Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir skrifa 24. október 2025 12:02 Konur á Íslandi mennta sig meira en nokkru sinni fyrr, en fá samt minnst út úr menntun sinni. Ávinningur af háskólanámi hefur aldrei verið minni, og það er sérstaklega áberandi hjá ungum konum. Samkvæmt nýjustu gögnum BHM og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þéna háskólamenntaðar konur að jafnaði á við karla með stúdentspróf. Árið 2022 fengu konur að meðaltali 83 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem karlar fengu. Launamunurinn byrjar snemma og eykst með aldrinum, úr 16% hjá ungu fólki í 26% þegar líður á starfsævina. Þetta hefur bein áhrif á lífsgæði, lífeyrisréttindi og efnahagslegt sjálfstæði kvenna. Á sama tíma hefur ávinningur af háskólanámi dregist saman um nær 40% á síðustu fimmtán árum. Fyrir yngstu hópana, 25–34 ára, hefur hann minnkað úr 48% niður í 21%. Það þýðir að unga kynslóðin fær nú aðeins helming þess ávinnings sem foreldrar þeirra nutu á sínum tíma. Þó hlutfallslegur ávinningur virðist hærri hjá konum (28%) en körlum (19%), er það blekking. Hann endurspeglar ekki raunverulegan launamun heldur lágar tekjur kvenna almennt. Háskólamenntaðar konur eru í raun með svipuð laun og karlar sem hafa aðeins lokið framhaldsskóla. Í stuttu máli: konur mennta sig mest, en virði menntunar þeirra er minnst.Þær eru í miklum meirihluta háskólanema (58% á móti 31% körlum) og bera uppi störf sem halda samfélaginu gangandi – í heilbrigðisþjónustu, kennslu og umönnun – en fá samt sífellt minna greitt fyrir meiri ábyrgð og menntun. Þróunin er ekki aðeins óréttlát, hún er hættuleg. Hún sendir skýr skilaboð til ungra kvenna: að fjárfesting í eigin menntun borgi sig síður en áður. Að samfélagið umbuni hvorki vinnu þeirra né þekkingu. Þegar konur eru í meirihluta í háskólum, í velferðarkerfinu og í opinbera geiranum lækkar ávinningurinn. Það er ekki vegna þess að menntun er minna virði, heldur vegna þess að samfélagið metur kvennastörf minna. Til þess er Kvennaverkfall. Ekki vegna þess að við erum að krefjast sætis við borðið - við erum með sæti við borðið þökk sé skörungunum sem ruddu veginn fyrir fimmtíu árum síðan. Í ár förum við í kvennaverkfall því við krefjumst þess að vinnandi konur búi ekki við kynjaðan launamismun og að menntun þeirra sé ekki gjaldfelld. Við krefjumst þess að mikilvægi kvenna sem vinnandi samfélagsþegna sjáist hvað launakjör varðar, og að lykilgreinar sem nú einkennast af meirihluta kvenna séu ekki gjaldfelldar. Við krefjumst þess að konur þurfi ekki að veigra sér við háskólanámi fyrir dæmigerð kvennastörf því þær vita að launin þeirra muni ekki endurspegla ólaunaða starfnámið, álagið sem fylgdi láglaunastarfinu sem þær vinna til að eiga efni á námi sínu og jafnvel móðir, eða ábyrgðina sem fylgir sérfræðimenntun þeirra og starfi að námi loknu. Við krefjumst þess að fólkið sem kennir börnunum okkar, unglingunum okkar og stúdentunum sem vilja verða sérfræðingar á sínu sviði fái vinnuframlag sitt, sérfræðiþekkingu og ábyrgð metna að verðleikum. Við krefjumst þess að fólkið sem hjúkrar sjúklingum og axlar ábyrgð langt umfram vinnuskyldu á deildum spítala fái sanngjörn laun fyrir það mikilvæga starf sem það vinnur í þágu velferðarsamfélags okkar. Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi yfir lykilstörf sem sinnt er af miklum meirihluta af konum í samfélaginu okkar, en meginstefið er: Við krefjumst þess að svokallaðar kvennastéttir fái raunverulegt virði framlags síns metið. Ekki bara með fögrum þakkarorðum og loforðum heldur með beinhörðum peningum. Höfundar eru Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta og Íris Björk Ágústsdóttir, jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Konur á Íslandi mennta sig meira en nokkru sinni fyrr, en fá samt minnst út úr menntun sinni. Ávinningur af háskólanámi hefur aldrei verið minni, og það er sérstaklega áberandi hjá ungum konum. Samkvæmt nýjustu gögnum BHM og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þéna háskólamenntaðar konur að jafnaði á við karla með stúdentspróf. Árið 2022 fengu konur að meðaltali 83 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem karlar fengu. Launamunurinn byrjar snemma og eykst með aldrinum, úr 16% hjá ungu fólki í 26% þegar líður á starfsævina. Þetta hefur bein áhrif á lífsgæði, lífeyrisréttindi og efnahagslegt sjálfstæði kvenna. Á sama tíma hefur ávinningur af háskólanámi dregist saman um nær 40% á síðustu fimmtán árum. Fyrir yngstu hópana, 25–34 ára, hefur hann minnkað úr 48% niður í 21%. Það þýðir að unga kynslóðin fær nú aðeins helming þess ávinnings sem foreldrar þeirra nutu á sínum tíma. Þó hlutfallslegur ávinningur virðist hærri hjá konum (28%) en körlum (19%), er það blekking. Hann endurspeglar ekki raunverulegan launamun heldur lágar tekjur kvenna almennt. Háskólamenntaðar konur eru í raun með svipuð laun og karlar sem hafa aðeins lokið framhaldsskóla. Í stuttu máli: konur mennta sig mest, en virði menntunar þeirra er minnst.Þær eru í miklum meirihluta háskólanema (58% á móti 31% körlum) og bera uppi störf sem halda samfélaginu gangandi – í heilbrigðisþjónustu, kennslu og umönnun – en fá samt sífellt minna greitt fyrir meiri ábyrgð og menntun. Þróunin er ekki aðeins óréttlát, hún er hættuleg. Hún sendir skýr skilaboð til ungra kvenna: að fjárfesting í eigin menntun borgi sig síður en áður. Að samfélagið umbuni hvorki vinnu þeirra né þekkingu. Þegar konur eru í meirihluta í háskólum, í velferðarkerfinu og í opinbera geiranum lækkar ávinningurinn. Það er ekki vegna þess að menntun er minna virði, heldur vegna þess að samfélagið metur kvennastörf minna. Til þess er Kvennaverkfall. Ekki vegna þess að við erum að krefjast sætis við borðið - við erum með sæti við borðið þökk sé skörungunum sem ruddu veginn fyrir fimmtíu árum síðan. Í ár förum við í kvennaverkfall því við krefjumst þess að vinnandi konur búi ekki við kynjaðan launamismun og að menntun þeirra sé ekki gjaldfelld. Við krefjumst þess að mikilvægi kvenna sem vinnandi samfélagsþegna sjáist hvað launakjör varðar, og að lykilgreinar sem nú einkennast af meirihluta kvenna séu ekki gjaldfelldar. Við krefjumst þess að konur þurfi ekki að veigra sér við háskólanámi fyrir dæmigerð kvennastörf því þær vita að launin þeirra muni ekki endurspegla ólaunaða starfnámið, álagið sem fylgdi láglaunastarfinu sem þær vinna til að eiga efni á námi sínu og jafnvel móðir, eða ábyrgðina sem fylgir sérfræðimenntun þeirra og starfi að námi loknu. Við krefjumst þess að fólkið sem kennir börnunum okkar, unglingunum okkar og stúdentunum sem vilja verða sérfræðingar á sínu sviði fái vinnuframlag sitt, sérfræðiþekkingu og ábyrgð metna að verðleikum. Við krefjumst þess að fólkið sem hjúkrar sjúklingum og axlar ábyrgð langt umfram vinnuskyldu á deildum spítala fái sanngjörn laun fyrir það mikilvæga starf sem það vinnur í þágu velferðarsamfélags okkar. Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi yfir lykilstörf sem sinnt er af miklum meirihluta af konum í samfélaginu okkar, en meginstefið er: Við krefjumst þess að svokallaðar kvennastéttir fái raunverulegt virði framlags síns metið. Ekki bara með fögrum þakkarorðum og loforðum heldur með beinhörðum peningum. Höfundar eru Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta og Íris Björk Ágústsdóttir, jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun