Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar 25. október 2025 09:30 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist staðföst í áformum um að hækka skatta á ferðamenn með nýjum álögum án þess að gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf. Erlendir ferðamenn greiða þegar gífurlegar fjárhæðir í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, án þess að fá þjónustu á móti. Hver ferðamaður greiðir að jafnaði yfir 7.000 krónur á dag í virðisaukaskatt, sem samsvarar rúmlega 200 milljörðum króna árlega. Ferðaþjónustan er því ein stærsta tekjulind ríkissjóðs, og skilar margfalt meiri tekjum en nokkur sértæk gjaldtaka eða innviðagjöld geta gert. Reynslan sýnir jafnframt að ný gjöld, eins og innviðagjald á skemmtiferðaskip, hafa þegar haft neikvæð áhrif á bókanir og þar með tekjur. Skattahækkanir á ferðamenn eru tvíeggjað sverð. Ef ferðamönnum fækkar, minnka tekjur ríkissjóðs, jafnvel þó skattar á þá hækki. Fækkun um 100.000 ferðamenn jafngildir 10 milljarða króna tekjutapi. Fjölgun um 200.000 ferðamenn skilar 20 milljarða króna tekjuaukningu. Ferðaþjónustan eykur tekjur ríkisins án þess að krefjast mikils. Virðisaukaskattur er neytendaskattur, ekki skattur á fyrirtæki. Þau sjá aðeins um að innheimta skattinn. Það eru ferðamennirnir sem greiða hann og þannig skapa þeir hreinar nýjar tekjur fyrir ríkissjóð. Þeir eru viðbótarneytendur sem koma með nýtt fjármagn inn í hagkerfið, án þess að fá mikla opinbera þjónustu á móti. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum verið ein öflugasta tekjulind ríkissjóðs, fjárfest í mannauði, tækjum, þjónustu og markaðssetningu Íslands. Hún hefur þannig fjölgað skattgreiðendum og aukið tekjur ríkissjóðs svo um munar. Að hækka skatta á atvinnugrein sem þegar skilar svona miklu er skammsýn stefna. Það er eins og að pissa í skóinn sinn og gleyma að frostið bítur þegar frá líður. Skynsamleg leið til framtíðar Árangursrík skattastefna byggir ekki á hærri prósentum heldur á heilbrigðu atvinnulífi og virku samstarfi. Ferðaþjónustan á að vera tilbúin til að vinna með stjórnvöldum að einföldum og sanngjörnum lausnum sem samræma hagsmuni ríkissjóðs og áfangastaða. Ef markmiðið er að tengja tekjur ríkissjóðs við aðgang ferðamanna að náttúru landsins, ætti að nýta núverandi kerfi í stað nýrra flókinna gjaldtaka. Ein einföld og framkvæmanleg leið væri að leggja virðisaukaskatt á bílastæðagjöld sem eru við vinsæla ferðamannastaði. Slík aðgerð hefði takmörkuð áhrif á upplifun ferðamanna, krefðist ekki nýrra stofnana eða eftirlits og tryggði ríkissjóði eðlilegt hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem ferðaþjónustan þegar stendur undir. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist staðföst í áformum um að hækka skatta á ferðamenn með nýjum álögum án þess að gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf. Erlendir ferðamenn greiða þegar gífurlegar fjárhæðir í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, án þess að fá þjónustu á móti. Hver ferðamaður greiðir að jafnaði yfir 7.000 krónur á dag í virðisaukaskatt, sem samsvarar rúmlega 200 milljörðum króna árlega. Ferðaþjónustan er því ein stærsta tekjulind ríkissjóðs, og skilar margfalt meiri tekjum en nokkur sértæk gjaldtaka eða innviðagjöld geta gert. Reynslan sýnir jafnframt að ný gjöld, eins og innviðagjald á skemmtiferðaskip, hafa þegar haft neikvæð áhrif á bókanir og þar með tekjur. Skattahækkanir á ferðamenn eru tvíeggjað sverð. Ef ferðamönnum fækkar, minnka tekjur ríkissjóðs, jafnvel þó skattar á þá hækki. Fækkun um 100.000 ferðamenn jafngildir 10 milljarða króna tekjutapi. Fjölgun um 200.000 ferðamenn skilar 20 milljarða króna tekjuaukningu. Ferðaþjónustan eykur tekjur ríkisins án þess að krefjast mikils. Virðisaukaskattur er neytendaskattur, ekki skattur á fyrirtæki. Þau sjá aðeins um að innheimta skattinn. Það eru ferðamennirnir sem greiða hann og þannig skapa þeir hreinar nýjar tekjur fyrir ríkissjóð. Þeir eru viðbótarneytendur sem koma með nýtt fjármagn inn í hagkerfið, án þess að fá mikla opinbera þjónustu á móti. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum verið ein öflugasta tekjulind ríkissjóðs, fjárfest í mannauði, tækjum, þjónustu og markaðssetningu Íslands. Hún hefur þannig fjölgað skattgreiðendum og aukið tekjur ríkissjóðs svo um munar. Að hækka skatta á atvinnugrein sem þegar skilar svona miklu er skammsýn stefna. Það er eins og að pissa í skóinn sinn og gleyma að frostið bítur þegar frá líður. Skynsamleg leið til framtíðar Árangursrík skattastefna byggir ekki á hærri prósentum heldur á heilbrigðu atvinnulífi og virku samstarfi. Ferðaþjónustan á að vera tilbúin til að vinna með stjórnvöldum að einföldum og sanngjörnum lausnum sem samræma hagsmuni ríkissjóðs og áfangastaða. Ef markmiðið er að tengja tekjur ríkissjóðs við aðgang ferðamanna að náttúru landsins, ætti að nýta núverandi kerfi í stað nýrra flókinna gjaldtaka. Ein einföld og framkvæmanleg leið væri að leggja virðisaukaskatt á bílastæðagjöld sem eru við vinsæla ferðamannastaði. Slík aðgerð hefði takmörkuð áhrif á upplifun ferðamanna, krefðist ekki nýrra stofnana eða eftirlits og tryggði ríkissjóði eðlilegt hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem ferðaþjónustan þegar stendur undir. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun