Ólafur Stephensen og birgðastaðan á dilkakjöti hjá KS Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 18. janúar 2023 07:01 Ólafur Stephensen framkvæmdastóri Félags atvinnurekenda skráir eftirfarandi á facebook síðu sína 17. janúar 2023. „Á bls. 13 í Morgunblaðinu í dag er sagt frá nýjasta stríðsglæp Rússa í Úkraínu, eldflaugaárás á íbúðablokk, þar sem minnst 40 manns létu lífið. Af 75 særðum eru 14 börn. Á forsíðu blaðsins er rætt við sérlegan fulltrúa hryðjuverkaríkisins, Ágúst Andrésson heiðurskonsúl Rússlands og forstöðumann kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, um birgðastöðuna í dilkakjöti. Honum hefur víst enn ekki dottið í hug að afsala sér heiðursnafnbótinni.“ Færsla Ólafs. Það má vel vera að Ólafi finnist að með þessu sé hann að sýna Úkraínumönnum samúð en mér finnst þetta alveg sérlega ósmekkleg og óviðeigandi færsla. Starf ræðismanns (konsúls) hefur ekkert með stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu að gera. Ólafi er hér eins og í fyrri færslum tíðrætt um heiðursnafnbót, en hann veit væntanlega að ræðismenn eru jafnan heiðursræðismenn eða heiðurskonsúll ef þeir þiggja ekki laun fyrir þjónustu sína. Annars eru þeir kallaðir ræðismaður eða konsúll. Hvers vegna beinir Ólafur ekki spjótum sínum að utanríkisráðuneytinu og ríkisstjórninni og hvetur til þess Ísland slíti stjórnmálasambandi við Rússland? Er viðkvæmt mál fyrir Ólaf Stephensen að gagnrýna Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra sjálfstæðisflokksins, sem fer með utanríkismál fyrir að vera með stjórnmálasamband við land sem hann kallar hryðjuverkaríki? Við slit stjórnmálasambands yrði starf konsúls/heiðurskonsúls væntanlega sjálfkrafa lagt miður. Er viðeigandi að manni sem gegnir stöðu Framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að blanda Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsmanni þess í ódæðisverk í Úkraínu þar sem fjöldi manns lætur lífið? Telur Ólafur Stephensen kannski að eldflauginni sem lenti á fjölbýlishúsi í Dnipro Úkraínu hafi verið skotið frá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga? Hvað kemur þetta svo birgðastöðunni á dilkakjöti hjá KS við? Sjálfur þekki ég Ólaf Stephensen að góðu einu og ég skil samúð hans með Úkraínu en málflutningur hans í þessu máli er óviðeigandi. Höfundur er prófessor hjá Háskólanum á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Verslun Rússland Úkraína Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastóri Félags atvinnurekenda skráir eftirfarandi á facebook síðu sína 17. janúar 2023. „Á bls. 13 í Morgunblaðinu í dag er sagt frá nýjasta stríðsglæp Rússa í Úkraínu, eldflaugaárás á íbúðablokk, þar sem minnst 40 manns létu lífið. Af 75 særðum eru 14 börn. Á forsíðu blaðsins er rætt við sérlegan fulltrúa hryðjuverkaríkisins, Ágúst Andrésson heiðurskonsúl Rússlands og forstöðumann kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, um birgðastöðuna í dilkakjöti. Honum hefur víst enn ekki dottið í hug að afsala sér heiðursnafnbótinni.“ Færsla Ólafs. Það má vel vera að Ólafi finnist að með þessu sé hann að sýna Úkraínumönnum samúð en mér finnst þetta alveg sérlega ósmekkleg og óviðeigandi færsla. Starf ræðismanns (konsúls) hefur ekkert með stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu að gera. Ólafi er hér eins og í fyrri færslum tíðrætt um heiðursnafnbót, en hann veit væntanlega að ræðismenn eru jafnan heiðursræðismenn eða heiðurskonsúll ef þeir þiggja ekki laun fyrir þjónustu sína. Annars eru þeir kallaðir ræðismaður eða konsúll. Hvers vegna beinir Ólafur ekki spjótum sínum að utanríkisráðuneytinu og ríkisstjórninni og hvetur til þess Ísland slíti stjórnmálasambandi við Rússland? Er viðkvæmt mál fyrir Ólaf Stephensen að gagnrýna Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra sjálfstæðisflokksins, sem fer með utanríkismál fyrir að vera með stjórnmálasamband við land sem hann kallar hryðjuverkaríki? Við slit stjórnmálasambands yrði starf konsúls/heiðurskonsúls væntanlega sjálfkrafa lagt miður. Er viðeigandi að manni sem gegnir stöðu Framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að blanda Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsmanni þess í ódæðisverk í Úkraínu þar sem fjöldi manns lætur lífið? Telur Ólafur Stephensen kannski að eldflauginni sem lenti á fjölbýlishúsi í Dnipro Úkraínu hafi verið skotið frá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga? Hvað kemur þetta svo birgðastöðunni á dilkakjöti hjá KS við? Sjálfur þekki ég Ólaf Stephensen að góðu einu og ég skil samúð hans með Úkraínu en málflutningur hans í þessu máli er óviðeigandi. Höfundur er prófessor hjá Háskólanum á Akureyri.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar