Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 14:30 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðaði stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ummælin lét ráðherrann falla í samhengi við hnífstunguárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku sem hefur verið tengd við deilur tveggja hópa. Í átaki gegn skipulagðri glæpastarsemi á næsta ári fælist meðal annars að samþykkja frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og bæta búnað hennar svo að lögreglumenn gætu varið sig. Átti Jón von á að taka þyrfti skref sem reyndust umdeild, þar á meðal um vopnaburð lögreglu. Jón reyndist sannspár því þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu orð hans í morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, setti ummæli hans í samhengi við fréttir um að á fjórða hundrað manns bíði eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. „Dómsmálaráðherra boðar nú í fjölmiðlum stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sami dómsmálaráðherra hefur hins vegar fjársvelt fangelsi landsins svo alvarlega um árabil að menn sem dæmdir hafa verið í fangelsi eru ekki boðaðir í afplánun,“ skrifaði hún í færslu á Facebook í morgun. Dæmdir menn afplána ekki dóma Biðin eftir afplánun sé oft talin í árum og hún leiði stundum til þess að afplánun fyrnist. Það þýði að dæmdir menn afpláni ekki dóma sína. Þar við bætist að fangelsismál hafi sætt niðurskurði frá hruni, réttindi fanga í afplánun hafi verið strípuð, viðhald í fangelsum sé lélegt og úrræði til að byggja menn upp þar séu ekki nægileg. Á næsti ári sé viðbúið að fjöldi rýma í fangelsum verði ekki nýtt vegna fjárhagsstöðu þeirra. „Fyrsta skref hjá dómsmálaráðherra er að hætta að ráðast að fangelsum landsins - áður en hann leggur í frekari stríðsrekstur,“ segir Þorbjörg. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók dýpra í árina þegar hann deildi færslu Þorbjargar og líkti Jóni við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. „Rebranding á „stríð gegn fíkniefnum“...hvernig fór það aftur? Klassískt að valdhyggjufólkið vilji her til að fara í stríð,“ skrifaði Björn. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, lagði til að í stað þess að lýsa yfir stríði ætti að byggja upp sterkara félagslegra stuðningsnet og kerfi sem komi í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til þess að byrja með. „Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð,“ tísti hún í morgun. Hot take en hvað með að í stað þess að lýsa yfir stríði þá myndum við líka byggja upp sterkari félagsleg stuðningsnet og kerfi sem kemur í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til að byrja með. Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð pic.twitter.com/DOYJw6iOxq— Lenya Rún (@Lenyarun) November 21, 2022 Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðaði stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ummælin lét ráðherrann falla í samhengi við hnífstunguárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku sem hefur verið tengd við deilur tveggja hópa. Í átaki gegn skipulagðri glæpastarsemi á næsta ári fælist meðal annars að samþykkja frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og bæta búnað hennar svo að lögreglumenn gætu varið sig. Átti Jón von á að taka þyrfti skref sem reyndust umdeild, þar á meðal um vopnaburð lögreglu. Jón reyndist sannspár því þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu orð hans í morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, setti ummæli hans í samhengi við fréttir um að á fjórða hundrað manns bíði eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. „Dómsmálaráðherra boðar nú í fjölmiðlum stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sami dómsmálaráðherra hefur hins vegar fjársvelt fangelsi landsins svo alvarlega um árabil að menn sem dæmdir hafa verið í fangelsi eru ekki boðaðir í afplánun,“ skrifaði hún í færslu á Facebook í morgun. Dæmdir menn afplána ekki dóma Biðin eftir afplánun sé oft talin í árum og hún leiði stundum til þess að afplánun fyrnist. Það þýði að dæmdir menn afpláni ekki dóma sína. Þar við bætist að fangelsismál hafi sætt niðurskurði frá hruni, réttindi fanga í afplánun hafi verið strípuð, viðhald í fangelsum sé lélegt og úrræði til að byggja menn upp þar séu ekki nægileg. Á næsti ári sé viðbúið að fjöldi rýma í fangelsum verði ekki nýtt vegna fjárhagsstöðu þeirra. „Fyrsta skref hjá dómsmálaráðherra er að hætta að ráðast að fangelsum landsins - áður en hann leggur í frekari stríðsrekstur,“ segir Þorbjörg. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók dýpra í árina þegar hann deildi færslu Þorbjargar og líkti Jóni við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. „Rebranding á „stríð gegn fíkniefnum“...hvernig fór það aftur? Klassískt að valdhyggjufólkið vilji her til að fara í stríð,“ skrifaði Björn. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, lagði til að í stað þess að lýsa yfir stríði ætti að byggja upp sterkara félagslegra stuðningsnet og kerfi sem komi í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til þess að byrja með. „Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð,“ tísti hún í morgun. Hot take en hvað með að í stað þess að lýsa yfir stríði þá myndum við líka byggja upp sterkari félagsleg stuðningsnet og kerfi sem kemur í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til að byrja með. Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð pic.twitter.com/DOYJw6iOxq— Lenya Rún (@Lenyarun) November 21, 2022
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira