Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2023 12:16 Möguleg staðsetning hinnar nýrru þjóðarhallar. Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumathugun sérstakrar framkvæmdanefndar um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skýrslan var kynnt á sérstökum blaðamannafundi fyrr í dag og gerð opinber nú í hádeginu. Reiknað er með að ný þjóðarhöll verði reist fyrir aftan Laugardalshöll, við Suðurlandsbraut, þar sem reiknað er með að ein af línum Borgarlínunnar muni liggja. Rök fyrir þessari staðsetningu eru meðal annars eftirfarandi: Samlegðaráhrif við núverandi íþróttamannvirki í Laugardal Góð tenging við almenningssamgöngur Í skýrslunni kemur fram að áætlað sé að hlutverk þjóðarhallar verði fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði. Stærð aðalrýmisins miðist við 8.600 manns í sæti og allt að tólf þúsund geti sótt tónleika í höllinni. Fyrir ofan: Íþróttahöllinni í Þrándheimi sem var að einhverju leyti fyrirmynd við vinnu nefndarinnar. Fyrir neðan: Dæmigert plan fyrir íþróttahalllir. Þjóðarhöllin verði, með teknu tilliti til stoðrýma, nítján þúsund fermetrar. Telur nefndin einnig skynsamlegt að þjóðarhöllin verði aðgengileg almenningi dags daglega, t.d. með göngu- og hlaupabrautum. Áætlaður kostnaður er sem fyrr segir um fimmtán milljarðar. Fram kom á blaðamannafundinum að ekki væri búið að semja um skiptingu kostnaðar á milli ríkis og borgar, en bygging hallarinnar er samvinnuverkefni þeirra. 2-3 handboltavellir, fjórir körfuboltavellir Segir í skýrslunni að mesta gólfnýting hallarinnar miðist við flöt sem hægt er að nýta sem annaðhvort 2–3 handboltavelli, fjóra körfuboltavelli, sex blakvelli eða mismunandi blöndu notkunar fyrir boltaíþróttir til æfinga og keppni. Framkvæmdanefnd telur einnig skynsamlegt að miða við um það bil 8.600 sæti. Þeim sætum verði komið fyrir með blöndu af föstum bekkjum og bekkjum sem hægt er að draga út, allan hringinn. Gólf þegar útdraganlegar stúkur eru inndregnar geti rúmað að minnsta kosti fjóra körfuboltavelli og allt að þrjá handboltavelli til æfinga eða tvo handboltavelli til keppni. Íþróttahöllin í Þrándheimi í Noregi, sem virðist vera ákveðin fyrirmynd við vinnu framkvæmdanefndarinnar. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að stækka höllina síðar meir. Áætlun nefndarinnar miðast við að höllin geti orðið tilbúin árið 2025. Fram kom í máli Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, á blaðamannafundinum áðan, að til þessi tímalína gæti staðist þyrfti að hafa hraðar hendur til að semja um það sem á eftir að semja um á milli ríkis og borgar. Er þar um að ræða kostnaðarskiptingu við byggingu hallarinnar, sem og rekstrarfyrirkomulag hennar. Reiknar nefndin með að árlega muni það kosta 300 milljónir að reka höllina. Settar eru fram þrjár sviðsmyndir um rekstur hallarinnar, og þrjár sviðsmyndir um eignarhald hennar. Kynna má sér skýrsluna hér. Horfa má á blaðamannafundinn þar sem stuttlega var farið yfir efni skýrslunnar hér að neðan. Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Borgarstjórn Handbolti Körfubolti Reykjavík Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumathugun sérstakrar framkvæmdanefndar um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skýrslan var kynnt á sérstökum blaðamannafundi fyrr í dag og gerð opinber nú í hádeginu. Reiknað er með að ný þjóðarhöll verði reist fyrir aftan Laugardalshöll, við Suðurlandsbraut, þar sem reiknað er með að ein af línum Borgarlínunnar muni liggja. Rök fyrir þessari staðsetningu eru meðal annars eftirfarandi: Samlegðaráhrif við núverandi íþróttamannvirki í Laugardal Góð tenging við almenningssamgöngur Í skýrslunni kemur fram að áætlað sé að hlutverk þjóðarhallar verði fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði. Stærð aðalrýmisins miðist við 8.600 manns í sæti og allt að tólf þúsund geti sótt tónleika í höllinni. Fyrir ofan: Íþróttahöllinni í Þrándheimi sem var að einhverju leyti fyrirmynd við vinnu nefndarinnar. Fyrir neðan: Dæmigert plan fyrir íþróttahalllir. Þjóðarhöllin verði, með teknu tilliti til stoðrýma, nítján þúsund fermetrar. Telur nefndin einnig skynsamlegt að þjóðarhöllin verði aðgengileg almenningi dags daglega, t.d. með göngu- og hlaupabrautum. Áætlaður kostnaður er sem fyrr segir um fimmtán milljarðar. Fram kom á blaðamannafundinum að ekki væri búið að semja um skiptingu kostnaðar á milli ríkis og borgar, en bygging hallarinnar er samvinnuverkefni þeirra. 2-3 handboltavellir, fjórir körfuboltavellir Segir í skýrslunni að mesta gólfnýting hallarinnar miðist við flöt sem hægt er að nýta sem annaðhvort 2–3 handboltavelli, fjóra körfuboltavelli, sex blakvelli eða mismunandi blöndu notkunar fyrir boltaíþróttir til æfinga og keppni. Framkvæmdanefnd telur einnig skynsamlegt að miða við um það bil 8.600 sæti. Þeim sætum verði komið fyrir með blöndu af föstum bekkjum og bekkjum sem hægt er að draga út, allan hringinn. Gólf þegar útdraganlegar stúkur eru inndregnar geti rúmað að minnsta kosti fjóra körfuboltavelli og allt að þrjá handboltavelli til æfinga eða tvo handboltavelli til keppni. Íþróttahöllin í Þrándheimi í Noregi, sem virðist vera ákveðin fyrirmynd við vinnu framkvæmdanefndarinnar. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að stækka höllina síðar meir. Áætlun nefndarinnar miðast við að höllin geti orðið tilbúin árið 2025. Fram kom í máli Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, á blaðamannafundinum áðan, að til þessi tímalína gæti staðist þyrfti að hafa hraðar hendur til að semja um það sem á eftir að semja um á milli ríkis og borgar. Er þar um að ræða kostnaðarskiptingu við byggingu hallarinnar, sem og rekstrarfyrirkomulag hennar. Reiknar nefndin með að árlega muni það kosta 300 milljónir að reka höllina. Settar eru fram þrjár sviðsmyndir um rekstur hallarinnar, og þrjár sviðsmyndir um eignarhald hennar. Kynna má sér skýrsluna hér. Horfa má á blaðamannafundinn þar sem stuttlega var farið yfir efni skýrslunnar hér að neðan.
Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Borgarstjórn Handbolti Körfubolti Reykjavík Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira