Ætlar ekki að snúa aftur á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2022 10:25 Donald Trump segist ætla að einbeita sér að sínum eigin samfélagsmiðli. Chip Somodevilla/Getty Images) Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki sjá ástæðu til þess að snúa aftur á samfélagsmiðilinn Twitter. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Greint var frá því í nótt að búið væri að opna fyrir aðgang forsetans fyrrverandi að nýju. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti þá að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. Þar spurði hann einfaldlega hvort opna ætti á aðgang Trumps, sem hefur verið lokaður síðan í janúar á síðasta ári. Tæpur meirihluti, 51,8 prósent af hinum rétt rúmlega 15 milljónum sem tóku þátt í könnunni sögðu já. 48,2 prósent sögðu hins vegar nei. Reikningi Trump var lokað af þáverandi stjórnendum Twitter eftir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Töldu stjórnendur miðilsins að Trump hefði með tístum sínum hvatt fylgjendur sína til óeirða og ofbeldis. Í kjölfarið reyndi Trump ítrekað að fá aðgang sinn aftur, en hann var afar virkur á miðlinum á árum áður, bæði sem forseti og áður en hann tók við embættinu árið 2017. Hann virðist þó ekki hafa áhuga á því að snúa aftur. „Ég sé enga ástæðu til þess,“ hefur Reuters eftir Trump og segir að ummælin hafi verið látin falla á fundi Repúblikana er hann var spurður út í mögulega endurkomu á Twitter. Þetta voru upplýsingarnar sem biðu þeirra sem reyndu að sjá gömul tíst frá Donald Trump, þangað til í nótt, þegar opnað var fyrir aðganginn að nýju.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Sagðist hann ætla að halda sig við sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social, sem settur var í loftið til höfuðs Twitter. Trump tilkynnti nýverið að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2024. Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Reuters. Greint var frá því í nótt að búið væri að opna fyrir aðgang forsetans fyrrverandi að nýju. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti þá að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. Þar spurði hann einfaldlega hvort opna ætti á aðgang Trumps, sem hefur verið lokaður síðan í janúar á síðasta ári. Tæpur meirihluti, 51,8 prósent af hinum rétt rúmlega 15 milljónum sem tóku þátt í könnunni sögðu já. 48,2 prósent sögðu hins vegar nei. Reikningi Trump var lokað af þáverandi stjórnendum Twitter eftir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Töldu stjórnendur miðilsins að Trump hefði með tístum sínum hvatt fylgjendur sína til óeirða og ofbeldis. Í kjölfarið reyndi Trump ítrekað að fá aðgang sinn aftur, en hann var afar virkur á miðlinum á árum áður, bæði sem forseti og áður en hann tók við embættinu árið 2017. Hann virðist þó ekki hafa áhuga á því að snúa aftur. „Ég sé enga ástæðu til þess,“ hefur Reuters eftir Trump og segir að ummælin hafi verið látin falla á fundi Repúblikana er hann var spurður út í mögulega endurkomu á Twitter. Þetta voru upplýsingarnar sem biðu þeirra sem reyndu að sjá gömul tíst frá Donald Trump, þangað til í nótt, þegar opnað var fyrir aðganginn að nýju.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Sagðist hann ætla að halda sig við sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social, sem settur var í loftið til höfuðs Twitter. Trump tilkynnti nýverið að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2024.
Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28
Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49