Umræða sem snertir okkur öll Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 18. október 2022 11:45 Við karlkyns stjórnendur eigum það sjálfsagt margir sameiginlegt að hafa hingað til skilað auðu í umræðu um breytingaskeið og líkamsklukku kvenna. Mikill meirihluti stjórnenda á almennum vinnumarkaði er karlkyns og hlutfallið var lengi vel mun hærra. Því er óhætt að ætla að þessi málefni hafi fengið minni athygli stjórnenda en ella. Okkur hefur líklega fæstum þótt við eiga erindi í umræðu um þessi mál. Nú er kominn tími fyrir okkur að verða upplýstari og stíga inn í þessa mikilvægu umræðu, en útlit er fyrir ótímabært brottfall stórs hóps af vinnumarkaði ef ekkert verður að gert. Hér þurfa allir að standa saman. Brottfall af vinnumarkaði Það sem hingað til hefur farið dult er að bein tengsl eru á milli breytingaskeiðs og kulnunar og þar af leiðandi brottfalls af vinnumarkaði. Mikilvægi þessarar uppgötvunar er meira í ljósi þess að konur eru tæplega helmingur starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Breytingaskeiðið hefur líka áhrif á þá sem ekki falla af vinnumarkaði þar sem rannsóknir sýna að það hafi áhrif á starfsþróun þeirra. Nýlegar tölur frá Bretlandi sýna að um 900.000 einstaklingar hætta fyrr þátttöku á vinnumarkaði vegna áhrifa breytingaskeiðsins. Alls er framleiðslutap vegna breytingaskeiðsins á heimsvísu metið á yfir 150 milljarða Bandaríkjadala á ári – eða sem nemur um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands árið 2021. Það er mikilvægt að halda því til haga að breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur. Eigi að koma í veg fyrir mikið tjón vegna brotthvarfs stórs hluta þess hóps af vinnumarkaði þarf að bregðast við mun fyrr. Um það eru læknar og aðrir sérfræðingar sammála. Vitundarvakning Nauðsyn vitundarvakningar um breytingaskeiðið er mörgum ljós sem kynnt sér hafa þessar tölur. Svíar hafa sett þetta formlega á dagskrá á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þá hefur breska vinnueftirlitið sett þessi mál á oddinn og hvatt fyrirtæki til að taka tillit til þessa við skipulag vinnu og vinnuaðstæðna. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á heilbrigt og öflugt atvinnulíf. Við viljum bæði draga úr veikindafjarvistum og ótímabæru brottfalli af vinnumarkaði. Stjórnendur þurfa að vera upplýstir um breytingaskeiðið og einkenni þess, hvort sem þeir þekkja það af eigin raun eða ekki. Þetta mál snertir allt samfélagið með einum eða öðrum hætti. Það er orðið tímabært að ræða breytingaskeiðið á vinnustaðnum og þannig tryggjastarfsumhverfi þar sem öllum líður vel. Það er algjör óþarfi að vera lítill í sér gagnvart umræðu um málefni sem snertir svo stóran hóp starfsfólks fyrirtækja. Við hvetjum stjórnendur af öllum kynjum til að setja málið á dagskrá. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í dag er alþjóðadagur breytingaskeiðsins, 18. október. Af því tilefni stendur GynaMEDICA fyrir fræðsluviðburði á Grand Hotel sem er öllum opinn í streymi. Samtök atvinnulífsins eru einn af bakhjörlum viðburðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Vinnumarkaður Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við karlkyns stjórnendur eigum það sjálfsagt margir sameiginlegt að hafa hingað til skilað auðu í umræðu um breytingaskeið og líkamsklukku kvenna. Mikill meirihluti stjórnenda á almennum vinnumarkaði er karlkyns og hlutfallið var lengi vel mun hærra. Því er óhætt að ætla að þessi málefni hafi fengið minni athygli stjórnenda en ella. Okkur hefur líklega fæstum þótt við eiga erindi í umræðu um þessi mál. Nú er kominn tími fyrir okkur að verða upplýstari og stíga inn í þessa mikilvægu umræðu, en útlit er fyrir ótímabært brottfall stórs hóps af vinnumarkaði ef ekkert verður að gert. Hér þurfa allir að standa saman. Brottfall af vinnumarkaði Það sem hingað til hefur farið dult er að bein tengsl eru á milli breytingaskeiðs og kulnunar og þar af leiðandi brottfalls af vinnumarkaði. Mikilvægi þessarar uppgötvunar er meira í ljósi þess að konur eru tæplega helmingur starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Breytingaskeiðið hefur líka áhrif á þá sem ekki falla af vinnumarkaði þar sem rannsóknir sýna að það hafi áhrif á starfsþróun þeirra. Nýlegar tölur frá Bretlandi sýna að um 900.000 einstaklingar hætta fyrr þátttöku á vinnumarkaði vegna áhrifa breytingaskeiðsins. Alls er framleiðslutap vegna breytingaskeiðsins á heimsvísu metið á yfir 150 milljarða Bandaríkjadala á ári – eða sem nemur um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands árið 2021. Það er mikilvægt að halda því til haga að breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur. Eigi að koma í veg fyrir mikið tjón vegna brotthvarfs stórs hluta þess hóps af vinnumarkaði þarf að bregðast við mun fyrr. Um það eru læknar og aðrir sérfræðingar sammála. Vitundarvakning Nauðsyn vitundarvakningar um breytingaskeiðið er mörgum ljós sem kynnt sér hafa þessar tölur. Svíar hafa sett þetta formlega á dagskrá á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þá hefur breska vinnueftirlitið sett þessi mál á oddinn og hvatt fyrirtæki til að taka tillit til þessa við skipulag vinnu og vinnuaðstæðna. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á heilbrigt og öflugt atvinnulíf. Við viljum bæði draga úr veikindafjarvistum og ótímabæru brottfalli af vinnumarkaði. Stjórnendur þurfa að vera upplýstir um breytingaskeiðið og einkenni þess, hvort sem þeir þekkja það af eigin raun eða ekki. Þetta mál snertir allt samfélagið með einum eða öðrum hætti. Það er orðið tímabært að ræða breytingaskeiðið á vinnustaðnum og þannig tryggjastarfsumhverfi þar sem öllum líður vel. Það er algjör óþarfi að vera lítill í sér gagnvart umræðu um málefni sem snertir svo stóran hóp starfsfólks fyrirtækja. Við hvetjum stjórnendur af öllum kynjum til að setja málið á dagskrá. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í dag er alþjóðadagur breytingaskeiðsins, 18. október. Af því tilefni stendur GynaMEDICA fyrir fræðsluviðburði á Grand Hotel sem er öllum opinn í streymi. Samtök atvinnulífsins eru einn af bakhjörlum viðburðarins.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun