Ísland þarf sigur gegn liði sem berst fyrir æðri málstað Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 08:01 Elvar Már Friðriksson og félagar þurfa að eiga toppleik í dag til að vinna Úkraínu. VÍSIR/VILHELM Eftir tapið sárgrætilega gegn Georgíu á föstudaginn þarf íslenska karlalandsliðið í körfubolta nauðsynlega á sigri að halda gegn Úkraínu í dag til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Vegna stríðsins í Úkraínu fer leikurinn í dag fram í Riga í Lettlandi og hann hefst ansi snemma að íslenskum tíma, eða klukkan 14. Ísland er í sex liða riðli þar sem að þrjú efstu liðin komast á HM, og situr nú í 3.-4. sæti ásamt Georgíu með fjóra sigra eftir sjö umferðir af tíu. Spánn er með sex sigra, Ítalía fimm, Úkraína tvo og Holland engan. Undankeppninni lýkur í febrúar þegar Ísland leikur heimaleik við heims- og Evrópumeistara Spánar, þar sem nánast engin von er um sigur, og útileik við Georgíu. Ef að Ísland tapar í dag er því vonin um sæti á HM orðin ansi veik og Ísland þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að gera útileikinn við Georgíu að úrslitaleik um sæti á HM. Staðan í riðli Íslands eftir sjö umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Úkraínska liðið vann öruggan 96-77 sigur gegn Hollandi á útivelli á föstudaginn. Þjálfari liðsins, Ainars Bagatskis, segir liðið berjast fyrir æðri málstað en „bara“ sæti á HM og að liðið hafi skapað sér nýjan heimavöll í Riga. „Auðvitað erum við að berjast fyrir fólkið sem núna berst fyrir Úkraínu og í Úkraínu, fyrir sjálfstæði og frelsi landsins. Ég vona að við getum með okkar sigrum veitt okkar lágmarksframlag í baráttunni. Ég veit að margir þarna fylgjast með körfuboltalandsliðinu,“ er haft eftir Bagatskis á miðlinum Sportarena. Ísland vann frábæran sigur gegn Úkraínu á heimavelli í ágúst, í framlengdum leik, 91-88. „Þar töpuðum við boltanum oft og nýttum ekki vítin. 50% af árangri í körfubolta er vegna ákvarðana manna og í þessum leik tókum við skelfilegar ákvarðanir. Við gleymum þeim leik og einbeitum okkur að seinni leiknum. Við spilum í kunnuglegum aðstæðum í Riga sem er orðið okkar annað heimili,“ sagði Bagatskis. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Vegna stríðsins í Úkraínu fer leikurinn í dag fram í Riga í Lettlandi og hann hefst ansi snemma að íslenskum tíma, eða klukkan 14. Ísland er í sex liða riðli þar sem að þrjú efstu liðin komast á HM, og situr nú í 3.-4. sæti ásamt Georgíu með fjóra sigra eftir sjö umferðir af tíu. Spánn er með sex sigra, Ítalía fimm, Úkraína tvo og Holland engan. Undankeppninni lýkur í febrúar þegar Ísland leikur heimaleik við heims- og Evrópumeistara Spánar, þar sem nánast engin von er um sigur, og útileik við Georgíu. Ef að Ísland tapar í dag er því vonin um sæti á HM orðin ansi veik og Ísland þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að gera útileikinn við Georgíu að úrslitaleik um sæti á HM. Staðan í riðli Íslands eftir sjö umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Úkraínska liðið vann öruggan 96-77 sigur gegn Hollandi á útivelli á föstudaginn. Þjálfari liðsins, Ainars Bagatskis, segir liðið berjast fyrir æðri málstað en „bara“ sæti á HM og að liðið hafi skapað sér nýjan heimavöll í Riga. „Auðvitað erum við að berjast fyrir fólkið sem núna berst fyrir Úkraínu og í Úkraínu, fyrir sjálfstæði og frelsi landsins. Ég vona að við getum með okkar sigrum veitt okkar lágmarksframlag í baráttunni. Ég veit að margir þarna fylgjast með körfuboltalandsliðinu,“ er haft eftir Bagatskis á miðlinum Sportarena. Ísland vann frábæran sigur gegn Úkraínu á heimavelli í ágúst, í framlengdum leik, 91-88. „Þar töpuðum við boltanum oft og nýttum ekki vítin. 50% af árangri í körfubolta er vegna ákvarðana manna og í þessum leik tókum við skelfilegar ákvarðanir. Við gleymum þeim leik og einbeitum okkur að seinni leiknum. Við spilum í kunnuglegum aðstæðum í Riga sem er orðið okkar annað heimili,“ sagði Bagatskis.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn