Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 25. október 2025 08:02 Stafræn opinber þjónusta er í grunnin sú sama í öllum sveitarfélögum landsins. Það getur því flækt málin þegar sveitarfélög eru hvert í sínu horni með hinar og þessar lausnir sem allar eiga að gera það sama. Slíkt fyrirkomulag er bæði flókið og kostnaðarsamt fyrir alla. Það hlýtur að vera markmið allra sveitarfélaga að auka skilvirkni í þjónustu og gera hana með því eins notendavæna og kostur er. Þrátt fyrir virk samtöl, fundi og alls kyns viljayfirlýsingar undanfarin ár á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, hefur hins vegar lítið gerst hvað varðar samræmingu opinberrar stafrænnar þjónustu. Þessu þarf að breyta. Sameining sveitarfélaga - skref í átt að skilvirkni Stafræn opinber þjónusta sveitarfélaga á hinum Norðurlöndunum virðist vera komin lengra.Dönsk sveitarfélög hafa til að mynda sameinað sína upplýsingatækni með stofnuninni „Kombit,“ sem sér um innleiðingu og rekstur hugbúnaðarlausna fyrir sveitarfélögin. Kombit sér einnig um stafræna þróun og samningagerð varðandi innkaup. Með þessu samstarfi sparast bæði fjármunir og tími. Samvinna af þessu tagi einfaldar þannig alla þjónustu við íbúa sveitarfélaganna. Sameining sveitarfélaga hér á landi undanfarin ár hefur í för með sér hagræði í rekstri en býður líka upp á möguleika á meiri samræmingu í stafrænni þjónustu sveitarfélaga. Þess vegna er mikilvægt að sveitarstjórnarfólk leggi sig meira fram varðandi samvinnu þegar kemur að stafrænum lausnum. Sameiginleg stafræn stefna Það er mikilvægt að Reykjavík í krafti stærðar sinnar sýni meira frumkvæði en hún hefur gert í að leiða saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar samræmingu stafrænna þjónustulausna. Ef stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu næðu betur saman hvað þetta varðar, yrði eflaust auðveldara fyrir þau minni að ganga inn í einhvern slíkan pakka. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár verið með „stafræna stefnu“ í smíðum á meðan ríkið og sum önnur sveitarfélög hafa nú þegar innleitt slíka stefnu hjá sér. En stafræn stefna allra opinberra aðila ætti í raun að vera sú sama. Í stafrænni stefnu þarf að skilgreina hvaða þjónustu á að veita ásamt meðferð og öryggi gagna. Þjónustan og meðferð gagna ætti öll að vera samkvæmt sömu öryggisstöðlum og verklagi óháð stjórnsýslustigi og staðsetningu. Gervigreind Stofnanir og stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga þurfa að geta nýtt sér tækni gervigreindar á sameiginlegum vettvangi til að auka skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa. Þróun gervigreindar hefur á stuttum tíma verið í ákveðnum veldisvexti. Þess vegna er brýnna en áður að opinberir aðilar samræmi enn frekar verkferla, hugbúnað og tækni þannig að innleiðing og öryggi í gervigreindarlausnum verði eins vel tryggt og hægt er. Í náinni framtíð mun gervigreindin þurfa upp að vissu marki að sýsla með persónuleg gögn og upplýsingar. Sjálfvirkni og tímasparnaður sem af þessari tækni leiðir mun verða stór hluti af upplýsinga- og þjónustumiðlun hins opinbera. Þörf er á sterkbyggðum og stöðluðum öryggisramma í meðferð á sameiginlegum „hafsjó“ opinberra gagna þegar gervigreind er annars vegar. Stafrænt Ísland Allt frá stofnun stafræna Íslands á sínum tíma hefur ríkið verið leiðandi í samræmingu stafrænnar opinberrar þjónustu. Þjónustugáttin island.is er vettvangur fyrir alla stafræna opinbera þjónustu. Sveitarfélögum á Íslandi hefur lengi staðið til boða að nýta sér þjónustu stafræna Íslands. Þau eru mörg nú þegar að nota margt af því sem þar er í boði en betur má ef duga skal. Sveitarfélögin þurfa að taka höndum saman og hætta að keppa hvert í sínu horni um stafrænar lausnir sem allar þjóna sama tilgangi. Þau ættu þvert á móti að sameinast um framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga og vinna saman að innleiðingu allra þjónustulausna, með öryggi og hag almennings að leiðarljósi. