Kemstu heim um hátíð ljóss og friðar… samkenndar og kærleika? Ágúst Bjarni Garðarsson og Ósk Sigurðardóttir skrifa 22. desember 2022 07:00 Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki. Búum við öll við sömu tækifæri þegar að þessu kemur? Þó nokkur hluti landsmanna er á hjúkrunarheimilum, á sjúkrahúsum og í öðrum búsetuúrræðum og treystir á ferðaþjónustu fatlaðra og aðra akstursþjónustu til að komast á milli staða. Til foreldra, barna eða jafnvel vina. Stór hluti þessa fólks nýtir hjólastóla í sínu daglega lífi, komast ekki sjálf í og úr stólunum og þurfa því sérstaka hjólastólabíla til þess að geta tekið þátt í lífinu og gert hluti sem okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Hvaða þjónusta er í boði? Pant sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Samkvæmt heimasíðu Pant á fatlað fólk, sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki, rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs. Það er eitthvað sem við teljum að okkur öllum, eða vonandi flestum, þykir sjálfsögð mannréttindi og virðing við fólk. Pant sem er með 47 hjólastólabíla og sér um þjónustu í Reykjavík, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi, nýtir einungis 12 þeirra um hátíðarnar. Hópbílar hf. sjá um akstursþjónustu fyrir Hafnarfjörð. Eins og staðan er nú í kringum hátíðirnar eru einungis örfáir tímar lausir, en við setjum stórt spurningamerki við þær tímasetningar sem boðið er upp á, sérstaklega í kringum þá daga sem við teljum sérstaklega viðkvæma í lífi fólks; aðfangadag og gamlársdag, en þá fer síðasta ferð á sama tíma og áramótaskaupið hefst á RÚV. Dapurlegt. Staðan á leigubílastöðvunum á höfuðborgarsvæðinu er ekki góð en þar eru til að mynda aðeins örfáir hjólastólabílar og allt upppantað yfir hátíðarnar. Sama er upp á teningnum úti á landi en á Akureyri er til dæmis ekki boðið upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða um helgar og á rauðum dögum. Bæði á Akureyri og á Höfn eru einstaklingar með einn bíl sem bjóða upp á þjónustu og skutla fólki fram og til baka. Er það eðlilegt? Hvernig viljum við koma fram við fólk? Hér er um að ræða viðkvæman hóp fólks sem nýtir sér þessa þjónustu til þess eins að geta tekið þátt í lífinu. Til þess að geta notið samverustunda með fólkinu sínu. Það er ekki af illum hug sem þessi staða er uppi og enn síður er hún ný af nálinni. Árið 2019 keyrðu Pant bílar einungis til kl. 17 og þá var enginn jólakvöldverður í boði. Röddin verður hins vegar háværari með hverju árinu sem líður. Við teljum að hægt sé að gera betur þegar að þessari þjónustu kemur og í raun viljum við brýna sveitarfélög til að taka þetta til sérstakrar skoðunar og skoða vel hvort ekki sé hægt að bæta í og úr yfir þennan viðkvæma og góða tíma sem við viljum öll fá að njóta saman. Tíminn er skammur en það er enn hægt að bæta í og tryggja ánægjulega samveru yfir hátíðirnar. Það er gott fyrir hjartað… eins og sagt er. Gleðilega hátíð! Höfundar eru Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, og Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar, bæði stjórnarfólk í verkefninu Römpum upp Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Ferðaþjónusta fatlaðra Framsóknarflokkurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki. Búum við öll við sömu tækifæri þegar að þessu kemur? Þó nokkur hluti landsmanna er á hjúkrunarheimilum, á sjúkrahúsum og í öðrum búsetuúrræðum og treystir á ferðaþjónustu fatlaðra og aðra akstursþjónustu til að komast á milli staða. Til foreldra, barna eða jafnvel vina. Stór hluti þessa fólks nýtir hjólastóla í sínu daglega lífi, komast ekki sjálf í og úr stólunum og þurfa því sérstaka hjólastólabíla til þess að geta tekið þátt í lífinu og gert hluti sem okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Hvaða þjónusta er í boði? Pant sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Samkvæmt heimasíðu Pant á fatlað fólk, sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki, rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs. Það er eitthvað sem við teljum að okkur öllum, eða vonandi flestum, þykir sjálfsögð mannréttindi og virðing við fólk. Pant sem er með 47 hjólastólabíla og sér um þjónustu í Reykjavík, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi, nýtir einungis 12 þeirra um hátíðarnar. Hópbílar hf. sjá um akstursþjónustu fyrir Hafnarfjörð. Eins og staðan er nú í kringum hátíðirnar eru einungis örfáir tímar lausir, en við setjum stórt spurningamerki við þær tímasetningar sem boðið er upp á, sérstaklega í kringum þá daga sem við teljum sérstaklega viðkvæma í lífi fólks; aðfangadag og gamlársdag, en þá fer síðasta ferð á sama tíma og áramótaskaupið hefst á RÚV. Dapurlegt. Staðan á leigubílastöðvunum á höfuðborgarsvæðinu er ekki góð en þar eru til að mynda aðeins örfáir hjólastólabílar og allt upppantað yfir hátíðarnar. Sama er upp á teningnum úti á landi en á Akureyri er til dæmis ekki boðið upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða um helgar og á rauðum dögum. Bæði á Akureyri og á Höfn eru einstaklingar með einn bíl sem bjóða upp á þjónustu og skutla fólki fram og til baka. Er það eðlilegt? Hvernig viljum við koma fram við fólk? Hér er um að ræða viðkvæman hóp fólks sem nýtir sér þessa þjónustu til þess eins að geta tekið þátt í lífinu. Til þess að geta notið samverustunda með fólkinu sínu. Það er ekki af illum hug sem þessi staða er uppi og enn síður er hún ný af nálinni. Árið 2019 keyrðu Pant bílar einungis til kl. 17 og þá var enginn jólakvöldverður í boði. Röddin verður hins vegar háværari með hverju árinu sem líður. Við teljum að hægt sé að gera betur þegar að þessari þjónustu kemur og í raun viljum við brýna sveitarfélög til að taka þetta til sérstakrar skoðunar og skoða vel hvort ekki sé hægt að bæta í og úr yfir þennan viðkvæma og góða tíma sem við viljum öll fá að njóta saman. Tíminn er skammur en það er enn hægt að bæta í og tryggja ánægjulega samveru yfir hátíðirnar. Það er gott fyrir hjartað… eins og sagt er. Gleðilega hátíð! Höfundar eru Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, og Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar, bæði stjórnarfólk í verkefninu Römpum upp Ísland.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun