Ekki á dagskrá að afnema stimpilklukku fyrir grunnskólakennara borgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2023 08:48 Sjálfstæðismenn segja að kennarar hafi lengi kallað eftir breytingunni. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkurborgar hefur vísað frá tillögum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins að unnið verði að því að afnema notkun stimpilklukku fyrir kennara sem starfa í grunnskólum borgarinnar. Sjálfstæðismenn og fulltrúi Flokks fólksins lögðu fram sambærilegar tillögur á síðasta ári og lögðu þar til að ráðist yrði í breytinguna í samráði við Kennarafélag Reykjavíkur. Með breytingunni yrði komið „til móts við sjálfstæði kennara í störfum og sveigjanlegan vinnutíma,“ líkt og sagði í rökstuðningi Sjálfstæðismanna. Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna - Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar – ákváðu að vísa tillögunni frá á fundi borgarráðs í gær og segja í bókun að „erfitt væri að hætta einhliða að halda utan um vinnustundir starfsfólks“. Var þar sérstaklega vísað í umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar. Áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi Meirihlutinn segir að mið sé tekið af ákvæðum gildandi kjarasamninga og ákvæðum vinnutímatilskipunnar Evrópusambandsins, sem innleidd hafi verið hérlendis í gegnum lög og kjarasamningsákvæði. Tilskipunin hafi verið túlkuð þannig að hún feli i sér skyldu fyrir vinnuveitendur í EES-ríkjum til að setja upp hlutlægt, áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi sem skráir vinnutíma starfsmanna. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm „Almennt er litið á utanumhald um vinnutíma sem ákveðið réttindatól starfsfólks, en ekki einungis eftirlitstól vinnuveitanda, enda mikilvægt að haldið sé utan um unna vinnu með skýrum og gegnsæjum hætti. Loks er mikilvægt að jafnræðis sé gætt meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar en skráning vinnutíma er ekki bundin við kennara þar sem allt starfsfólk Reykjavíkurborgar skráir vinnustundir sínar,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Hafa lengi kallað eftir breytingunni Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði segja að kennarar hafi lengi kallað eftir þeirri breytingu að hætt verði að nota stimpilklukku. „Betur hefði farið á því að óska umsagnar Kennarafélags Reykjavíkur áður en tillagan kæmi til afgreiðslu,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Í áðurnefndri umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar er meðal annars rætt um kosti viðveruskráningar – bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur. Setur slík skráning skýran ramma utan um daglegan vinnutíma, hjálpar til við upprifjun, er utanumhald um viðveru og gefur mynd af álagi. Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sjálfstæðismenn og fulltrúi Flokks fólksins lögðu fram sambærilegar tillögur á síðasta ári og lögðu þar til að ráðist yrði í breytinguna í samráði við Kennarafélag Reykjavíkur. Með breytingunni yrði komið „til móts við sjálfstæði kennara í störfum og sveigjanlegan vinnutíma,“ líkt og sagði í rökstuðningi Sjálfstæðismanna. Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna - Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar – ákváðu að vísa tillögunni frá á fundi borgarráðs í gær og segja í bókun að „erfitt væri að hætta einhliða að halda utan um vinnustundir starfsfólks“. Var þar sérstaklega vísað í umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar. Áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi Meirihlutinn segir að mið sé tekið af ákvæðum gildandi kjarasamninga og ákvæðum vinnutímatilskipunnar Evrópusambandsins, sem innleidd hafi verið hérlendis í gegnum lög og kjarasamningsákvæði. Tilskipunin hafi verið túlkuð þannig að hún feli i sér skyldu fyrir vinnuveitendur í EES-ríkjum til að setja upp hlutlægt, áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi sem skráir vinnutíma starfsmanna. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm „Almennt er litið á utanumhald um vinnutíma sem ákveðið réttindatól starfsfólks, en ekki einungis eftirlitstól vinnuveitanda, enda mikilvægt að haldið sé utan um unna vinnu með skýrum og gegnsæjum hætti. Loks er mikilvægt að jafnræðis sé gætt meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar en skráning vinnutíma er ekki bundin við kennara þar sem allt starfsfólk Reykjavíkurborgar skráir vinnustundir sínar,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Hafa lengi kallað eftir breytingunni Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði segja að kennarar hafi lengi kallað eftir þeirri breytingu að hætt verði að nota stimpilklukku. „Betur hefði farið á því að óska umsagnar Kennarafélags Reykjavíkur áður en tillagan kæmi til afgreiðslu,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Í áðurnefndri umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar er meðal annars rætt um kosti viðveruskráningar – bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur. Setur slík skráning skýran ramma utan um daglegan vinnutíma, hjálpar til við upprifjun, er utanumhald um viðveru og gefur mynd af álagi.
Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira