Aftur geta Króatar gert hið ómögulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 10:00 Luka Modrić er allt í öllu hjá Króatíu þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall. Alex Grimm/Getty Images Annað heimsmeistaramótið í röð er karlalandsliðið Króatíu komið í undanúrslit. Fyrir þjóð sem telur rétt tæplega fjórar milljónir er um magnað afrek að ræða. Króatía hefur lengi vel verið með fremstu íþróttaþjóðum í heimi, allavega í karlaflokki. Ásamt því að vera með fótboltalandslið í fremstu röð þá var handboltalandsliðið lengi vel með þeim bestu í heimi. Einnig er vert að taka fram að Króatía er með sigursælustu þjóðum í sögu sundknattleiks. Hvað varðar fótboltann þá má segja að leikir Króatíu á HM sem nú fer fram í Katar sem og í Rússlandi fyrir fjórum árum minni á handboltaleiki liðsins þegar þjóðin var upp á sitt besta. Hraðinn er ekki mikill og það er líkt og Króatar vonist til að andstæðingar sínir sofni á endanum. Mögulega er það ástæðan fyrir að báðir leikir Króatíu í útsláttarkeppninni á HM í Katar hafa endað með vítaspyrnukeppni. Það sama var upp á teningnum í Rússlandi en alls fór Króatía í þrjár framlengingar - og tvær vítaspyrnukeppnir - á leið sinni í úrslitaleikinn gegn Frakklandi. Að gagnrýna leikstíl Króatíu er í raun ógerlegt þar sem um er að ræða þjóð sem telur fjórar milljónir. Síðasti leikur liðsins í Katar var gegn Brasilíu, þjóð sem telur vel yfir 200 milljónir. Þar áður var það Japan sem lá í valnum. Þó Japan sé lítið land að flatarmáli þá búa rúmlega 125 milljónir í landinu. Eftir að Króatía vann til bronsverðlauna á HM 1998 kom smá lægð er varðar árangur á stórmótum í fótbolta. Það er þangað til 2018 í Rússlandi er liðið komst alla leið í úrslit. Þrátt fyrir töluverðar mannabreytingar og að öflugir leikmenn hafi verið skildir eftir heima getur Króatía endurtekið leikinn í Katar. Króatar virðast kunna best við sig á stærsta sviðinu en liðið hefur aldrei náð álíka árangri á Evrópumótinu. Þar hefur Króatía lengst komist í 8-liða úrslit, árin 1996 og 2008. Töframaðurinn Luka Modrić Þó hann sé orðinn 37 ára gamall þá er fyrirliðinn Luka Modrić bæði hjartað og heilinn í liði Króata. Hann stýrir öllu þeirra spili á miðjunni og minnir um margt á Ivano Balić en sá stýrði handboltaliði þjóðarinnar um árabil. Báðir hafa reynst íslenska landsliðinu, hvort sem um ræðir fótbolta eða handbolta, erfiður ljár í þúfu. Það voru fáir ef einhverjir betri en Ivano Balić þegar hann var upp á sitt besta.Nordic Photos/Getty Images Það er erfitt að bera saman árangur á stórmótum í fótbolta og handbolta þar sem þau eru árlegur viðburður í handboltaheiminum. Það verður þó ekki tekið af Balić og handboltalandsliðinu að árangurinn var hreint út sagt ótrúlegur til fjölda ára. Króatía hefur unnið Ólympíuleikana tvisvar [Atlanta, 1996 og Aþenu, 2004] ásamt því að næla í brons einu sinni [Lundúnir, 2012]. Króatía varð heimsmeistari árið 2003 [Portúgal] en hefur alls fjórum sinnum farið alla leið í úrslitaleik HM. Þá endaði liðið í 3. sæti á HM árið 2013. Króatíu hefur ekki enn tekist að vinna Evrópumótið en hefur þrívegis komit í úrslitaleikinn; 2008, 2010 og 2020. Þrisvar hefur Króatía svo unnið til bronsverðlauna á EM; 1994, 2012 og 2016. Sagt það áður og segi enn. Króatar. Besta íþróttaþjóð heims pund fyrir pund. Ótrúlegir.— Henry Birgir (@henrybirgir) December 9, 2022 Þó Modrić og félagar munu aldrei ná sama árangri og handboltalandsliðið er ljóst að hann og liðsfélagar sínir geta komist í guðatölu - ef þeir eru það nú ekki þegar - með því að slá Lionel Messi og félaga út í undanúrslitum HM. Miðað við árangur Króatíu til þessa og í Rússlandi væri heimskulegt að veðja gegn því. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Króatar fyrstir í undanúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni Króatía varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar er liðið hafði betur gegn Brasilíu í vítapyrnukeppni, 4-3. Markalaust var að venjulegum leiktíma loknum og liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. 9. desember 2022 17:51 Livaković hetjan þegar Króatía fór áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Mörkvörðurinn Dominik Livaković reyndist hetja Króatíu þegar liðið tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta með sigri á Japan í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og þegar framlengingunni lauk. 5. desember 2022 17:45 Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta. 27. nóvember 2022 18:00 Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. 27. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Króatía hefur lengi vel verið með fremstu íþróttaþjóðum í heimi, allavega í karlaflokki. Ásamt því að vera með fótboltalandslið í fremstu röð þá var handboltalandsliðið lengi vel með þeim bestu í heimi. Einnig er vert að taka fram að Króatía er með sigursælustu þjóðum í sögu sundknattleiks. Hvað varðar fótboltann þá má segja að leikir Króatíu á HM sem nú fer fram í Katar sem og í Rússlandi fyrir fjórum árum minni á handboltaleiki liðsins þegar þjóðin var upp á sitt besta. Hraðinn er ekki mikill og það er líkt og Króatar vonist til að andstæðingar sínir sofni á endanum. Mögulega er það ástæðan fyrir að báðir leikir Króatíu í útsláttarkeppninni á HM í Katar hafa endað með vítaspyrnukeppni. Það sama var upp á teningnum í Rússlandi en alls fór Króatía í þrjár framlengingar - og tvær vítaspyrnukeppnir - á leið sinni í úrslitaleikinn gegn Frakklandi. Að gagnrýna leikstíl Króatíu er í raun ógerlegt þar sem um er að ræða þjóð sem telur fjórar milljónir. Síðasti leikur liðsins í Katar var gegn Brasilíu, þjóð sem telur vel yfir 200 milljónir. Þar áður var það Japan sem lá í valnum. Þó Japan sé lítið land að flatarmáli þá búa rúmlega 125 milljónir í landinu. Eftir að Króatía vann til bronsverðlauna á HM 1998 kom smá lægð er varðar árangur á stórmótum í fótbolta. Það er þangað til 2018 í Rússlandi er liðið komst alla leið í úrslit. Þrátt fyrir töluverðar mannabreytingar og að öflugir leikmenn hafi verið skildir eftir heima getur Króatía endurtekið leikinn í Katar. Króatar virðast kunna best við sig á stærsta sviðinu en liðið hefur aldrei náð álíka árangri á Evrópumótinu. Þar hefur Króatía lengst komist í 8-liða úrslit, árin 1996 og 2008. Töframaðurinn Luka Modrić Þó hann sé orðinn 37 ára gamall þá er fyrirliðinn Luka Modrić bæði hjartað og heilinn í liði Króata. Hann stýrir öllu þeirra spili á miðjunni og minnir um margt á Ivano Balić en sá stýrði handboltaliði þjóðarinnar um árabil. Báðir hafa reynst íslenska landsliðinu, hvort sem um ræðir fótbolta eða handbolta, erfiður ljár í þúfu. Það voru fáir ef einhverjir betri en Ivano Balić þegar hann var upp á sitt besta.Nordic Photos/Getty Images Það er erfitt að bera saman árangur á stórmótum í fótbolta og handbolta þar sem þau eru árlegur viðburður í handboltaheiminum. Það verður þó ekki tekið af Balić og handboltalandsliðinu að árangurinn var hreint út sagt ótrúlegur til fjölda ára. Króatía hefur unnið Ólympíuleikana tvisvar [Atlanta, 1996 og Aþenu, 2004] ásamt því að næla í brons einu sinni [Lundúnir, 2012]. Króatía varð heimsmeistari árið 2003 [Portúgal] en hefur alls fjórum sinnum farið alla leið í úrslitaleik HM. Þá endaði liðið í 3. sæti á HM árið 2013. Króatíu hefur ekki enn tekist að vinna Evrópumótið en hefur þrívegis komit í úrslitaleikinn; 2008, 2010 og 2020. Þrisvar hefur Króatía svo unnið til bronsverðlauna á EM; 1994, 2012 og 2016. Sagt það áður og segi enn. Króatar. Besta íþróttaþjóð heims pund fyrir pund. Ótrúlegir.— Henry Birgir (@henrybirgir) December 9, 2022 Þó Modrić og félagar munu aldrei ná sama árangri og handboltalandsliðið er ljóst að hann og liðsfélagar sínir geta komist í guðatölu - ef þeir eru það nú ekki þegar - með því að slá Lionel Messi og félaga út í undanúrslitum HM. Miðað við árangur Króatíu til þessa og í Rússlandi væri heimskulegt að veðja gegn því.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Króatar fyrstir í undanúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni Króatía varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar er liðið hafði betur gegn Brasilíu í vítapyrnukeppni, 4-3. Markalaust var að venjulegum leiktíma loknum og liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. 9. desember 2022 17:51 Livaković hetjan þegar Króatía fór áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Mörkvörðurinn Dominik Livaković reyndist hetja Króatíu þegar liðið tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta með sigri á Japan í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og þegar framlengingunni lauk. 5. desember 2022 17:45 Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta. 27. nóvember 2022 18:00 Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. 27. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Króatar fyrstir í undanúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni Króatía varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar er liðið hafði betur gegn Brasilíu í vítapyrnukeppni, 4-3. Markalaust var að venjulegum leiktíma loknum og liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. 9. desember 2022 17:51
Livaković hetjan þegar Króatía fór áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Mörkvörðurinn Dominik Livaković reyndist hetja Króatíu þegar liðið tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta með sigri á Japan í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og þegar framlengingunni lauk. 5. desember 2022 17:45
Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta. 27. nóvember 2022 18:00
Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. 27. nóvember 2022 08:01
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti