„Föstudaginn 13.01.23 kom stelpan okkar í heiminn. Hún er fullkominn,“ skrifar stoltur faðirinn í færslu á Instagram.
Stúlkan er þeirra annað barn en fyrir eiga þau soninn Elmar Inga sem verður tveggja ára í maí.
Benni var viðmælandi í liðnum Föðurland á Vísi rétt eftir að hann hafði eignast Elmar. Þar lýsti hann sinni upplifun af föðurhlutverkinu og sagði meðal annars:
„Þegar hann kom í heiminn varð maður sjálfkrafa rosa mikill pabbi í hjartanu. Svo er bara að muna að lifa í núinu og njóta, þetta líður alltof hratt.“
Greint var frá því í desember að Benni og Heiða hefðu sett fallega íbúð sína á Framnesvegi á sölu. Má því ætla að fjögurra manna fjölskyldan muni hreiðra um sig á nýjum stað.