Félög Landsbjargar og fleiri viðbragðsaðilar standa einnig fyrir athöfnum víða um land í tilefni dagsins. Skipuleggjendur hvetja landsmenn til að sýna viðeigandi hluttekningu og leiða hugann að þeirri ábyrgð sem hvert og eitt okkar ber í umferðinni.
Síðast í gærkvöldi varð banaslys í umferðinni í miðbæ Reykjavíkur þegar ungur maður á rafhlaupahjóli lést í árekstri við hópferðabíl.
Athöfninni er lokið en upptöku frá henni má sjá að neðan.
Dagskrá athafnarinnar við Landspítala:
14:00 - Minningarathöfnin sett
14:05 - Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flytur erindi
14:10 - Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flytur erindi
14:15 - Jónína Snorradóttir segir sögu sína af banaslysi fyrir 30 árum
14:25 - Formlegri athöfn slitið
14:25 - Boðið upp á kaffi, kakó og með því