Að gefnu tilefni Eggert Eyjólfsson skrifar 6. janúar 2023 13:31 Undirritaður, að sögn, kann ekki að lesa fjárlögin. (B.Benediktsson, hádegisfréttir Bylgjunnar 6.1.2023). Til glöggvunar þykir mér því rétt að eftirfarandi komi fram: Í þingjskjalinu Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023, í kafla 23.10 - Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, bls 291 kemur eftirfarandi fram, orðrétt: „Fjárheimild málaflokksins er lækkuð tímabundið um 2.177 m.kr. vegna hliðrunar á byggingarferli Nýs Landspítala. Fjárveiting til verkefnis Nýs Landspítala í frumvarpi 2023 er 13.400 m.kr.“. Á fjárlögum fyrir árið 2022, í kafla 5.1 - fjárfestingar og fjáramagnstilfærslur, bls 122, kemur eftirfarandi orðrétt fram: „Stærsta einstaka byggingarframkvæmdin í fjárlagafrumvarpinu er bygging nýs Landspítala en áætlað er að um 14 ma.kr. verði varið til hennar á árinu.“ Árið 2022 eyddi ríkið 14,2 ma kr í byggingu nýs landspítala. Bið lesendur að lesa sjálfir og draga eigin ályktanir. Ég fæ ekki betur séð en fjárheimildir til byggingar nýs spítala lækki um 2.177 milljónir frá því sem áætlað var, og ennfremur um 800 millljónir frá fyrra ári. Þarna kemur, að mínu mati, berlega í ljós að ráðherra og líklega skrifstofustjórar hans, gera sér ekki grein fyrir því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðismálum. Ennfremur nauðsyn þess að nýr spítali rísi sem allra fyrst, enda sá sem fyrir er löngu sprunginn. Jafnframt er rétt að taka fram að við neyðarástandi eins og því sem nú ríkir, er hjákátlegt að lesa setningar eins og hér að neðan þar sem menn státa sér af að fresta framkvæmdum í nafni hagræðingar: „Hröðum efnahagsbata árið 2022 hefur fylgt ört vaxandi verðbólga. Ríkisstjórnin réðst því í aðgerðir til að vinna gegn þenslu og verðbólgu með breytingum í 2. umræðu fjármálaáætlunar 2023–2027. Í þeim aðgerðum var fjárfestingarverkefnum og verkáföngum, sem nemur tæplega 10 ma.kr., frestað þar sem færi gefst á að afla hagstæðari tilboða síðar í ljósi mikilla umsvifa á byggingarmarkaði. Þar má helst nefna vegaframkvæmdir fyrir 3 ma.kr., uppfærð áætlun Nýja Landspítalans og byggingu Samhæfingarmiðstöðvar viðbragðsaðila.“ Hefur verið kannað hvað það kostar ríkissjóð aukalega að reka heilbrigðiskerfið án tilkomu nýs spítala? Það kom líka fram í máli ráðherra að ýmsar fjárheimildir hafi ekki tekist að nýta vegna skorts á mannskap. Þetta er jú mergurinn málsins og gott að heyra að ráðherra er meðvitaður um þann skort - þú nefnilega meðhöndlar ekki sjúklinga, eða hvað sem er svosem, nema einhver sé til staðar til að veita þá þjónustu sem á að veita. Það er óumdeilt að téður ráðherra heldur utan um pyngju ríkisins og getur, að nokkru marki, haft áhrif á stefnu og fjárútlát ríkissjóðs. Það skýtur því skökku við, að ráðherra sé tilbúinn að setja milljónahundruði í verkefni sem hann veit að ekki er hægt að framkvæma, vegna þess að hann og ráðuneyti hans hefur neitað að semja við þá sem veita heilbrigðisþjónustu - hjúkrunarfræðinga, sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sálfræðinga og svo mætti lengi telja - svo árum skipti! Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að leiðrétta laun heilbrigðisstétta til að tryggja að fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu geti nýst þegnum þessa lands, eða er ætlunin að steinkumbaldinn við Hringbraut standi auður um komandi áratugi, í nafni sparnaðar? Höfundur er sérfræðingur í bráðalækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Undirritaður, að sögn, kann ekki að lesa fjárlögin. (B.Benediktsson, hádegisfréttir Bylgjunnar 6.1.2023). Til glöggvunar þykir mér því rétt að eftirfarandi komi fram: Í þingjskjalinu Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023, í kafla 23.10 - Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, bls 291 kemur eftirfarandi fram, orðrétt: „Fjárheimild málaflokksins er lækkuð tímabundið um 2.177 m.kr. vegna hliðrunar á byggingarferli Nýs Landspítala. Fjárveiting til verkefnis Nýs Landspítala í frumvarpi 2023 er 13.400 m.kr.“. Á fjárlögum fyrir árið 2022, í kafla 5.1 - fjárfestingar og fjáramagnstilfærslur, bls 122, kemur eftirfarandi orðrétt fram: „Stærsta einstaka byggingarframkvæmdin í fjárlagafrumvarpinu er bygging nýs Landspítala en áætlað er að um 14 ma.kr. verði varið til hennar á árinu.“ Árið 2022 eyddi ríkið 14,2 ma kr í byggingu nýs landspítala. Bið lesendur að lesa sjálfir og draga eigin ályktanir. Ég fæ ekki betur séð en fjárheimildir til byggingar nýs spítala lækki um 2.177 milljónir frá því sem áætlað var, og ennfremur um 800 millljónir frá fyrra ári. Þarna kemur, að mínu mati, berlega í ljós að ráðherra og líklega skrifstofustjórar hans, gera sér ekki grein fyrir því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðismálum. Ennfremur nauðsyn þess að nýr spítali rísi sem allra fyrst, enda sá sem fyrir er löngu sprunginn. Jafnframt er rétt að taka fram að við neyðarástandi eins og því sem nú ríkir, er hjákátlegt að lesa setningar eins og hér að neðan þar sem menn státa sér af að fresta framkvæmdum í nafni hagræðingar: „Hröðum efnahagsbata árið 2022 hefur fylgt ört vaxandi verðbólga. Ríkisstjórnin réðst því í aðgerðir til að vinna gegn þenslu og verðbólgu með breytingum í 2. umræðu fjármálaáætlunar 2023–2027. Í þeim aðgerðum var fjárfestingarverkefnum og verkáföngum, sem nemur tæplega 10 ma.kr., frestað þar sem færi gefst á að afla hagstæðari tilboða síðar í ljósi mikilla umsvifa á byggingarmarkaði. Þar má helst nefna vegaframkvæmdir fyrir 3 ma.kr., uppfærð áætlun Nýja Landspítalans og byggingu Samhæfingarmiðstöðvar viðbragðsaðila.“ Hefur verið kannað hvað það kostar ríkissjóð aukalega að reka heilbrigðiskerfið án tilkomu nýs spítala? Það kom líka fram í máli ráðherra að ýmsar fjárheimildir hafi ekki tekist að nýta vegna skorts á mannskap. Þetta er jú mergurinn málsins og gott að heyra að ráðherra er meðvitaður um þann skort - þú nefnilega meðhöndlar ekki sjúklinga, eða hvað sem er svosem, nema einhver sé til staðar til að veita þá þjónustu sem á að veita. Það er óumdeilt að téður ráðherra heldur utan um pyngju ríkisins og getur, að nokkru marki, haft áhrif á stefnu og fjárútlát ríkissjóðs. Það skýtur því skökku við, að ráðherra sé tilbúinn að setja milljónahundruði í verkefni sem hann veit að ekki er hægt að framkvæma, vegna þess að hann og ráðuneyti hans hefur neitað að semja við þá sem veita heilbrigðisþjónustu - hjúkrunarfræðinga, sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sálfræðinga og svo mætti lengi telja - svo árum skipti! Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að leiðrétta laun heilbrigðisstétta til að tryggja að fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu geti nýst þegnum þessa lands, eða er ætlunin að steinkumbaldinn við Hringbraut standi auður um komandi áratugi, í nafni sparnaðar? Höfundur er sérfræðingur í bráðalækningum.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar