„Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar 26. október 2025 08:30 Þann 10. október birtist grein í Läkartidningen, sænska læknablaðinu, eftir Leif Elinder, barnalækni á eftirlaunum. Hér á eftir fylgir samantekt á efni greinarinnar, sem er mikilvægt og áhrifamikið innlegg í umræðuna um dánaraðstoð. Elinder fangar í fáum en vel völdum orðum kjarnann í því sem málið snýst um: „Að lina þjáningar er kjarninn í læknislistinni. Að neyða fólk til að þrauka hið óbærilega er hið gagnstæða.“ Greinin var skrifuð í kjölfar umfjöllunar Läkartidningen um bókina Dödshjälp. Perspektiv och begrepp eftir Gunillu Silfverberg þar sem kallað var eftir opnari og kjarkmeiri umræðu. Elinder tekur undir þá áskorun og segir að Svíþjóð þurfi að setja skýr lög sem heimila dánaraðstoð við strangar og vel skilgreindar aðstæður. Hann bendir á að þetta sé ekki fræðileg spurning heldur áþreifanlegur raunveruleiki fyrir fólk sem þjáist á lokaskeiði lífsins. „Þar má nefna einstaklinga með MND, sem vita að líkaminn mun smám saman verða að fangelsi, eða krabbameinssjúka sem þrátt fyrir bestu líknarmeðferð búa við óbærilegar kvalir. Fyrir þetta fólk nægir ekki alltaf að draga úr sársauka – það þarf að fá réttinn til að ákveða sjálft hvenær nóg sé komið.“ Gagnrýnendur dánaraðstoðar tala gjarnan um að heimild til dánaraðstoðar gæti smám saman leitt til víðtækari notkunar eða misnotkunar. Elinder bendir á að það sé nú þegar til staðar mikill ójöfnuður þrátt fyrir að ekki sé búið að lögleiða dánaraðstoð. „Sá sem hefur efni á því getur ferðast til Sviss og fengið dánaraðstoð, en hinn, sem ekki hefur fjárráð, er skilinn eftir einn til að þola sínar eigin lífslokakvalir.“ Hann minnir á að Svíþjóð sé langt á eftir öðrum löndum. Belgía, Holland, Kanada, Sviss og sum ríki Bandaríkjanna hafa þegar lögfest rétt sjúklinga til að deyja með reisn. Það sé óskiljanlegt að sænskir sjúklingar skuli ekki njóta sömu réttinda. „Við læknar berum ábyrgð á að tala skýrt. Það er ekki í samræmi við mannlega reisn að skilja fólk eftir án valkosta. Líknarmeðferð er nauðsynleg, en hún er ekki alltaf nægileg. Að veita fólki tækifæri til að ljúka lífi sínu við vandlega stýrðar og öruggar aðstæður er ekki uppgjöf heldur viðurkenning á sjálfræði og mannlegri reisn sjúklingsins.“ Að lokum spyr Elinder einfaldrar en afgerandi spurningar: „Ætlum við að leyfa sjúklingum okkar að deyja á þann hátt sem endurspeglar vilja þeirra og reisn – eða ætlum við að halda áfram að loka augunum fyrir þjáningu þeirra? Nú er kominn tími til að sýna hugrekki og ábyrgð.“ Orð Leifs Elinder minna á að umræðan um dánaraðstoð snýst ekki fyrst og fremst um dauðann, heldur um lífið – um réttinn til að lifa og deyja með reisn, í samræmi við eigin gildi og vilja. Staðan á Íslandi er auðvitað sú sama og í Svíþjóð og við tökum undir með Leif Elinder að tími sé kominn til að ræða dánaraðstoð af hreinskilni og hugrekki. Að útiloka dánaraðstoð er ekki hlutleysi heldur ákvörðun um að láta fólk án valkosta. Ef við viljum virða sjálfræði, mannúð og reisn þurfum við að bjóða upp á þann möguleika sem önnur framsækin samfélög hafa þegar samþykkt – að leyfa fólki að deyja með reisn. Ingrid Kuhlman þýddi greinina. Hún er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þann 10. október birtist grein í Läkartidningen, sænska læknablaðinu, eftir Leif Elinder, barnalækni á eftirlaunum. Hér á eftir fylgir samantekt á efni greinarinnar, sem er mikilvægt og áhrifamikið innlegg í umræðuna um dánaraðstoð. Elinder fangar í fáum en vel völdum orðum kjarnann í því sem málið snýst um: „Að lina þjáningar er kjarninn í læknislistinni. Að neyða fólk til að þrauka hið óbærilega er hið gagnstæða.“ Greinin var skrifuð í kjölfar umfjöllunar Läkartidningen um bókina Dödshjälp. Perspektiv och begrepp eftir Gunillu Silfverberg þar sem kallað var eftir opnari og kjarkmeiri umræðu. Elinder tekur undir þá áskorun og segir að Svíþjóð þurfi að setja skýr lög sem heimila dánaraðstoð við strangar og vel skilgreindar aðstæður. Hann bendir á að þetta sé ekki fræðileg spurning heldur áþreifanlegur raunveruleiki fyrir fólk sem þjáist á lokaskeiði lífsins. „Þar má nefna einstaklinga með MND, sem vita að líkaminn mun smám saman verða að fangelsi, eða krabbameinssjúka sem þrátt fyrir bestu líknarmeðferð búa við óbærilegar kvalir. Fyrir þetta fólk nægir ekki alltaf að draga úr sársauka – það þarf að fá réttinn til að ákveða sjálft hvenær nóg sé komið.“ Gagnrýnendur dánaraðstoðar tala gjarnan um að heimild til dánaraðstoðar gæti smám saman leitt til víðtækari notkunar eða misnotkunar. Elinder bendir á að það sé nú þegar til staðar mikill ójöfnuður þrátt fyrir að ekki sé búið að lögleiða dánaraðstoð. „Sá sem hefur efni á því getur ferðast til Sviss og fengið dánaraðstoð, en hinn, sem ekki hefur fjárráð, er skilinn eftir einn til að þola sínar eigin lífslokakvalir.“ Hann minnir á að Svíþjóð sé langt á eftir öðrum löndum. Belgía, Holland, Kanada, Sviss og sum ríki Bandaríkjanna hafa þegar lögfest rétt sjúklinga til að deyja með reisn. Það sé óskiljanlegt að sænskir sjúklingar skuli ekki njóta sömu réttinda. „Við læknar berum ábyrgð á að tala skýrt. Það er ekki í samræmi við mannlega reisn að skilja fólk eftir án valkosta. Líknarmeðferð er nauðsynleg, en hún er ekki alltaf nægileg. Að veita fólki tækifæri til að ljúka lífi sínu við vandlega stýrðar og öruggar aðstæður er ekki uppgjöf heldur viðurkenning á sjálfræði og mannlegri reisn sjúklingsins.“ Að lokum spyr Elinder einfaldrar en afgerandi spurningar: „Ætlum við að leyfa sjúklingum okkar að deyja á þann hátt sem endurspeglar vilja þeirra og reisn – eða ætlum við að halda áfram að loka augunum fyrir þjáningu þeirra? Nú er kominn tími til að sýna hugrekki og ábyrgð.“ Orð Leifs Elinder minna á að umræðan um dánaraðstoð snýst ekki fyrst og fremst um dauðann, heldur um lífið – um réttinn til að lifa og deyja með reisn, í samræmi við eigin gildi og vilja. Staðan á Íslandi er auðvitað sú sama og í Svíþjóð og við tökum undir með Leif Elinder að tími sé kominn til að ræða dánaraðstoð af hreinskilni og hugrekki. Að útiloka dánaraðstoð er ekki hlutleysi heldur ákvörðun um að láta fólk án valkosta. Ef við viljum virða sjálfræði, mannúð og reisn þurfum við að bjóða upp á þann möguleika sem önnur framsækin samfélög hafa þegar samþykkt – að leyfa fólki að deyja með reisn. Ingrid Kuhlman þýddi greinina. Hún er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar