Gámar skíðloguðu eftir íkveikjur Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2023 08:39 Slökkvilið að störfum við verslun Bónus í Spönginni í gærkvöldi. Skjáskot Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjórum útköllum í gærkvöldi vegna íkveikja. Gámar skíðloguðu í Spönginni og kveikt var í ruslatunnu í Hafnarfirði. Um klukkan 20 í gærkvöldi barst tilkynningu um að eldur væri í gámi í verslunarkjarnanum Spönginni í Grafarvogi. Dælubíll var sendur á vettvang ásamt áhöfn sem gekk greiðlega að slökkva í gámnum þrátt fyrir að um mikinn eld væri að ræða. Gámurinn var fullur eldfimum pappa. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lítil sem engin hætta á ferð enda eldurinn einungis í gámnum sem stóð fjærri byggingum og bifreiðum. Hann segir ljóst að um íkveikju hafi verið að ræða enda kvikni almennt ekki í gámum af sjálfsdáðum á laugardagskvöldum. Aðra sögu væri hugsanlega að segja ef eldurinn hefði komið upp að degi til í miðri viku þegar menn eru líklegri til þess að henda úrgangi sem gæti kviknað í. Kviknaði í á sama stað skömmu seinna Sem áður segir gekk greiðlega að slökkva eldinn í gámnum en það reyndist skammgóður vermir þar sem eldur kom upp í öðrum gámi í Spönginni aðeins tveimur klukkustundum síðar. Líklegt er að þar hafi brennuvargar aftur verið á ferð en að sögn varðstjóra er ekki útilokað að kviknað hafi í út frá hitaleiðni frá fyrri gámnum. Vísir hefur undir höndum myndskeið sem sýna eldinn í seinni gámnum og aðgerðir slökkviliðs á vettvangi. Þau má sjá klippt saman í spilaranum hér að neðan: Gámur í Laugardal og ruslatunna í Hafnarfirði Einnig var kveikt í gámi við Vogaskóla í Laugardal. Þar var ekki heldur hætta á ferð og slökkvistarf gekk vel. Loks barst útkall vegna logandi ruslatunnu í Hafnarfirði, hið sama var uppi á teningnum þar. Grunur er um íkveikju í öllum framangreindum tilfellum. Líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan mætti lögregla á vettvang í Spöngina. Að sögn varðstjórans mætir lögregla ávallt á vettvagn þegar um bruna er að ræða en að íkveikjurnar verði sennilega ekki rannsakaðar frekar þar sem engin hætta var á ferð. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ein tilkynning um eld í ruslagámi í Grafarvogi bókuð. Að lokum segir varðstjórinn að slökkviliðið hafi sinnt einu útkalli til í nótt. Undir morgun kom upp leki í úðakerfi sem slökkvilið sinnti. Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Fleiri fréttir Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Sjá meira
Um klukkan 20 í gærkvöldi barst tilkynningu um að eldur væri í gámi í verslunarkjarnanum Spönginni í Grafarvogi. Dælubíll var sendur á vettvang ásamt áhöfn sem gekk greiðlega að slökkva í gámnum þrátt fyrir að um mikinn eld væri að ræða. Gámurinn var fullur eldfimum pappa. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lítil sem engin hætta á ferð enda eldurinn einungis í gámnum sem stóð fjærri byggingum og bifreiðum. Hann segir ljóst að um íkveikju hafi verið að ræða enda kvikni almennt ekki í gámum af sjálfsdáðum á laugardagskvöldum. Aðra sögu væri hugsanlega að segja ef eldurinn hefði komið upp að degi til í miðri viku þegar menn eru líklegri til þess að henda úrgangi sem gæti kviknað í. Kviknaði í á sama stað skömmu seinna Sem áður segir gekk greiðlega að slökkva eldinn í gámnum en það reyndist skammgóður vermir þar sem eldur kom upp í öðrum gámi í Spönginni aðeins tveimur klukkustundum síðar. Líklegt er að þar hafi brennuvargar aftur verið á ferð en að sögn varðstjóra er ekki útilokað að kviknað hafi í út frá hitaleiðni frá fyrri gámnum. Vísir hefur undir höndum myndskeið sem sýna eldinn í seinni gámnum og aðgerðir slökkviliðs á vettvangi. Þau má sjá klippt saman í spilaranum hér að neðan: Gámur í Laugardal og ruslatunna í Hafnarfirði Einnig var kveikt í gámi við Vogaskóla í Laugardal. Þar var ekki heldur hætta á ferð og slökkvistarf gekk vel. Loks barst útkall vegna logandi ruslatunnu í Hafnarfirði, hið sama var uppi á teningnum þar. Grunur er um íkveikju í öllum framangreindum tilfellum. Líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan mætti lögregla á vettvang í Spöngina. Að sögn varðstjórans mætir lögregla ávallt á vettvagn þegar um bruna er að ræða en að íkveikjurnar verði sennilega ekki rannsakaðar frekar þar sem engin hætta var á ferð. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ein tilkynning um eld í ruslagámi í Grafarvogi bókuð. Að lokum segir varðstjórinn að slökkviliðið hafi sinnt einu útkalli til í nótt. Undir morgun kom upp leki í úðakerfi sem slökkvilið sinnti.
Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Fleiri fréttir Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Sjá meira