Andskotans fokking fokk Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson skrifar 21. desember 2022 09:31 Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. Þegar allt var búið að vera í „steik,“ í borginni heila helgi mætir formaður umhverfis- og skipulagsráðs, borgarfulltrúinn Alexandra Briem, í beina útsendingu RÚV á sunnudagskvöld og segir m.a. þetta: „Svo er stefnan að fara í að taka húsagötur síðdegis í dag og í kvöld.“ Já, einmitt! Ekki gekk það nú eftir enda alltof fá snjóruðningstæki að störfum. Spurning um að Dagur og félagar hringi í nágrannasveitarfélögin og spyrji hvernig hægt sé að verða sér út um snjóruðningstæki. Það er ljóst að kjörnir fulltrúar okkar þurfa hjálp. Dæmin sanna að þeir eru ófærir um að bregðast við snjókomu og ófærð, sem þó er árlegur viðburður í borginni. Fólk er ekki búið að gleyma getuleysi borgaryfirvalda síðasta vetur. Þá var ástandið líka hörmulegt. En það er líklega borin von að úr þessu rætist, en í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali mátti líka heyra fulltrúa borgarinnar segja þetta: „Við erum með stýrihóp um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá erum við taka inn þessar lexíur frá því í fyrra…“ Nei, þið hafið ekkert lært. Ástandið hefur ekki batnað, það sjá það allir. Viðtalið var annars eins og grínskets úr Fóstbræðum, sem verður ekki alveg eins fyndið þegar áhorfendur sitja fastir heima hjá sér ófærðinni. Besti vinur aðal, Einar Þorsteinsson, er álíka brattur í ófærðinni og aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum og mætti á Bylgjuna á mánudagsmorgun og sagði moksturinn ganga ágætlega. Og gat þess líka að það væri búið að skafa götuna hjá honum. Talandi um að strá salti í sárin. Sá sem þetta ritar er íbúi í Reynisvatnsási í Reykjavík (póstnúmer 113) og því nærtækast að nefna hverfið sem dæmi um ömurlega þjónustu hvað viðvíkur snjómokstri. Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl. Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu. Um helgina myndaðist slóði sunnan megin Haukdælabrautar og þá var hægt að komast út úr hverfinu við illan leik. Að mæta þar bíl sem kom úr gangstæðri átt var að sjálfsögðu vonlaust. Á sama tíma var kolófært norðan Haukdælabrautar við hina akstursleiðina út úr hverfinu. Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa? Höfundur er íbúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. Þegar allt var búið að vera í „steik,“ í borginni heila helgi mætir formaður umhverfis- og skipulagsráðs, borgarfulltrúinn Alexandra Briem, í beina útsendingu RÚV á sunnudagskvöld og segir m.a. þetta: „Svo er stefnan að fara í að taka húsagötur síðdegis í dag og í kvöld.“ Já, einmitt! Ekki gekk það nú eftir enda alltof fá snjóruðningstæki að störfum. Spurning um að Dagur og félagar hringi í nágrannasveitarfélögin og spyrji hvernig hægt sé að verða sér út um snjóruðningstæki. Það er ljóst að kjörnir fulltrúar okkar þurfa hjálp. Dæmin sanna að þeir eru ófærir um að bregðast við snjókomu og ófærð, sem þó er árlegur viðburður í borginni. Fólk er ekki búið að gleyma getuleysi borgaryfirvalda síðasta vetur. Þá var ástandið líka hörmulegt. En það er líklega borin von að úr þessu rætist, en í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali mátti líka heyra fulltrúa borgarinnar segja þetta: „Við erum með stýrihóp um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá erum við taka inn þessar lexíur frá því í fyrra…“ Nei, þið hafið ekkert lært. Ástandið hefur ekki batnað, það sjá það allir. Viðtalið var annars eins og grínskets úr Fóstbræðum, sem verður ekki alveg eins fyndið þegar áhorfendur sitja fastir heima hjá sér ófærðinni. Besti vinur aðal, Einar Þorsteinsson, er álíka brattur í ófærðinni og aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum og mætti á Bylgjuna á mánudagsmorgun og sagði moksturinn ganga ágætlega. Og gat þess líka að það væri búið að skafa götuna hjá honum. Talandi um að strá salti í sárin. Sá sem þetta ritar er íbúi í Reynisvatnsási í Reykjavík (póstnúmer 113) og því nærtækast að nefna hverfið sem dæmi um ömurlega þjónustu hvað viðvíkur snjómokstri. Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl. Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu. Um helgina myndaðist slóði sunnan megin Haukdælabrautar og þá var hægt að komast út úr hverfinu við illan leik. Að mæta þar bíl sem kom úr gangstæðri átt var að sjálfsögðu vonlaust. Á sama tíma var kolófært norðan Haukdælabrautar við hina akstursleiðina út úr hverfinu. Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa? Höfundur er íbúi í Reykjavík.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun