Ein af „upprunalegu“ ofurfyrirsætunum er látin Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2023 22:55 Tatjana Patitz árið 2015. Getty/Ursula Düren Fyrirsætan Tatjana Patitz er látin. Hún var 56 ára gömul en umboðsmaður hennar segir hana hafa dáið vegna veikinda. Patitz naut gífurlegra vinsælda á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og hefur lengi verið kölluð ein af fyrstu ofurfyrirsætunum. Uppfært: Patitz lést vegna brjóstakrabbameins. Patitz fæddist í Þýskalandi, var alin upp í Svíþjóð en flutti ung til Kaliforníu. Hún skilur eftir sig einn son. Fyrst þegar hún reyndi fyrir sér sem fyrirsæta náði hún takmörkuðum árangri. Í frétt Vogue segir að vinsældir hennar megi að miklu leyti rekja til þýska ljósmyndarans Peter Lindbergh. Það hafi verið forsíðumynd hans af henni og þeim Christy Turlington, Lindu Evangelista, Naomi Campbell og Cindy Crawford sem tekin var fyrir Vogue og önnur forsíðumynd af Patitz árið 1990 sem leiddi til þess að tónlistarmaðurinn George Michael fékk þær til að vera í myndbandi sínu fyrir lagið Freedom! '90. AP fréttaveitan vísar í viðtal sem Patitz veitti árið 2006 þar sem hún sagði að gullöld ofurfyrirsæta væri liðin. Leikkonur og aðrar frægar konur hefðu tekið við og fyrirsætur fengu enga athygli lengur. Hún sagði einnig að á hennar tíma hefðu fyrirsætur verið með heilbrigðari líkama og sagði að fyrirsætur væru orðnar of horaðar. Cindy Crawford minntist Patitz í færslu á Instagram í dag. Stofnun Peters Lindberghs gerði það einnig en hann lést árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Cindy Crawford (@cindycrawford) View this post on Instagram A post shared by Peter Lindbergh Foundation (@therealpeterlindbergh) Andlát Tíska og hönnun Þýskaland Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Uppfært: Patitz lést vegna brjóstakrabbameins. Patitz fæddist í Þýskalandi, var alin upp í Svíþjóð en flutti ung til Kaliforníu. Hún skilur eftir sig einn son. Fyrst þegar hún reyndi fyrir sér sem fyrirsæta náði hún takmörkuðum árangri. Í frétt Vogue segir að vinsældir hennar megi að miklu leyti rekja til þýska ljósmyndarans Peter Lindbergh. Það hafi verið forsíðumynd hans af henni og þeim Christy Turlington, Lindu Evangelista, Naomi Campbell og Cindy Crawford sem tekin var fyrir Vogue og önnur forsíðumynd af Patitz árið 1990 sem leiddi til þess að tónlistarmaðurinn George Michael fékk þær til að vera í myndbandi sínu fyrir lagið Freedom! '90. AP fréttaveitan vísar í viðtal sem Patitz veitti árið 2006 þar sem hún sagði að gullöld ofurfyrirsæta væri liðin. Leikkonur og aðrar frægar konur hefðu tekið við og fyrirsætur fengu enga athygli lengur. Hún sagði einnig að á hennar tíma hefðu fyrirsætur verið með heilbrigðari líkama og sagði að fyrirsætur væru orðnar of horaðar. Cindy Crawford minntist Patitz í færslu á Instagram í dag. Stofnun Peters Lindberghs gerði það einnig en hann lést árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Cindy Crawford (@cindycrawford) View this post on Instagram A post shared by Peter Lindbergh Foundation (@therealpeterlindbergh)
Andlát Tíska og hönnun Þýskaland Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira