Fara stefnur fyrirtækja sömu leið og áramótaheitin? Hildur Magnúsdóttir og Sigvaldi Egill Lárusson skrifa 28. desember 2022 07:01 Nú líður að þeim tíma þar sem margir setja sér áramótaheit sem endurspegla háleit markmið fyrir komandi ár. Hugsanlega eru í leiðinni rifjuð upp markmið síðasta árs ef þau eru ekki alveg gleymd og þá gjarnan endurnýjuð. Það má segja að áramótaheitum svipi að mörgu leiti til stefnu fyrirtækja. Flest ef ekki öll fyrirtæki setja sér stefnu og tjalda gjarnan talsverðu til með stefnumótunardegi og þátttöku stjórnenda ef ekki allra starfsmanna. Rannsóknir benda þó til þess að stefnur endi oft eins og ármótaheitin; fyrnist fljótt í hita og þunga dagsins. Hvort sem um er að ræða áramótaheit eða stefnur fyrirtækja, þá er ásetningurinn góður. Allir sem setja sér áramótaheit vilja bæta eitthvað hjá sér, fleiri stundir með fjölskyldu og vinum, meiri hreyfing eða breytt mataræði eru vinsæl heit. Á sama hátt er tilgangurinn með stefnum fyrirtækja, , hvort sem um er að ræða heildarstefnu fyrirtækis, sjálfbærnistefnu eða mannauðsstefnu, að bæta núverandi stöðu. Það getur sannarlega verið svekkjandi að horfa til baka á uppsöfnuð óefnd áramótaheit. Að sama skapi getur það verið svekkjandi fyrir starfsmenn fyrirtækja að taka eingöngu þátt í stefnumótuninni og fá svo ekki tækifæri til að koma að innleiðingu stefnunnar og upplifa að athafnir og efndir fylgi ekki orðum. Hvort sem það er áramótaheit eða stefnur fyrirtækja er mikilvægt að koma þeim í framkvæmd. Áramótaheit um aukna hreyfingu er jú bara áramótaheit og til lítils gagns ef við komum því ekki í framkvæmd og fylgjum eftir með því að auka hreyfingu í verki. Það sama á við um stefnurnar. Við vitum öll, að það að setja sér loftlagsstefnu minnkar ekki útblástur gróðurhúsalofttegunda eitt og sér, það þarf að framkvæma og fylgja stefnunni eftir með aðgerðum sem draga úr útblæstri og stuðla þannig að því að við náum markmiðum stefnunnar. Á tímum óvissu og þar sem breytingar verða sífellt hraðari, eins og nú, er markviss innleiðing stefnu jafnvel mikilvægari en stefnumótunin sjálf. Vel heppnuð innleiðing stefnu hefur jákvæð áhrif á menningu fyrirtækja þar sem starfmenn vinna saman að sameiginlegu markmiði með mælanlegan og sýnilegan árangur. Við getum ákveðið að á árinu 2023 ætlum við að fylgja stefnunni betur eftir, vinna með markvissum hætti að því að innleiða hana með aðgerðum sem styðja við ferlið og setja niður mælikvarða sem æskilegt er að fylgjast með. En af hverju ekki að byrja strax? Tólf mánuðir eru fljótir að líða og í stað þess að bíða til seinni hluta ársins 2023 með að innleiða stefnuna, afhverju ekki að nýta fyrstu mánuði ársins til að koma okkur af stað og reyna að tryggja að okkar fyrirtæki verði ekki eitt af þeim fyrirtækjum sem stinga stefnunni ofan í skúffu án þess að koma henni í framkvæmd. Flest öll erum við með dagskipulag og skráningu yfir fundi í dagatalinu í tölvupóstinum í stað þess að skrifa þau niður á pappír, margir eru með app til að halda utan um hreyfingu, jafnvel mataræði og við notum margvíslegan hugbúnað til að hjálpa okkur við að ná markmiðum okkar. En hvað þá með stefnuna? Hvað notum við til að halda okkur við efnið, fylgja eftir og innleiða þá stefnu sem við höfum sett okkur? Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að fylgja eftir stefnunni á nýju ári? Höfundar eru starfsmenn DecideAct Solutions. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú líður að þeim tíma þar sem margir setja sér áramótaheit sem endurspegla háleit markmið fyrir komandi ár. Hugsanlega eru í leiðinni rifjuð upp markmið síðasta árs ef þau eru ekki alveg gleymd og þá gjarnan endurnýjuð. Það má segja að áramótaheitum svipi að mörgu leiti til stefnu fyrirtækja. Flest ef ekki öll fyrirtæki setja sér stefnu og tjalda gjarnan talsverðu til með stefnumótunardegi og þátttöku stjórnenda ef ekki allra starfsmanna. Rannsóknir benda þó til þess að stefnur endi oft eins og ármótaheitin; fyrnist fljótt í hita og þunga dagsins. Hvort sem um er að ræða áramótaheit eða stefnur fyrirtækja, þá er ásetningurinn góður. Allir sem setja sér áramótaheit vilja bæta eitthvað hjá sér, fleiri stundir með fjölskyldu og vinum, meiri hreyfing eða breytt mataræði eru vinsæl heit. Á sama hátt er tilgangurinn með stefnum fyrirtækja, , hvort sem um er að ræða heildarstefnu fyrirtækis, sjálfbærnistefnu eða mannauðsstefnu, að bæta núverandi stöðu. Það getur sannarlega verið svekkjandi að horfa til baka á uppsöfnuð óefnd áramótaheit. Að sama skapi getur það verið svekkjandi fyrir starfsmenn fyrirtækja að taka eingöngu þátt í stefnumótuninni og fá svo ekki tækifæri til að koma að innleiðingu stefnunnar og upplifa að athafnir og efndir fylgi ekki orðum. Hvort sem það er áramótaheit eða stefnur fyrirtækja er mikilvægt að koma þeim í framkvæmd. Áramótaheit um aukna hreyfingu er jú bara áramótaheit og til lítils gagns ef við komum því ekki í framkvæmd og fylgjum eftir með því að auka hreyfingu í verki. Það sama á við um stefnurnar. Við vitum öll, að það að setja sér loftlagsstefnu minnkar ekki útblástur gróðurhúsalofttegunda eitt og sér, það þarf að framkvæma og fylgja stefnunni eftir með aðgerðum sem draga úr útblæstri og stuðla þannig að því að við náum markmiðum stefnunnar. Á tímum óvissu og þar sem breytingar verða sífellt hraðari, eins og nú, er markviss innleiðing stefnu jafnvel mikilvægari en stefnumótunin sjálf. Vel heppnuð innleiðing stefnu hefur jákvæð áhrif á menningu fyrirtækja þar sem starfmenn vinna saman að sameiginlegu markmiði með mælanlegan og sýnilegan árangur. Við getum ákveðið að á árinu 2023 ætlum við að fylgja stefnunni betur eftir, vinna með markvissum hætti að því að innleiða hana með aðgerðum sem styðja við ferlið og setja niður mælikvarða sem æskilegt er að fylgjast með. En af hverju ekki að byrja strax? Tólf mánuðir eru fljótir að líða og í stað þess að bíða til seinni hluta ársins 2023 með að innleiða stefnuna, afhverju ekki að nýta fyrstu mánuði ársins til að koma okkur af stað og reyna að tryggja að okkar fyrirtæki verði ekki eitt af þeim fyrirtækjum sem stinga stefnunni ofan í skúffu án þess að koma henni í framkvæmd. Flest öll erum við með dagskipulag og skráningu yfir fundi í dagatalinu í tölvupóstinum í stað þess að skrifa þau niður á pappír, margir eru með app til að halda utan um hreyfingu, jafnvel mataræði og við notum margvíslegan hugbúnað til að hjálpa okkur við að ná markmiðum okkar. En hvað þá með stefnuna? Hvað notum við til að halda okkur við efnið, fylgja eftir og innleiða þá stefnu sem við höfum sett okkur? Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að fylgja eftir stefnunni á nýju ári? Höfundar eru starfsmenn DecideAct Solutions.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun