Breytingar framundan á póstþjónustu í Vesturbæ Reykjavíkur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 21:00 Vesturbær Reykjavíkur Vísir/Egill Í lok janúar á næsta ári hyggst Pósturinn gera breytingar á póstþjónustu í Vesturbæ Reykjavíkur. Til stendur að loka pósthúsinu við Hagatorg en leggja þess í stað meiri áherslu á annars konar þjónustu. Í tilkynningu póstsins kemur fram að á síðustu árum hafi póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum. Frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 75% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Pósturinn leggur kapp á að aðlagast hratt og örugglega breyttu landslagi og kappkostar að þróa þjónustu sína í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Viðskiptavinir gera auknar kröfur um sveigjanleika og einfaldar sjálfsafgreiðslulausnir svo verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa. Þar af leiðandi er mikið lagt upp úr að þróa annars konar lausnir. Pósturinn hefur brugðist við þessum kröfum með nýjungum á borð við póstbox. „Þau hafa alveg slegið í gegn, enda er þar bæði hægt að sækja og senda, hvenær sem viðskiptavinum hentar. Nú eru okkar ánægðustu viðskiptavinir einmitt þeir sem nota póstbox,“ segir Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa og bætir við að þau fyrirtæki sem eru í þjónustu hjá Póstinum hafi líka notið góðs af þessari nýbreytni og fyrirtækjaþjónustan verður sífellt vinsælli. Þá kemur fram að Pósturinn bjóði upp á fjölbreyttar þjónustuleiðir í takt við nýjar áherslur. Auk póstboxa munu bréfberar halda áfram að sjá um dreifingu. Þeir sem það kjósa geta svo að sjálfsögðu óskað eftir heimsendingu. Viðskiptavinir geta notað Póst-appið eða skráð sig á Mínar síður á vef Póstsins með einföldum hætti. Þar er líka hægt að velja afhendingarmáta og skrá sig í sjálfvirkar greiðslur. Með þessu móti má draga úr sendingarkostnaði, stytta biðina og laga þjónustuna að sínum þörfum. Nánari upplýsingar um breytingar póstþjónustu í Vesturbænum má finna hér Pósturinn Reykjavík Tengdar fréttir Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. 22. september 2022 10:23 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira
Í tilkynningu póstsins kemur fram að á síðustu árum hafi póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum. Frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 75% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Pósturinn leggur kapp á að aðlagast hratt og örugglega breyttu landslagi og kappkostar að þróa þjónustu sína í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Viðskiptavinir gera auknar kröfur um sveigjanleika og einfaldar sjálfsafgreiðslulausnir svo verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa. Þar af leiðandi er mikið lagt upp úr að þróa annars konar lausnir. Pósturinn hefur brugðist við þessum kröfum með nýjungum á borð við póstbox. „Þau hafa alveg slegið í gegn, enda er þar bæði hægt að sækja og senda, hvenær sem viðskiptavinum hentar. Nú eru okkar ánægðustu viðskiptavinir einmitt þeir sem nota póstbox,“ segir Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa og bætir við að þau fyrirtæki sem eru í þjónustu hjá Póstinum hafi líka notið góðs af þessari nýbreytni og fyrirtækjaþjónustan verður sífellt vinsælli. Þá kemur fram að Pósturinn bjóði upp á fjölbreyttar þjónustuleiðir í takt við nýjar áherslur. Auk póstboxa munu bréfberar halda áfram að sjá um dreifingu. Þeir sem það kjósa geta svo að sjálfsögðu óskað eftir heimsendingu. Viðskiptavinir geta notað Póst-appið eða skráð sig á Mínar síður á vef Póstsins með einföldum hætti. Þar er líka hægt að velja afhendingarmáta og skrá sig í sjálfvirkar greiðslur. Með þessu móti má draga úr sendingarkostnaði, stytta biðina og laga þjónustuna að sínum þörfum. Nánari upplýsingar um breytingar póstþjónustu í Vesturbænum má finna hér
Pósturinn Reykjavík Tengdar fréttir Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. 22. september 2022 10:23 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira
Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. 22. september 2022 10:23