„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. nóvember 2022 14:22 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að ekki sé hægt að bíða með að grípa til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. „Við getum ekki horft fram hjá því að það er vaxandi vopnaburður og þarna virðist vera um alvarlegra atvik en við höfum verið að sjá á undanförnum vikum og mánuðum í þeim efnum. Og við verðum að bíða rannsóknar lögreglu á þessum atburði sérstaklega,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Frumvarp Jóns um auknar rannsóknarheimildir lögreglu er nú í meðferð á þinginu en Jón segir það gríðarlega mikilvægt til að lögregla hafi betri tól til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Öll okkar vinna í ráðuneytinu hún ber af sama brunni; við þurfum að bregðast við af mikilli hörku gagnvart skipulagðri brotastarfsemi og þeim vopnaburði meðal annars sem henni fylgir og bara almennri ógn við okkar samfélag. Það er ekki hægt að bíða neitt með það. Það er ekki hægt að gera ekki neitt í þeim efnum núna.“ Snýst ekki bara um lagabreytingar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einnig á því að grípa verði til aðgerða til að taka á auknum vopnaburði. „Það er fyrirhuguð bæði endurskoðun á vopnalögum og líka endurskoðun á lögreglulögum; hvernig við getum tryggt aðstæður lögreglu til að sinna sínum störfum. Þar snýst málið kannski ekki um lagabreytingar fyrst og fremst heldur ekki síður hvernig við stöndum að rekstri lögreglunnar og fjármögnun hennar þannig að við séum að sinna þessu verkefni með fullnægjandi hætti,“ segir Katrín. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
„Við getum ekki horft fram hjá því að það er vaxandi vopnaburður og þarna virðist vera um alvarlegra atvik en við höfum verið að sjá á undanförnum vikum og mánuðum í þeim efnum. Og við verðum að bíða rannsóknar lögreglu á þessum atburði sérstaklega,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Frumvarp Jóns um auknar rannsóknarheimildir lögreglu er nú í meðferð á þinginu en Jón segir það gríðarlega mikilvægt til að lögregla hafi betri tól til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Öll okkar vinna í ráðuneytinu hún ber af sama brunni; við þurfum að bregðast við af mikilli hörku gagnvart skipulagðri brotastarfsemi og þeim vopnaburði meðal annars sem henni fylgir og bara almennri ógn við okkar samfélag. Það er ekki hægt að bíða neitt með það. Það er ekki hægt að gera ekki neitt í þeim efnum núna.“ Snýst ekki bara um lagabreytingar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einnig á því að grípa verði til aðgerða til að taka á auknum vopnaburði. „Það er fyrirhuguð bæði endurskoðun á vopnalögum og líka endurskoðun á lögreglulögum; hvernig við getum tryggt aðstæður lögreglu til að sinna sínum störfum. Þar snýst málið kannski ekki um lagabreytingar fyrst og fremst heldur ekki síður hvernig við stöndum að rekstri lögreglunnar og fjármögnun hennar þannig að við séum að sinna þessu verkefni með fullnægjandi hætti,“ segir Katrín.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira