Tími er kominn á nýtt átak í mæðravernd Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2022 17:00 Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði. Nú er það svo að konur eru um helmingur mannkyns. Á Íslandi, alla vega, eignast meiri hluti kvenna börn og þar erum við komin að umfjöllunarefni þessa pistils. Margt hefur verið gert til að bæta mæðravernd á síðustu áratugum. Þar má nefna vitundarvakningu og skimun fyrir andlegri líðan kvenna á þessum viðkvæma tíma í lífi þeirra og átak hefur verið gert til að efla tengslamyndum móður (foreldra) og barna á fyrsta æviskeiði þeirra. Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu tengdum öryggi og áhættuþáttum á meðgöngu og eftir fæðingu sem sýnir sig í lágum ungbarna- og mæðradauða. En getum við gert betur? Meðganga og fæðing geta haft afgerandi áhrif á heilsu kvenna bæði í nútíð og framtíð. Þó fæðing teljist í flestum tilfellum eðlilegur viðburður er atburðarásin þó oft þannig að ýmislegt getur gerst sem ekki var fyrirséð og konur sitja uppi með útkomu sem þær bjuggust ekki við. Nýleg íslensk rannsókn leiddi í ljós að 48% frumbyrja þjáðist af þvagleka, 60% endaþarmsleka (hægða-og/eða loftleka), 29% fundu fyrir sigi á líffærum grindarhols og 66% þeirra sem voru orðnar kynferðislega virkar eftir fæðingu upplifðu sársauka við samfarir á öðrum mánuði eftir fæðingu. Konurnar upplifðu þessi grindarbotnseinkenni sem truflandi í daglegu lífi. Flestar rannsóknir sýna að þessar tölur eru þar að auki aðeins hærri á síðasta þriðjungi meðgöngu en fyrstu mánuði eftir fæðingu en munu að einhverju leyti lækka þegar dregur frá fæðingu en haldast hærri en fyrir meðgöngu. Þegar alþjóðlegar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að gegnumsneitt er þriðjungur kvenna að glíma við þvagleka og að minnsta kosti 10% við hægðaleka. Tölur um sig eru nokkuð á reiki þar sem margar konur leita sér ekki hjálpar fyrr en einkenni eru orðin slæm en sig er helsta ástæða kvensjúkdómaaðgerða á síðari hluta ævinnar. Ekki er vitað hversu margar konur upplifa sársauka í kynlífi en til eru rannsóknir sem gefa til kynna að það geti verið allt að 20%. Vitað er að margar konur leita sér seint eða aldrei hjálpar vegna skammar eða erfiðleika við að orða þessi mál við heilbrigðisstarfsfólk. Mikil fylgni er milli vandamála sem tengjast grindarbotni og þunglyndis og kvíða. Einnig hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna að þvag-, endaþarmsleki og sigvandamál eiga stóran þátt í að draga úr líkamlegri virkni kvenna og auka á einangrun. Þátttaka í fyrrgreindri íslenskri rannsókn benti til að þegar konur voru spurðar um atriði sem snertu grindarbotnseinkenni svöruðu þær og voru þakklátar fyrir að koma þeim upp á yfirborðið. Mikilvægt er að skima fyrir einkennum í kring um fæðingu ekki síst vegna þess að konur eiga oft erfitt með að leita sér hjálpar af fyrra bragði en þjást í hljóði. Auk skimunar ætti að bjóða konum skoðun svo hægt sé greina veikleika, fræða þær og kenna að takast á við vandann eða fá frekari stuðning og meðferð í heilbrigðiskerfinu. Skimun og skoðun á grindarbotnsvandamálum kvenna eftir fæðingu væri best framkvæmd í þverfaglegri samvinnu með sjúkraþjálfara í teyminu vegna þekkingar þeirra á hegðun slíkra einkenna og stoðkerfis, þar með talið grindarbotnsvöðva. Við erum eftirbátar ýmissa þjóða sem gera betur en við og í nokkrum löndum er átak í gangi um þessar mundir til að bæta þjónustu við konur í kring um fæðingu. Markmið með skimun á grindarbotnsheilsu væri að draga úr langvarandi vandamálum sem valda viðkomandi þjáningu og kosta heilbrigðiskerfið mikið. Valdefla konur til að takast á við það sem er í þeirra valdi að vinna í. Snemmíhlutun er alla jafna betri en að takast á við vandamálin áratugum seinna. Í fyrirmyndarþjóðfélagi væri þjónusta sem þessi notendum þjónustunnar að kostnaðarlausu og hluti af mæðravernd. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þorgerður Sigurðardóttir Kvenheilsa Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði. Nú er það svo að konur eru um helmingur mannkyns. Á Íslandi, alla vega, eignast meiri hluti kvenna börn og þar erum við komin að umfjöllunarefni þessa pistils. Margt hefur verið gert til að bæta mæðravernd á síðustu áratugum. Þar má nefna vitundarvakningu og skimun fyrir andlegri líðan kvenna á þessum viðkvæma tíma í lífi þeirra og átak hefur verið gert til að efla tengslamyndum móður (foreldra) og barna á fyrsta æviskeiði þeirra. Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu tengdum öryggi og áhættuþáttum á meðgöngu og eftir fæðingu sem sýnir sig í lágum ungbarna- og mæðradauða. En getum við gert betur? Meðganga og fæðing geta haft afgerandi áhrif á heilsu kvenna bæði í nútíð og framtíð. Þó fæðing teljist í flestum tilfellum eðlilegur viðburður er atburðarásin þó oft þannig að ýmislegt getur gerst sem ekki var fyrirséð og konur sitja uppi með útkomu sem þær bjuggust ekki við. Nýleg íslensk rannsókn leiddi í ljós að 48% frumbyrja þjáðist af þvagleka, 60% endaþarmsleka (hægða-og/eða loftleka), 29% fundu fyrir sigi á líffærum grindarhols og 66% þeirra sem voru orðnar kynferðislega virkar eftir fæðingu upplifðu sársauka við samfarir á öðrum mánuði eftir fæðingu. Konurnar upplifðu þessi grindarbotnseinkenni sem truflandi í daglegu lífi. Flestar rannsóknir sýna að þessar tölur eru þar að auki aðeins hærri á síðasta þriðjungi meðgöngu en fyrstu mánuði eftir fæðingu en munu að einhverju leyti lækka þegar dregur frá fæðingu en haldast hærri en fyrir meðgöngu. Þegar alþjóðlegar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að gegnumsneitt er þriðjungur kvenna að glíma við þvagleka og að minnsta kosti 10% við hægðaleka. Tölur um sig eru nokkuð á reiki þar sem margar konur leita sér ekki hjálpar fyrr en einkenni eru orðin slæm en sig er helsta ástæða kvensjúkdómaaðgerða á síðari hluta ævinnar. Ekki er vitað hversu margar konur upplifa sársauka í kynlífi en til eru rannsóknir sem gefa til kynna að það geti verið allt að 20%. Vitað er að margar konur leita sér seint eða aldrei hjálpar vegna skammar eða erfiðleika við að orða þessi mál við heilbrigðisstarfsfólk. Mikil fylgni er milli vandamála sem tengjast grindarbotni og þunglyndis og kvíða. Einnig hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna að þvag-, endaþarmsleki og sigvandamál eiga stóran þátt í að draga úr líkamlegri virkni kvenna og auka á einangrun. Þátttaka í fyrrgreindri íslenskri rannsókn benti til að þegar konur voru spurðar um atriði sem snertu grindarbotnseinkenni svöruðu þær og voru þakklátar fyrir að koma þeim upp á yfirborðið. Mikilvægt er að skima fyrir einkennum í kring um fæðingu ekki síst vegna þess að konur eiga oft erfitt með að leita sér hjálpar af fyrra bragði en þjást í hljóði. Auk skimunar ætti að bjóða konum skoðun svo hægt sé greina veikleika, fræða þær og kenna að takast á við vandann eða fá frekari stuðning og meðferð í heilbrigðiskerfinu. Skimun og skoðun á grindarbotnsvandamálum kvenna eftir fæðingu væri best framkvæmd í þverfaglegri samvinnu með sjúkraþjálfara í teyminu vegna þekkingar þeirra á hegðun slíkra einkenna og stoðkerfis, þar með talið grindarbotnsvöðva. Við erum eftirbátar ýmissa þjóða sem gera betur en við og í nokkrum löndum er átak í gangi um þessar mundir til að bæta þjónustu við konur í kring um fæðingu. Markmið með skimun á grindarbotnsheilsu væri að draga úr langvarandi vandamálum sem valda viðkomandi þjáningu og kosta heilbrigðiskerfið mikið. Valdefla konur til að takast á við það sem er í þeirra valdi að vinna í. Snemmíhlutun er alla jafna betri en að takast á við vandamálin áratugum seinna. Í fyrirmyndarþjóðfélagi væri þjónusta sem þessi notendum þjónustunnar að kostnaðarlausu og hluti af mæðravernd. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun