Breytingar framundan á póstþjónustu í Vesturbæ Reykjavíkur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 21:00 Vesturbær Reykjavíkur Vísir/Egill Í lok janúar á næsta ári hyggst Pósturinn gera breytingar á póstþjónustu í Vesturbæ Reykjavíkur. Til stendur að loka pósthúsinu við Hagatorg en leggja þess í stað meiri áherslu á annars konar þjónustu. Í tilkynningu póstsins kemur fram að á síðustu árum hafi póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum. Frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 75% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Pósturinn leggur kapp á að aðlagast hratt og örugglega breyttu landslagi og kappkostar að þróa þjónustu sína í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Viðskiptavinir gera auknar kröfur um sveigjanleika og einfaldar sjálfsafgreiðslulausnir svo verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa. Þar af leiðandi er mikið lagt upp úr að þróa annars konar lausnir. Pósturinn hefur brugðist við þessum kröfum með nýjungum á borð við póstbox. „Þau hafa alveg slegið í gegn, enda er þar bæði hægt að sækja og senda, hvenær sem viðskiptavinum hentar. Nú eru okkar ánægðustu viðskiptavinir einmitt þeir sem nota póstbox,“ segir Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa og bætir við að þau fyrirtæki sem eru í þjónustu hjá Póstinum hafi líka notið góðs af þessari nýbreytni og fyrirtækjaþjónustan verður sífellt vinsælli. Þá kemur fram að Pósturinn bjóði upp á fjölbreyttar þjónustuleiðir í takt við nýjar áherslur. Auk póstboxa munu bréfberar halda áfram að sjá um dreifingu. Þeir sem það kjósa geta svo að sjálfsögðu óskað eftir heimsendingu. Viðskiptavinir geta notað Póst-appið eða skráð sig á Mínar síður á vef Póstsins með einföldum hætti. Þar er líka hægt að velja afhendingarmáta og skrá sig í sjálfvirkar greiðslur. Með þessu móti má draga úr sendingarkostnaði, stytta biðina og laga þjónustuna að sínum þörfum. Nánari upplýsingar um breytingar póstþjónustu í Vesturbænum má finna hér Pósturinn Reykjavík Tengdar fréttir Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. 22. september 2022 10:23 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í tilkynningu póstsins kemur fram að á síðustu árum hafi póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum. Frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 75% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Pósturinn leggur kapp á að aðlagast hratt og örugglega breyttu landslagi og kappkostar að þróa þjónustu sína í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Viðskiptavinir gera auknar kröfur um sveigjanleika og einfaldar sjálfsafgreiðslulausnir svo verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa. Þar af leiðandi er mikið lagt upp úr að þróa annars konar lausnir. Pósturinn hefur brugðist við þessum kröfum með nýjungum á borð við póstbox. „Þau hafa alveg slegið í gegn, enda er þar bæði hægt að sækja og senda, hvenær sem viðskiptavinum hentar. Nú eru okkar ánægðustu viðskiptavinir einmitt þeir sem nota póstbox,“ segir Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa og bætir við að þau fyrirtæki sem eru í þjónustu hjá Póstinum hafi líka notið góðs af þessari nýbreytni og fyrirtækjaþjónustan verður sífellt vinsælli. Þá kemur fram að Pósturinn bjóði upp á fjölbreyttar þjónustuleiðir í takt við nýjar áherslur. Auk póstboxa munu bréfberar halda áfram að sjá um dreifingu. Þeir sem það kjósa geta svo að sjálfsögðu óskað eftir heimsendingu. Viðskiptavinir geta notað Póst-appið eða skráð sig á Mínar síður á vef Póstsins með einföldum hætti. Þar er líka hægt að velja afhendingarmáta og skrá sig í sjálfvirkar greiðslur. Með þessu móti má draga úr sendingarkostnaði, stytta biðina og laga þjónustuna að sínum þörfum. Nánari upplýsingar um breytingar póstþjónustu í Vesturbænum má finna hér
Pósturinn Reykjavík Tengdar fréttir Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. 22. september 2022 10:23 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. 22. september 2022 10:23