„Við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2022 20:55 Helgi Gunnlaugsson er sérfræðingur í afbrotafræðum. VÍSIR/VILHELM „Það sem situr svolítið eftir hjá manni er að það skuli vera hópur þarna úti í okkar samfélagi sem einhvern veginn telur þetta bara vera í lagi,“ segir Helgi Gunnlaugsson prófessor í félags og afbrotafræði og vísar þar í fréttir af alvarlegri hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. „Að þetta sé einhverskonar eðlilegur máti að leysa ágreining: að gera það bara með afgerandi vopnaburði, inni á opinberum vettvangi og ráðast þarna á einhverja aðila sem þeim er í nöp við. Það er kannski það sem manni bregður við varðandi þennan atburð.“ Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. Helgi segir atburðinn marka ákveðinn þáttaskil en telur þó mikilvægt að nálgast málið ekki eingöngu út frá löggæslu- og refsingarvinklinum. Í samtali við Reykjavík Síðdegis segir Helgi að ákveðin þróun sé að eiga sér stað hér á landi í málum þar sem vopnaburður kemur við sögu. „En þetta mál er samt svolítið annars eðlis að því leytinu til að þarna virðist vera um skipulagða atlögu að ræða, þar sem menn raunverulega undirbúa sig fyrirfram, þar sem menn eru komnir með grímur og hylja andlit sitt. Þá þarf að skipuleggja það með einhverjum hætti, og koma þarna inn á þessu augnabliki og ráðast þarna að þremur aðilum. Þannig að það kveður þarna við nýjan tón í þessum málum, alveg klárlega. Manni bregður,“ segir Helgi. Hann tekur undir með því að málið minni að vissu leyti á atvik sem komið hafa upp í nágrannalöndum okkar, þar sem skipulögð gengjastríð koma við sögu og eggvoppnum og skotvopnum er beitt. „En við höfum ekki séð mikið af þessu hér hjá okkur, og aldrei með þessum hætti sem við sáum í gærkvöldi, það er að segja skipulögð atlaga af þessu tagi, í opinberu rými þar sem ráðist er inn með þessum hætti, fyrir framan gesti og saklausa borgara sem eru þarna í hægindum sínum og horfa upp á þessi ósköp.“Hann segir helst benda til að atburðurinn í gærkvöldi hafi verið einhverskonar uppgjör eða hefnd en það sé þó ekki hægt að fullyrða að það tengist undirheimunum. „Það sem slær mann kanski mest í þessu er að þarna skuli vera hópur einstaklinga sem telur það í sjálfu sér bara í lagi að bera vopn og mæta með grímu og beita vopnum með þessu tagi.“ Þá segir Helgi mikilvægt að gæta þess að hópamyndun af þessu tagi nái ekki að festa rætur í samfélaginu. „Þarna eru einstaklingar, kynslóðir, hópar sem að einhverju leyti hafa slitnað frá okkar samfélagi. Og við þurfum að einhverju leyti að ná til þessara hópa og svo líka að koma í veg fyrir að það verði brottfall í okkar skólakerfi, að menn lendi ekki á milli stafs og hurðar í okkar samfélagi. Að menn hafi við eitthvað að iðja, hvort sem það er í skóla eða vinnu eða frístund, þar sem menn losna ekki alveg frá samfélaginu og eru án eftirlits og umgjarðar.“ Helgi telur einnig mikilvægt að skerpa á því að vopnaburður af þessu tagi sé ekki heimill í opinberu rými. „Við þurfum auðvitað að skoða hverskonar viðurlagakerfi við höfum varðandi það. En við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda, hann er dýpri en svo.“ Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. 18. nóvember 2022 16:54 „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
„Að þetta sé einhverskonar eðlilegur máti að leysa ágreining: að gera það bara með afgerandi vopnaburði, inni á opinberum vettvangi og ráðast þarna á einhverja aðila sem þeim er í nöp við. Það er kannski það sem manni bregður við varðandi þennan atburð.“ Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. Helgi segir atburðinn marka ákveðinn þáttaskil en telur þó mikilvægt að nálgast málið ekki eingöngu út frá löggæslu- og refsingarvinklinum. Í samtali við Reykjavík Síðdegis segir Helgi að ákveðin þróun sé að eiga sér stað hér á landi í málum þar sem vopnaburður kemur við sögu. „En þetta mál er samt svolítið annars eðlis að því leytinu til að þarna virðist vera um skipulagða atlögu að ræða, þar sem menn raunverulega undirbúa sig fyrirfram, þar sem menn eru komnir með grímur og hylja andlit sitt. Þá þarf að skipuleggja það með einhverjum hætti, og koma þarna inn á þessu augnabliki og ráðast þarna að þremur aðilum. Þannig að það kveður þarna við nýjan tón í þessum málum, alveg klárlega. Manni bregður,“ segir Helgi. Hann tekur undir með því að málið minni að vissu leyti á atvik sem komið hafa upp í nágrannalöndum okkar, þar sem skipulögð gengjastríð koma við sögu og eggvoppnum og skotvopnum er beitt. „En við höfum ekki séð mikið af þessu hér hjá okkur, og aldrei með þessum hætti sem við sáum í gærkvöldi, það er að segja skipulögð atlaga af þessu tagi, í opinberu rými þar sem ráðist er inn með þessum hætti, fyrir framan gesti og saklausa borgara sem eru þarna í hægindum sínum og horfa upp á þessi ósköp.“Hann segir helst benda til að atburðurinn í gærkvöldi hafi verið einhverskonar uppgjör eða hefnd en það sé þó ekki hægt að fullyrða að það tengist undirheimunum. „Það sem slær mann kanski mest í þessu er að þarna skuli vera hópur einstaklinga sem telur það í sjálfu sér bara í lagi að bera vopn og mæta með grímu og beita vopnum með þessu tagi.“ Þá segir Helgi mikilvægt að gæta þess að hópamyndun af þessu tagi nái ekki að festa rætur í samfélaginu. „Þarna eru einstaklingar, kynslóðir, hópar sem að einhverju leyti hafa slitnað frá okkar samfélagi. Og við þurfum að einhverju leyti að ná til þessara hópa og svo líka að koma í veg fyrir að það verði brottfall í okkar skólakerfi, að menn lendi ekki á milli stafs og hurðar í okkar samfélagi. Að menn hafi við eitthvað að iðja, hvort sem það er í skóla eða vinnu eða frístund, þar sem menn losna ekki alveg frá samfélaginu og eru án eftirlits og umgjarðar.“ Helgi telur einnig mikilvægt að skerpa á því að vopnaburður af þessu tagi sé ekki heimill í opinberu rými. „Við þurfum auðvitað að skoða hverskonar viðurlagakerfi við höfum varðandi það. En við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda, hann er dýpri en svo.“
Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. 18. nóvember 2022 16:54 „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. 18. nóvember 2022 16:54
„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22