Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. janúar 2026 18:30 Cunha var vel fyrir utan teig þegar hann skoraði sigurmarkið. Marc Atkins/Getty Images Manchester United sótti 3-2 sigur á útivelli gegn Arsenal á Emirates leikvanginum í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Varamaðurinn Matheus Cunha skoraði sigurmarkið eftir seint jöfnunarmark Mikel Merino. United jafnaði snöggt Arsenal var með yfirhöndina í upphafi leiks og skapaði sér nokkur fín færi áður en ísinn var brotinn á 29. mínútu. Jurrien Timber skoraði markið með því að pota fram tánni, sem betur fer fyrir Arsenal því skot Martin Odegaard hefði annars farið framhjá. Eftir að hafa lent undir brást United mjög vel við og fór að sækja. Bryan Mbeumo jafnaði svo leikinn á 37. mínútu eftir skelfilega sendingu til baka frá Martin Zubimendi á markmanninn David Raya. Mbeumo komst í boltann, sólaði markmanninn og skoraði. Mbeumo fékk mark á silfurfati. Nigel French/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Tvö þrumuskot hjá United og hornspyrnumark hjá Arsenal Staðan hélst jöfn fram að 50. mínútu þegar Patrick Dorgu tók forystuna fyrir United með stórbrotnu marki. Eftir skemmtilegt þríhyrningaspil við Bruno Fernandes tók Dorgu við boltanum fyrir utan vítateig og smellti honum í slána og inn. Þá snerist leikurinn aftur við og Arsenal tók völdin. Skyttunum gekk hins vegar illa að skapa sér hættuleg færi og þurftu að reiða sig á hornspyrnur, eins og oft áður á tímabilinu, til að skora. Mikel Merino kom boltanum í netið eftir mikið kraðak í teignum á 84. mínútu. Matheus Cunha gerðist hetja United aðeins þremur mínútum síðar en hann hafði komið inn af varamannabekknum fyrir Bryan Mbeumo. Á 87. mínútu lét Brasilíumaðurinn vaða af nokkuð löngu færi og boltinn söng í netinu. Arsenal reyndi að setja jöfnunarmark í uppbótartímanum. Viktor Gyökeres fékk síðasta tækifæri leiksins og var í ágætis séns en tókst ekki að senda boltann til hliðar á liðsfélaga. Enski boltinn Arsenal FC Manchester United
Manchester United sótti 3-2 sigur á útivelli gegn Arsenal á Emirates leikvanginum í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Varamaðurinn Matheus Cunha skoraði sigurmarkið eftir seint jöfnunarmark Mikel Merino. United jafnaði snöggt Arsenal var með yfirhöndina í upphafi leiks og skapaði sér nokkur fín færi áður en ísinn var brotinn á 29. mínútu. Jurrien Timber skoraði markið með því að pota fram tánni, sem betur fer fyrir Arsenal því skot Martin Odegaard hefði annars farið framhjá. Eftir að hafa lent undir brást United mjög vel við og fór að sækja. Bryan Mbeumo jafnaði svo leikinn á 37. mínútu eftir skelfilega sendingu til baka frá Martin Zubimendi á markmanninn David Raya. Mbeumo komst í boltann, sólaði markmanninn og skoraði. Mbeumo fékk mark á silfurfati. Nigel French/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Tvö þrumuskot hjá United og hornspyrnumark hjá Arsenal Staðan hélst jöfn fram að 50. mínútu þegar Patrick Dorgu tók forystuna fyrir United með stórbrotnu marki. Eftir skemmtilegt þríhyrningaspil við Bruno Fernandes tók Dorgu við boltanum fyrir utan vítateig og smellti honum í slána og inn. Þá snerist leikurinn aftur við og Arsenal tók völdin. Skyttunum gekk hins vegar illa að skapa sér hættuleg færi og þurftu að reiða sig á hornspyrnur, eins og oft áður á tímabilinu, til að skora. Mikel Merino kom boltanum í netið eftir mikið kraðak í teignum á 84. mínútu. Matheus Cunha gerðist hetja United aðeins þremur mínútum síðar en hann hafði komið inn af varamannabekknum fyrir Bryan Mbeumo. Á 87. mínútu lét Brasilíumaðurinn vaða af nokkuð löngu færi og boltinn söng í netinu. Arsenal reyndi að setja jöfnunarmark í uppbótartímanum. Viktor Gyökeres fékk síðasta tækifæri leiksins og var í ágætis séns en tókst ekki að senda boltann til hliðar á liðsfélaga.