Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2026 21:59 Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Thierno Barry verið duglegur að skora að undanförnu. getty/Matt McNulty Thierno Barry sá til þess að Everton náði jafntefli gegn Leeds United, 1-1, á heimavelli í lokaleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Barry skoraði jöfnunarmark Everton á 76. mínútu. Hann afgreiddi þá sendingu Idrissa Gana Gueye í netið. Þetta var fjórða mark Barrys í síðustu sex deildarleikjum en hann skoraði aðeins eitt mark í fyrstu sautján leikjum sínum. Bakvörðurinn James Justin kom Leeds yfir á 28. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Anton Stach. Leeds er í 16. sæti deildarinnar með 26 stig, sex stigum frá fallsæti. Leeds hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Everton er með 33 stig í 10. sæti deildarinnar. Brentford, Newcastle United og Sunderland eru einnig með 33 stig. Enski boltinn Everton FC Leeds United
Thierno Barry sá til þess að Everton náði jafntefli gegn Leeds United, 1-1, á heimavelli í lokaleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Barry skoraði jöfnunarmark Everton á 76. mínútu. Hann afgreiddi þá sendingu Idrissa Gana Gueye í netið. Þetta var fjórða mark Barrys í síðustu sex deildarleikjum en hann skoraði aðeins eitt mark í fyrstu sautján leikjum sínum. Bakvörðurinn James Justin kom Leeds yfir á 28. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Anton Stach. Leeds er í 16. sæti deildarinnar með 26 stig, sex stigum frá fallsæti. Leeds hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Everton er með 33 stig í 10. sæti deildarinnar. Brentford, Newcastle United og Sunderland eru einnig með 33 stig.