Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023 Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. janúar 2023 13:30 Tískufyrirmyndin Hailey Bieber er orðin stutthærð. Instagram-Getty/Gotham Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka. Í byrjun árs höfðu erlend tískublöð á borð við Glamour spáð því að stutt hár ætti eftir að vera eitt það heitasta í hártískunni árið 2023. „Ég held að þörfin fyrir nýtt upphaf og að ýta aðeins á refresh takkann eftir þessi krefjandi ár sem við eigum að baki eigi eftir að ýta undir þá löngun að klippa á okkur hárið. Stuttar klippingar og bob klippingar eiga eftir að vera eftirsóttustu klippingarnar,“ segir Dionne Smith, hárgreiðslukona fræga fólksins, í samtali við Glamour. Stjörnur á borð við Zendayu, Margot Robbie og Taylor Swift hafa skartað bob klippingum á síðustu árum.Getty/Jeff Kravitz-Stephane Cardinale-Steve Granitz Stutt bob klipping í einni sídd það heitasta Hárgreiðslumaðurinn Paul Percival, sem hefur klippt stjörnur á borð við Victoriu Beckham, tekur undir þetta. Hann segir jafnframt að bob klippingarnar eigi eftir að verða ennþá styttri en við höfum séð síðustu ár. Í síðustu viku tók Vísir saman lista yfir heitustu trend ársins 2023. Þar nefndi hárgreiðslukonan Íris Lóa einmitt stuttar klippingar á borð við pixie og bob klippingar. Þegar fólk hugsar um bob klippingu þá ímyndar það sér hugsanlega stutta klippingu þar sem hárið er styttra að aftan og síðara að framan, svolítið í anda Victoriu Beckham. Stjörnuhárgreiðslumaðurinn Tommy Buckett segir hins vegar að nú sé það heitasta að vera með bob klippingu þar sem hárið er allt í einni sídd. View this post on Instagram A post shared by Hailey Rhode Baldwin Bieber (@haileybieber) „Nú mun bókstaflega hver einasta stelpa klippa hárið sitt“ Hailey Bieber, ein helsta tískufyrirmyndin í dag, er að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og frumsýndi einmitt slíka klippingu á TikTok síðu sinni í vikunni. „Úps,“ skrifaði Bieber undir myndbandið sem hefur þegar fengið um 6 milljónir áhorf. „Núna mun bókstaflega hver einasta stelpa klippa hárið sitt,“ skrifar einn aðdáandi undir myndbandið. Fleiri aðdáendur taka undir þetta og segist einn aðdáandi spá því að eftir viku verði allar stelpur á TikTok komnar með stutt hár. @haileybieber oops original sound - sped up sounds Hollywood Tíska og hönnun Förðun Tengdar fréttir Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00 Heitustu trendin fyrir 2023 Á ári hverju koma inn nýjar tískubylgjur á ólíkum sviðum og nýir TikTok dansar sem eru fólki mis auðveldir að læra. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend ársins 2023 verða. 19. janúar 2023 07:01 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Í byrjun árs höfðu erlend tískublöð á borð við Glamour spáð því að stutt hár ætti eftir að vera eitt það heitasta í hártískunni árið 2023. „Ég held að þörfin fyrir nýtt upphaf og að ýta aðeins á refresh takkann eftir þessi krefjandi ár sem við eigum að baki eigi eftir að ýta undir þá löngun að klippa á okkur hárið. Stuttar klippingar og bob klippingar eiga eftir að vera eftirsóttustu klippingarnar,“ segir Dionne Smith, hárgreiðslukona fræga fólksins, í samtali við Glamour. Stjörnur á borð við Zendayu, Margot Robbie og Taylor Swift hafa skartað bob klippingum á síðustu árum.Getty/Jeff Kravitz-Stephane Cardinale-Steve Granitz Stutt bob klipping í einni sídd það heitasta Hárgreiðslumaðurinn Paul Percival, sem hefur klippt stjörnur á borð við Victoriu Beckham, tekur undir þetta. Hann segir jafnframt að bob klippingarnar eigi eftir að verða ennþá styttri en við höfum séð síðustu ár. Í síðustu viku tók Vísir saman lista yfir heitustu trend ársins 2023. Þar nefndi hárgreiðslukonan Íris Lóa einmitt stuttar klippingar á borð við pixie og bob klippingar. Þegar fólk hugsar um bob klippingu þá ímyndar það sér hugsanlega stutta klippingu þar sem hárið er styttra að aftan og síðara að framan, svolítið í anda Victoriu Beckham. Stjörnuhárgreiðslumaðurinn Tommy Buckett segir hins vegar að nú sé það heitasta að vera með bob klippingu þar sem hárið er allt í einni sídd. View this post on Instagram A post shared by Hailey Rhode Baldwin Bieber (@haileybieber) „Nú mun bókstaflega hver einasta stelpa klippa hárið sitt“ Hailey Bieber, ein helsta tískufyrirmyndin í dag, er að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og frumsýndi einmitt slíka klippingu á TikTok síðu sinni í vikunni. „Úps,“ skrifaði Bieber undir myndbandið sem hefur þegar fengið um 6 milljónir áhorf. „Núna mun bókstaflega hver einasta stelpa klippa hárið sitt,“ skrifar einn aðdáandi undir myndbandið. Fleiri aðdáendur taka undir þetta og segist einn aðdáandi spá því að eftir viku verði allar stelpur á TikTok komnar með stutt hár. @haileybieber oops original sound - sped up sounds
Hollywood Tíska og hönnun Förðun Tengdar fréttir Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00 Heitustu trendin fyrir 2023 Á ári hverju koma inn nýjar tískubylgjur á ólíkum sviðum og nýir TikTok dansar sem eru fólki mis auðveldir að læra. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend ársins 2023 verða. 19. janúar 2023 07:01 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00
Heitustu trendin fyrir 2023 Á ári hverju koma inn nýjar tískubylgjur á ólíkum sviðum og nýir TikTok dansar sem eru fólki mis auðveldir að læra. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend ársins 2023 verða. 19. janúar 2023 07:01