Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2023 12:16 Möguleg staðsetning hinnar nýrru þjóðarhallar. Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumathugun sérstakrar framkvæmdanefndar um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skýrslan var kynnt á sérstökum blaðamannafundi fyrr í dag og gerð opinber nú í hádeginu. Reiknað er með að ný þjóðarhöll verði reist fyrir aftan Laugardalshöll, við Suðurlandsbraut, þar sem reiknað er með að ein af línum Borgarlínunnar muni liggja. Rök fyrir þessari staðsetningu eru meðal annars eftirfarandi: Samlegðaráhrif við núverandi íþróttamannvirki í Laugardal Góð tenging við almenningssamgöngur Í skýrslunni kemur fram að áætlað sé að hlutverk þjóðarhallar verði fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði. Stærð aðalrýmisins miðist við 8.600 manns í sæti og allt að tólf þúsund geti sótt tónleika í höllinni. Fyrir ofan: Íþróttahöllinni í Þrándheimi sem var að einhverju leyti fyrirmynd við vinnu nefndarinnar. Fyrir neðan: Dæmigert plan fyrir íþróttahalllir. Þjóðarhöllin verði, með teknu tilliti til stoðrýma, nítján þúsund fermetrar. Telur nefndin einnig skynsamlegt að þjóðarhöllin verði aðgengileg almenningi dags daglega, t.d. með göngu- og hlaupabrautum. Áætlaður kostnaður er sem fyrr segir um fimmtán milljarðar. Fram kom á blaðamannafundinum að ekki væri búið að semja um skiptingu kostnaðar á milli ríkis og borgar, en bygging hallarinnar er samvinnuverkefni þeirra. 2-3 handboltavellir, fjórir körfuboltavellir Segir í skýrslunni að mesta gólfnýting hallarinnar miðist við flöt sem hægt er að nýta sem annaðhvort 2–3 handboltavelli, fjóra körfuboltavelli, sex blakvelli eða mismunandi blöndu notkunar fyrir boltaíþróttir til æfinga og keppni. Framkvæmdanefnd telur einnig skynsamlegt að miða við um það bil 8.600 sæti. Þeim sætum verði komið fyrir með blöndu af föstum bekkjum og bekkjum sem hægt er að draga út, allan hringinn. Gólf þegar útdraganlegar stúkur eru inndregnar geti rúmað að minnsta kosti fjóra körfuboltavelli og allt að þrjá handboltavelli til æfinga eða tvo handboltavelli til keppni. Íþróttahöllin í Þrándheimi í Noregi, sem virðist vera ákveðin fyrirmynd við vinnu framkvæmdanefndarinnar. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að stækka höllina síðar meir. Áætlun nefndarinnar miðast við að höllin geti orðið tilbúin árið 2025. Fram kom í máli Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, á blaðamannafundinum áðan, að til þessi tímalína gæti staðist þyrfti að hafa hraðar hendur til að semja um það sem á eftir að semja um á milli ríkis og borgar. Er þar um að ræða kostnaðarskiptingu við byggingu hallarinnar, sem og rekstrarfyrirkomulag hennar. Reiknar nefndin með að árlega muni það kosta 300 milljónir að reka höllina. Settar eru fram þrjár sviðsmyndir um rekstur hallarinnar, og þrjár sviðsmyndir um eignarhald hennar. Kynna má sér skýrsluna hér. Horfa má á blaðamannafundinn þar sem stuttlega var farið yfir efni skýrslunnar hér að neðan. Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Borgarstjórn Handbolti Körfubolti Reykjavík Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumathugun sérstakrar framkvæmdanefndar um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skýrslan var kynnt á sérstökum blaðamannafundi fyrr í dag og gerð opinber nú í hádeginu. Reiknað er með að ný þjóðarhöll verði reist fyrir aftan Laugardalshöll, við Suðurlandsbraut, þar sem reiknað er með að ein af línum Borgarlínunnar muni liggja. Rök fyrir þessari staðsetningu eru meðal annars eftirfarandi: Samlegðaráhrif við núverandi íþróttamannvirki í Laugardal Góð tenging við almenningssamgöngur Í skýrslunni kemur fram að áætlað sé að hlutverk þjóðarhallar verði fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði. Stærð aðalrýmisins miðist við 8.600 manns í sæti og allt að tólf þúsund geti sótt tónleika í höllinni. Fyrir ofan: Íþróttahöllinni í Þrándheimi sem var að einhverju leyti fyrirmynd við vinnu nefndarinnar. Fyrir neðan: Dæmigert plan fyrir íþróttahalllir. Þjóðarhöllin verði, með teknu tilliti til stoðrýma, nítján þúsund fermetrar. Telur nefndin einnig skynsamlegt að þjóðarhöllin verði aðgengileg almenningi dags daglega, t.d. með göngu- og hlaupabrautum. Áætlaður kostnaður er sem fyrr segir um fimmtán milljarðar. Fram kom á blaðamannafundinum að ekki væri búið að semja um skiptingu kostnaðar á milli ríkis og borgar, en bygging hallarinnar er samvinnuverkefni þeirra. 2-3 handboltavellir, fjórir körfuboltavellir Segir í skýrslunni að mesta gólfnýting hallarinnar miðist við flöt sem hægt er að nýta sem annaðhvort 2–3 handboltavelli, fjóra körfuboltavelli, sex blakvelli eða mismunandi blöndu notkunar fyrir boltaíþróttir til æfinga og keppni. Framkvæmdanefnd telur einnig skynsamlegt að miða við um það bil 8.600 sæti. Þeim sætum verði komið fyrir með blöndu af föstum bekkjum og bekkjum sem hægt er að draga út, allan hringinn. Gólf þegar útdraganlegar stúkur eru inndregnar geti rúmað að minnsta kosti fjóra körfuboltavelli og allt að þrjá handboltavelli til æfinga eða tvo handboltavelli til keppni. Íþróttahöllin í Þrándheimi í Noregi, sem virðist vera ákveðin fyrirmynd við vinnu framkvæmdanefndarinnar. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að stækka höllina síðar meir. Áætlun nefndarinnar miðast við að höllin geti orðið tilbúin árið 2025. Fram kom í máli Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, á blaðamannafundinum áðan, að til þessi tímalína gæti staðist þyrfti að hafa hraðar hendur til að semja um það sem á eftir að semja um á milli ríkis og borgar. Er þar um að ræða kostnaðarskiptingu við byggingu hallarinnar, sem og rekstrarfyrirkomulag hennar. Reiknar nefndin með að árlega muni það kosta 300 milljónir að reka höllina. Settar eru fram þrjár sviðsmyndir um rekstur hallarinnar, og þrjár sviðsmyndir um eignarhald hennar. Kynna má sér skýrsluna hér. Horfa má á blaðamannafundinn þar sem stuttlega var farið yfir efni skýrslunnar hér að neðan.
Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Borgarstjórn Handbolti Körfubolti Reykjavík Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira