Sérreglur í þágu sérhagsmuna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2022 20:01 Verðbólgan bítur og hún bítur fast. Fyrst og fremst bitnar hún á heimilum landsins sem greiða nú þegar eitt hæsta matvöruverðið, ekki síst þegar kemur að landbúnaðarvörum. Raunar greiða íslensk heimili eitt hæsta verðið fyrir allar sínar vörur. Margt liggur að baki þessa háa vöruverðs en að stórum hluta skýrist vandinn af þeim samkeppnisskorti sem hér ríkir og er markvisst viðhaldið með ákvörðunum og aðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Nú á svo að veita enn eina undanþáguna frá reglum samkeppnislaga. Það boða ný frumvarpsdrög matvælaráðherra um aðgerðir til að koma til móts við afurðastöðvar í sláturiðnaði. Breyting ráðherrans er sögð mæta erfiðri stöðu afurðastöðva án þess að bitna á neytendum eða öðrum aðilum markaðarins. En það fæst varla staðist sé horft til reynslunnar. Höfum hugfast að almennar samkeppnisreglur eru settar til að tryggja jafnræði og standa vörð um almannahagsmuni. Annað gildir hins vegar um sérreglurnar. Þær þjóna sértækum hagsmunum fremur en sameiginlegum. Við þekkjum auðvitað mörg dæmi af því hvernig sérreglur hafa á endanum alltaf komið sér illa fyrir neytendur. Slíkar reglur draga úr hvötum til verðlækkana og hindra nýsköpun og framþróun, með tilheyrandi viðbótarkostnaði. Virk samkeppni skiptir nefnilega öllu máli fyrir íslenskan almenning og velferð þjóðarinnar. Samkeppnin hefur reynst okkur vel á þeim sviðum sem hún hefur fengið að njóta sín á meðan samkeppnisskorturinn hefur reynst okkur þungbær. Kostnaðurinn blasir við á ýmsum sviðum og snertir okkur öll. Nefnum sem dæmi þær landbúnaðarvörur sem þegar falla utan ákvæði samkeppnislaga. Þær hafa jú lengi leitt lestina í verðhækkunum matvæla hér á landi. Við eigum að standa vörð um samkeppni þegar verðbólgan eykst, þegar vöruverð hækkar upp úr öllu valdi. Hún er nefnilega besta meðalið á slíkum tímum. Þess vegna er mikilvægt að bæta ekki á vandann með samkeppnishindrunum og öðrum aðgerðum sem grafa undir virkri samkeppni. Vandinn er einmitt samkeppnisskorturinn sem hér ríkir, ekki samkeppnin sjálf. Ríkisstjórnin hefur nú enn og aftur sýnt að hún stendur ekki vörð um heilbrigða og öfluga samkeppni á mörkuðum. Miklu heldur á fákeppnin þar skjól. Þess vegna skiptir öllu máli að tryggja að næsta ríkisstjórn beri hag neytenda fyrir brjósti og trúi á mátt virkrar samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Alþingi Verðlag Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Verðbólgan bítur og hún bítur fast. Fyrst og fremst bitnar hún á heimilum landsins sem greiða nú þegar eitt hæsta matvöruverðið, ekki síst þegar kemur að landbúnaðarvörum. Raunar greiða íslensk heimili eitt hæsta verðið fyrir allar sínar vörur. Margt liggur að baki þessa háa vöruverðs en að stórum hluta skýrist vandinn af þeim samkeppnisskorti sem hér ríkir og er markvisst viðhaldið með ákvörðunum og aðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Nú á svo að veita enn eina undanþáguna frá reglum samkeppnislaga. Það boða ný frumvarpsdrög matvælaráðherra um aðgerðir til að koma til móts við afurðastöðvar í sláturiðnaði. Breyting ráðherrans er sögð mæta erfiðri stöðu afurðastöðva án þess að bitna á neytendum eða öðrum aðilum markaðarins. En það fæst varla staðist sé horft til reynslunnar. Höfum hugfast að almennar samkeppnisreglur eru settar til að tryggja jafnræði og standa vörð um almannahagsmuni. Annað gildir hins vegar um sérreglurnar. Þær þjóna sértækum hagsmunum fremur en sameiginlegum. Við þekkjum auðvitað mörg dæmi af því hvernig sérreglur hafa á endanum alltaf komið sér illa fyrir neytendur. Slíkar reglur draga úr hvötum til verðlækkana og hindra nýsköpun og framþróun, með tilheyrandi viðbótarkostnaði. Virk samkeppni skiptir nefnilega öllu máli fyrir íslenskan almenning og velferð þjóðarinnar. Samkeppnin hefur reynst okkur vel á þeim sviðum sem hún hefur fengið að njóta sín á meðan samkeppnisskorturinn hefur reynst okkur þungbær. Kostnaðurinn blasir við á ýmsum sviðum og snertir okkur öll. Nefnum sem dæmi þær landbúnaðarvörur sem þegar falla utan ákvæði samkeppnislaga. Þær hafa jú lengi leitt lestina í verðhækkunum matvæla hér á landi. Við eigum að standa vörð um samkeppni þegar verðbólgan eykst, þegar vöruverð hækkar upp úr öllu valdi. Hún er nefnilega besta meðalið á slíkum tímum. Þess vegna er mikilvægt að bæta ekki á vandann með samkeppnishindrunum og öðrum aðgerðum sem grafa undir virkri samkeppni. Vandinn er einmitt samkeppnisskorturinn sem hér ríkir, ekki samkeppnin sjálf. Ríkisstjórnin hefur nú enn og aftur sýnt að hún stendur ekki vörð um heilbrigða og öfluga samkeppni á mörkuðum. Miklu heldur á fákeppnin þar skjól. Þess vegna skiptir öllu máli að tryggja að næsta ríkisstjórn beri hag neytenda fyrir brjósti og trúi á mátt virkrar samkeppni.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar