Ætlar ekki að snúa aftur á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2022 10:25 Donald Trump segist ætla að einbeita sér að sínum eigin samfélagsmiðli. Chip Somodevilla/Getty Images) Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki sjá ástæðu til þess að snúa aftur á samfélagsmiðilinn Twitter. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Greint var frá því í nótt að búið væri að opna fyrir aðgang forsetans fyrrverandi að nýju. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti þá að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. Þar spurði hann einfaldlega hvort opna ætti á aðgang Trumps, sem hefur verið lokaður síðan í janúar á síðasta ári. Tæpur meirihluti, 51,8 prósent af hinum rétt rúmlega 15 milljónum sem tóku þátt í könnunni sögðu já. 48,2 prósent sögðu hins vegar nei. Reikningi Trump var lokað af þáverandi stjórnendum Twitter eftir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Töldu stjórnendur miðilsins að Trump hefði með tístum sínum hvatt fylgjendur sína til óeirða og ofbeldis. Í kjölfarið reyndi Trump ítrekað að fá aðgang sinn aftur, en hann var afar virkur á miðlinum á árum áður, bæði sem forseti og áður en hann tók við embættinu árið 2017. Hann virðist þó ekki hafa áhuga á því að snúa aftur. „Ég sé enga ástæðu til þess,“ hefur Reuters eftir Trump og segir að ummælin hafi verið látin falla á fundi Repúblikana er hann var spurður út í mögulega endurkomu á Twitter. Þetta voru upplýsingarnar sem biðu þeirra sem reyndu að sjá gömul tíst frá Donald Trump, þangað til í nótt, þegar opnað var fyrir aðganginn að nýju.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Sagðist hann ætla að halda sig við sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social, sem settur var í loftið til höfuðs Twitter. Trump tilkynnti nýverið að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2024. Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Reuters. Greint var frá því í nótt að búið væri að opna fyrir aðgang forsetans fyrrverandi að nýju. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti þá að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. Þar spurði hann einfaldlega hvort opna ætti á aðgang Trumps, sem hefur verið lokaður síðan í janúar á síðasta ári. Tæpur meirihluti, 51,8 prósent af hinum rétt rúmlega 15 milljónum sem tóku þátt í könnunni sögðu já. 48,2 prósent sögðu hins vegar nei. Reikningi Trump var lokað af þáverandi stjórnendum Twitter eftir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Töldu stjórnendur miðilsins að Trump hefði með tístum sínum hvatt fylgjendur sína til óeirða og ofbeldis. Í kjölfarið reyndi Trump ítrekað að fá aðgang sinn aftur, en hann var afar virkur á miðlinum á árum áður, bæði sem forseti og áður en hann tók við embættinu árið 2017. Hann virðist þó ekki hafa áhuga á því að snúa aftur. „Ég sé enga ástæðu til þess,“ hefur Reuters eftir Trump og segir að ummælin hafi verið látin falla á fundi Repúblikana er hann var spurður út í mögulega endurkomu á Twitter. Þetta voru upplýsingarnar sem biðu þeirra sem reyndu að sjá gömul tíst frá Donald Trump, þangað til í nótt, þegar opnað var fyrir aðganginn að nýju.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Sagðist hann ætla að halda sig við sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social, sem settur var í loftið til höfuðs Twitter. Trump tilkynnti nýverið að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2024.
Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28
Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49