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í stafrænu ráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Stafræn opinber þjónusta er í grunnin sú sama í öllum sveitarfélögum landsins. Það getur því flækt málin þegar sveitarfélög eru hvert í sínu horni með hinar og þessar lausnir sem allar eiga að gera það sama. Slíkt fyrirkomulag er bæði flókið og kostnaðarsamt fyrir alla. Það hlýtur að vera markmið allra sveitarfélaga að auka skilvirkni í þjónustu og gera hana með því eins notendavæna og kostur er. Þrátt fyrir virk samtöl, fundi og alls kyns viljayfirlýsingar undanfarin ár á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, hefur hins vegar lítið gerst hvað varðar samræmingu opinberrar stafrænnar þjónustu. Þessu þarf að breyta. Sameining sveitarfélaga - skref í átt að skilvirkni Stafræn opinber þjónusta sveitarfélaga á hinum Norðurlöndunum virðist vera komin lengra.Dönsk sveitarfélög hafa til að mynda sameinað sína upplýsingatækni með stofnuninni „Kombit,“ sem sér um innleiðingu og rekstur hugbúnaðarlausna fyrir sveitarfélögin. Kombit sér einnig um stafræna þróun og samningagerð varðandi innkaup. Með þessu samstarfi sparast bæði fjármunir og tími. Samvinna af þessu tagi einfaldar þannig alla þjónustu við íbúa sveitarfélaganna. Sameining sveitarfélaga hér á landi undanfarin ár hefur í för með sér hagræði í rekstri en býður líka upp á möguleika á meiri samræmingu í stafrænni þjónustu sveitarfélaga. Þess vegna er mikilvægt að sveitarstjórnarfólk leggi sig meira fram varðandi samvinnu þegar kemur að stafrænum lausnum. Sameiginleg stafræn stefna Það er mikilvægt að Reykjavík í krafti stærðar sinnar sýni meira frumkvæði en hún hefur gert í að leiða saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar samræmingu stafrænna þjónustulausna. Ef stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu næðu betur saman hvað þetta varðar, yrði eflaust auðveldara fyrir þau minni að ganga inn í einhvern slíkan pakka. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár verið með „stafræna stefnu“ í smíðum á meðan ríkið og sum önnur sveitarfélög hafa nú þegar innleitt slíka stefnu hjá sér. En stafræn stefna allra opinberra aðila ætti í raun að vera sú sama. Í stafrænni stefnu þarf að skilgreina hvaða þjónustu á að veita ásamt meðferð og öryggi gagna. Þjónustan og meðferð gagna ætti öll að vera samkvæmt sömu öryggisstöðlum og verklagi óháð stjórnsýslustigi og staðsetningu. Gervigreind Stofnanir og stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga þurfa að geta nýtt sér tækni gervigreindar á sameiginlegum vettvangi til að auka skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa. Þróun gervigreindar hefur á stuttum tíma verið í ákveðnum veldisvexti. Þess vegna er brýnna en áður að opinberir aðilar samræmi enn frekar verkferla, hugbúnað og tækni þannig að innleiðing og öryggi í gervigreindarlausnum verði eins vel tryggt og hægt er. Í náinni framtíð mun gervigreindin þurfa upp að vissu marki að sýsla með persónuleg gögn og upplýsingar. Sjálfvirkni og tímasparnaður sem af þessari tækni leiðir mun verða stór hluti af upplýsinga- og þjónustumiðlun hins opinbera. Þörf er á sterkbyggðum og stöðluðum öryggisramma í meðferð á sameiginlegum „hafsjó“ opinberra gagna þegar gervigreind er annars vegar. Stafrænt Ísland Allt frá stofnun stafræna Íslands á sínum tíma hefur ríkið verið leiðandi í samræmingu stafrænnar opinberrar þjónustu. Þjónustugáttin island.is er vettvangur fyrir alla stafræna opinbera þjónustu. Sveitarfélögum á Íslandi hefur lengi staðið til boða að nýta sér þjónustu stafræna Íslands. Þau eru mörg nú þegar að nota margt af því sem þar er í boði en betur má ef duga skal. Sveitarfélögin þurfa að taka höndum saman og hætta að keppa hvert í sínu horni um stafrænar lausnir sem allar þjóna sama tilgangi. Þau ættu þvert á móti að sameinast um framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga og vinna saman að innleiðingu allra þjónustulausna, með öryggi og hag almennings að leiðarljósi. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í stafrænu ráði
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun