. Var þar sérstaklega vísað í umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar. Áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi Meirihlutinn segir að mið sé tekið af ákvæðum gildandi kjarasamninga og ákvæðum vinnutímatilskipunnar Evrópusambandsins, sem innleidd hafi verið hérlendis í gegnum lög og kjarasamningsákvæði. Tilskipunin hafi verið túlkuð þannig að hún feli i sér skyldu fyrir vinnuveitendur í EES-ríkjum til að setja upp hlutlægt, áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi sem skráir vinnutíma starfsmanna. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm „Almennt er litið á utanumhald um vinnutíma sem ákveðið réttindatól starfsfólks, en ekki einungis eftirlitstól vinnuveitanda, enda mikilvægt að haldið sé utan um unna vinnu með skýrum og gegnsæjum hætti. Loks er mikilvægt að jafnræðis sé gætt meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar en skráning vinnutíma er ekki bundin við kennara þar sem allt starfsfólk Reykjavíkurborgar skráir vinnustundir sínar,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Hafa lengi kallað eftir breytingunni Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði segja að kennarar hafi lengi kallað eftir þeirri breytingu að hætt verði að nota stimpilklukku. „Betur hefði farið á því að óska umsagnar Kennarafélags Reykjavíkur áður en tillagan kæmi til afgreiðslu,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Í áðurnefndri umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar er meðal annars rætt um kosti viðveruskráningar – bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur. Setur slík skráning skýran ramma utan um daglegan vinnutíma, hjálpar til við upprifjun, er utanumhald um viðveru og gefur mynd af álagi.
Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira